Kærir Trump fyrir meiðyrði í tengslum við ásakanir um nauðgun Samúel Karl Ólason skrifar 4. nóvember 2019 21:45 E. Jean Carroll. AP/Craig Ruttle Kona sem sakað hefur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um nauðgun hefur höfðað meiðyrðamál gegn forsetanum vegna ummæla hans í kjölfar ásakana hennar. E. Jean Carroll sakaði Trump í sumar um nauðgun sem á að hafa átt sér stað í lok ársins 1995 eða upphafi 1996. Hún sagðist hafa hitt Trump í versluninni Bergdorf Goodman á Manhattan einhvern tímann um miðjan tíunda áratuginn. Hún var þá 52 ára og var nýbyrjuð að skrifa vinsælan dálk í tímaritið Elle. Carroll heldur því fram að Trump hafi beðið hana um að máta fyrir sig föt í versluninni og brotið á henni inni í mátunarklefa. Þar hafi hann kastað sér á hana, gripið um báða handleggi hennar og þvingað getnaðarlim sínum inn í leggöng hennar.Sjá einnig: Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgunTrump sjálfur sagði í sumar að Carroll væri að ljúga og hún væri „ekki hans týpa“. Þá neitar hann því að hafa yfir höfuð hitt hana og Stephanie Grisham, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins segir Carrlol reyna að auðgast á ásökununum. Málshöfðun Carroll snýr að því að Trump hafi neitað ásökununum opinberlega og sakað Carroll um lygar. „Leyfið mér að ná utan um þetta. Carroll er að höfða mál gegn forsetanum fyrir að verja sig gegn fölskum ásökunum?“ sagði Grisham við blaðamenn í dag. Sakaði hún Carroll um að reyna að auðgast á ásökunum þessum, þar sem hún hafi ekkert hagnast á bók sem hún gaf út í sumar.„Þessi saga sem hún reyndi að nota til að selja þessa drasl bók sína átti sér aldrei stað, punktur,“ sagði Grisham. „Frásögn hennar heldur engu vatni ef þið hafið reynt að máta föt í mannmergð í svona verslun. Lögsóknin er lítilvæg og sagan sjálf er fölsk, eins og höfundurinn.“ Kærur sem þessar eru algengar í málum sem tengjast kynferðisbrotum vestanhafs. Ásakanir um kynferðisbrot eru oft orð gegn orði. Ásakanir um meiðyrði eru oftast af öðru sniði og þannig reynir fólk að koma kynferðisbrotum fyrir dóm með því að kæra meinta gerendur fyrir meiðyrði, þegar þeir neita fyrri ásökununum. Til að sannreyna hvort að um meiðyrði sé að ræða, þarf fyrst að reyna að sanna hvort að fyrra brotið hafi átt sér stað eða ekki. Trump stendur til dæmis frammi fyrir öðru meiðyrðamáli þar sem Summer Zervos, fyrrverandi þátttakandi í raunveruleikaþáttum Trump, The Apprentice, sakaði Trump um kynferðisbrot árið 2016. Hann sagði hana vera að ljúga og þá kærði hún hann fyrir meiðyrði. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Sjá meira
Kona sem sakað hefur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um nauðgun hefur höfðað meiðyrðamál gegn forsetanum vegna ummæla hans í kjölfar ásakana hennar. E. Jean Carroll sakaði Trump í sumar um nauðgun sem á að hafa átt sér stað í lok ársins 1995 eða upphafi 1996. Hún sagðist hafa hitt Trump í versluninni Bergdorf Goodman á Manhattan einhvern tímann um miðjan tíunda áratuginn. Hún var þá 52 ára og var nýbyrjuð að skrifa vinsælan dálk í tímaritið Elle. Carroll heldur því fram að Trump hafi beðið hana um að máta fyrir sig föt í versluninni og brotið á henni inni í mátunarklefa. Þar hafi hann kastað sér á hana, gripið um báða handleggi hennar og þvingað getnaðarlim sínum inn í leggöng hennar.Sjá einnig: Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgunTrump sjálfur sagði í sumar að Carroll væri að ljúga og hún væri „ekki hans týpa“. Þá neitar hann því að hafa yfir höfuð hitt hana og Stephanie Grisham, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins segir Carrlol reyna að auðgast á ásökununum. Málshöfðun Carroll snýr að því að Trump hafi neitað ásökununum opinberlega og sakað Carroll um lygar. „Leyfið mér að ná utan um þetta. Carroll er að höfða mál gegn forsetanum fyrir að verja sig gegn fölskum ásökunum?“ sagði Grisham við blaðamenn í dag. Sakaði hún Carroll um að reyna að auðgast á ásökunum þessum, þar sem hún hafi ekkert hagnast á bók sem hún gaf út í sumar.„Þessi saga sem hún reyndi að nota til að selja þessa drasl bók sína átti sér aldrei stað, punktur,“ sagði Grisham. „Frásögn hennar heldur engu vatni ef þið hafið reynt að máta föt í mannmergð í svona verslun. Lögsóknin er lítilvæg og sagan sjálf er fölsk, eins og höfundurinn.“ Kærur sem þessar eru algengar í málum sem tengjast kynferðisbrotum vestanhafs. Ásakanir um kynferðisbrot eru oft orð gegn orði. Ásakanir um meiðyrði eru oftast af öðru sniði og þannig reynir fólk að koma kynferðisbrotum fyrir dóm með því að kæra meinta gerendur fyrir meiðyrði, þegar þeir neita fyrri ásökununum. Til að sannreyna hvort að um meiðyrði sé að ræða, þarf fyrst að reyna að sanna hvort að fyrra brotið hafi átt sér stað eða ekki. Trump stendur til dæmis frammi fyrir öðru meiðyrðamáli þar sem Summer Zervos, fyrrverandi þátttakandi í raunveruleikaþáttum Trump, The Apprentice, sakaði Trump um kynferðisbrot árið 2016. Hann sagði hana vera að ljúga og þá kærði hún hann fyrir meiðyrði.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Sjá meira