Á að vinna að útfærslu á sykurskatti Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 5. nóvember 2019 12:36 Aðgerðaáætlun Landlæknis gerir ráð fyrir 20 prósenta hækkun á sætum gosdrykkjum. Fréttablaðið/Heiða Í aðgerðaráætlun til að draga úr tíðni offitu frá Embætti landlæknis frá árinu 2013 er fyrsti punktur á blaði að beita sykurskatti. Nú í maí skilaði embættið aftur aðgerðaáætlun og þar er sykurskattur aftur efstur á blaði. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá embættinu segir rannsóknir sýna að ein áhrifaríkasta leiðin til að draga úr tíðni offitu sé að skattleggja óhollustu. „Og þá sérstaklega gosdrykki. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur bent á að hækkun þurfi að vera 20% svo það verði einhver raunveruleg breyting á hegðun.“ Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis, segir sykurskattinn vera aftur kominn á dagskrá. Dóra segir sykurskatt nú aftur vera til skoðunar og það sé ánægjulegt að segja frá því að heilbrigðisráðherra hafi ákeðið að setja á fót hóp til að vinna að útfærslu á sykurskatti. Hún segir að sérstaklega þurfi að huga að gosdrykkjum og aðgengi að þeim. Rannsóknir sýni að aðgengi Íslendinga að sykruðum vörum sé mun betra en í nágrannalöndunum og jafnframt að Íslendingar eigi Norðurlandamet í sykurneyslu. Þá vill embættið að aðgengi að grænmeti og ávöxtum verði gert auðveldara og skattur afnuminn. Meiri fræðslu í skólana Hugmyndin hefur í mörg ár verið á borði landlæknis, og ráðherra í málaflokknum, án raunverulegra aðgerða. Ætli það breytist nú? „Ég hef trú á því að það sé verið að skoða þetta af alvöru núna. Við höfum einu sinni prófað sykurskatt en það var ekki hækkað nógu mikið og það var ekki með lýðheilsumarkmiði heldur einhverju öðru. Ég hef trú á að ef það verður gert núna verði það gert að lýðheilsusjónarmiði með því markmiði að óholla valið verði erfiðara,“ segir Dóra. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, var í Bítinu á Bylgjunni í morgun að ræða umfjöllunarefni Kompáss á Vísi í gær. Þátturinn fjallar um offitu íslenskra barna, sem hefur aukist síðustu fimm ár. Katrín sagði ábendingar landlæknis góðar og sérstaklega þegar kemur að áherslu á heilsueflingu. Frístundastyrkir hafi einnig vegið þungt til að hvetja börn til hreyfingar. „En við þurfum að velta fyrir okkur matarræðinu, hvort það þurfi meiri fræðslu og umræðu inn í skólana,“ sagði Katrín og kom þá upp orðið heilsulæsi meðal þáttastjórnenda. Katrín tók undir mikilvægi þess. „Velferð barna er einn af grunnþáttum í aðalnámskrá svo það er ekkert sem mælir gegn því að það verði lögð meiri áhersla á þetta innan skólanna.“ Klippa: Bítið - Það þarf að koma heilsulæsi inn í menntakerfið Börn og uppeldi Kompás Skattar og tollar Gosdrykkir Tengdar fréttir Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. 4. nóvember 2019 21:00 Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30 Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. 4. nóvember 2019 14:07 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira
Í aðgerðaráætlun til að draga úr tíðni offitu frá Embætti landlæknis frá árinu 2013 er fyrsti punktur á blaði að beita sykurskatti. Nú í maí skilaði embættið aftur aðgerðaáætlun og þar er sykurskattur aftur efstur á blaði. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá embættinu segir rannsóknir sýna að ein áhrifaríkasta leiðin til að draga úr tíðni offitu sé að skattleggja óhollustu. „Og þá sérstaklega gosdrykki. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur bent á að hækkun þurfi að vera 20% svo það verði einhver raunveruleg breyting á hegðun.“ Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis, segir sykurskattinn vera aftur kominn á dagskrá. Dóra segir sykurskatt nú aftur vera til skoðunar og það sé ánægjulegt að segja frá því að heilbrigðisráðherra hafi ákeðið að setja á fót hóp til að vinna að útfærslu á sykurskatti. Hún segir að sérstaklega þurfi að huga að gosdrykkjum og aðgengi að þeim. Rannsóknir sýni að aðgengi Íslendinga að sykruðum vörum sé mun betra en í nágrannalöndunum og jafnframt að Íslendingar eigi Norðurlandamet í sykurneyslu. Þá vill embættið að aðgengi að grænmeti og ávöxtum verði gert auðveldara og skattur afnuminn. Meiri fræðslu í skólana Hugmyndin hefur í mörg ár verið á borði landlæknis, og ráðherra í málaflokknum, án raunverulegra aðgerða. Ætli það breytist nú? „Ég hef trú á því að það sé verið að skoða þetta af alvöru núna. Við höfum einu sinni prófað sykurskatt en það var ekki hækkað nógu mikið og það var ekki með lýðheilsumarkmiði heldur einhverju öðru. Ég hef trú á að ef það verður gert núna verði það gert að lýðheilsusjónarmiði með því markmiði að óholla valið verði erfiðara,“ segir Dóra. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, var í Bítinu á Bylgjunni í morgun að ræða umfjöllunarefni Kompáss á Vísi í gær. Þátturinn fjallar um offitu íslenskra barna, sem hefur aukist síðustu fimm ár. Katrín sagði ábendingar landlæknis góðar og sérstaklega þegar kemur að áherslu á heilsueflingu. Frístundastyrkir hafi einnig vegið þungt til að hvetja börn til hreyfingar. „En við þurfum að velta fyrir okkur matarræðinu, hvort það þurfi meiri fræðslu og umræðu inn í skólana,“ sagði Katrín og kom þá upp orðið heilsulæsi meðal þáttastjórnenda. Katrín tók undir mikilvægi þess. „Velferð barna er einn af grunnþáttum í aðalnámskrá svo það er ekkert sem mælir gegn því að það verði lögð meiri áhersla á þetta innan skólanna.“ Klippa: Bítið - Það þarf að koma heilsulæsi inn í menntakerfið
Börn og uppeldi Kompás Skattar og tollar Gosdrykkir Tengdar fréttir Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. 4. nóvember 2019 21:00 Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30 Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. 4. nóvember 2019 14:07 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira
Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. 4. nóvember 2019 21:00
Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30
Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. 4. nóvember 2019 14:07