Borgin gerir ráð fyrir 20 milljörðum í fjárfestingar á næsta ári Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. nóvember 2019 12:45 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Á fundi borgarstjórnar sem hófst klukkan tólf fer fram fyrri umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2020 og umræða um fimm ára áætlun borgarinnar fyrir árin 2020-2024. Samkvæmt tilkynningu frá borginni er gert ráð fyrir að borgarsjóður skili 2,5 milljarða króna afgangi á næsta ári og að jákvæð niðurstaða samstæðunnar sé áætluð um 13 milljarðar króna eftir fjármagnsliði. Þá er gert ráð fyrir tæpum 20 milljörðum í fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun fyrir árið 2020. Í máli Dags B. Eggertssonar á fundi borgarstjórnar kom fram að áætlunin taki mið af því að hægst hafi á í hagkerfinu og að enn eigi eftir að ljúka við gerð kjarasamninga. „Að undanförnu hefur verið samdráttur í efnahagslífinu. Það krefst þess að við séum enn betur á varðbergi gagnvart efnahagsumhverfinu. Við mætum samdrætti með traustri fjármálastjórn, hóflegri hagræðingarkröfu og metnaðarfullri fjárfestingaráætlun borgarsjóðs og borgarfyrirtækja“ er haft eftir Degi í tilkynningu. Þá sagði Dagur í ræðu sinni á fundi borgarstjórnar að „gjaldskrár verði áfram lágar og útsvar óbreytt.“ Að því er fram kemur í tilkynningu borgarinnar gerir áætlunin ráð fyrir góðri afkomu af samstæðu borgarinnar á næstu árum. Henni tilheyra B-hluta fyrirtæki borgarinnar á borð við Orkuveitu Reykjavíkur, Faxaflóahafnir, Félagsbústaði og malbikunarstöðin Höfði. Framlegð samstæðunnar er áætluð hátt í 22% á næsta ári en í fimm ára áætlun er gert ráð fyrir að framlegð hækki í ríflega 24%. Í fyrra var skuldaviðmið samstæðunnar 73% en reglur gera ráð fyrir að skuldaviðmið samstæðu sveitarfélaga séu innan við 150%. Meðal þeirra fjárfestinga sem gert er ráð fyrir í áætlun næsta árs eru sundlaug og íþrótta- og menningarmiðstöð í Úlfarsárdal, íþróttahöll og frjálsíþróttasvæði í suður-Mjódd og endurgerð á Hlemmtorgi. „Reykjavík er í örum vexti og eru ný íbúðahverfi að rísa í Vogabyggð, Hlíðarenda og við Leirtjörn í Úlfarsárdal. Þá verður stórauknu fjármagni veitt til skólaþróunar á grundvelli nýrrar menntastefnu auk þess sem aukin verkefni á sviði velferðar koma til framkvæmda, svo sem ný búsetuúrræði, innleiðing NPA og nýtt stuðningsnet í þjónustu við börn og fjölskyldur. Auknu fé verður veitt til viðhalds gatna og hleðslustöðvar fyrir rafbíla. Grænar áherslur eru ríkjandi í fjárfestingaráformum borgarinnar og loftslagsmál í forgrunni í áætlunum hennar um Borgarlínu og uppbyggingu í nágrenni við legustæði hennar,“ segir enn fremur í tilkynningu borgarinnar. Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Á fundi borgarstjórnar sem hófst klukkan tólf fer fram fyrri umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2020 og umræða um fimm ára áætlun borgarinnar fyrir árin 2020-2024. Samkvæmt tilkynningu frá borginni er gert ráð fyrir að borgarsjóður skili 2,5 milljarða króna afgangi á næsta ári og að jákvæð niðurstaða samstæðunnar sé áætluð um 13 milljarðar króna eftir fjármagnsliði. Þá er gert ráð fyrir tæpum 20 milljörðum í fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun fyrir árið 2020. Í máli Dags B. Eggertssonar á fundi borgarstjórnar kom fram að áætlunin taki mið af því að hægst hafi á í hagkerfinu og að enn eigi eftir að ljúka við gerð kjarasamninga. „Að undanförnu hefur verið samdráttur í efnahagslífinu. Það krefst þess að við séum enn betur á varðbergi gagnvart efnahagsumhverfinu. Við mætum samdrætti með traustri fjármálastjórn, hóflegri hagræðingarkröfu og metnaðarfullri fjárfestingaráætlun borgarsjóðs og borgarfyrirtækja“ er haft eftir Degi í tilkynningu. Þá sagði Dagur í ræðu sinni á fundi borgarstjórnar að „gjaldskrár verði áfram lágar og útsvar óbreytt.“ Að því er fram kemur í tilkynningu borgarinnar gerir áætlunin ráð fyrir góðri afkomu af samstæðu borgarinnar á næstu árum. Henni tilheyra B-hluta fyrirtæki borgarinnar á borð við Orkuveitu Reykjavíkur, Faxaflóahafnir, Félagsbústaði og malbikunarstöðin Höfði. Framlegð samstæðunnar er áætluð hátt í 22% á næsta ári en í fimm ára áætlun er gert ráð fyrir að framlegð hækki í ríflega 24%. Í fyrra var skuldaviðmið samstæðunnar 73% en reglur gera ráð fyrir að skuldaviðmið samstæðu sveitarfélaga séu innan við 150%. Meðal þeirra fjárfestinga sem gert er ráð fyrir í áætlun næsta árs eru sundlaug og íþrótta- og menningarmiðstöð í Úlfarsárdal, íþróttahöll og frjálsíþróttasvæði í suður-Mjódd og endurgerð á Hlemmtorgi. „Reykjavík er í örum vexti og eru ný íbúðahverfi að rísa í Vogabyggð, Hlíðarenda og við Leirtjörn í Úlfarsárdal. Þá verður stórauknu fjármagni veitt til skólaþróunar á grundvelli nýrrar menntastefnu auk þess sem aukin verkefni á sviði velferðar koma til framkvæmda, svo sem ný búsetuúrræði, innleiðing NPA og nýtt stuðningsnet í þjónustu við börn og fjölskyldur. Auknu fé verður veitt til viðhalds gatna og hleðslustöðvar fyrir rafbíla. Grænar áherslur eru ríkjandi í fjárfestingaráformum borgarinnar og loftslagsmál í forgrunni í áætlunum hennar um Borgarlínu og uppbyggingu í nágrenni við legustæði hennar,“ segir enn fremur í tilkynningu borgarinnar.
Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira