Íslensk börn hafa aldrei verið jafn þung Erla Björg Gunnarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 3. nóvember 2019 19:00 Íslensk börn hafa aldrei verið jafn þung. Offita hefur aukist verulega síðustu fimm ár og sýna nýjustu mælingar að sex prósent grunnskólabarna séu með sjúkdóminn offitu. Börn í fyrsta, fjórða, sjöunda og níunda bekk eru vigtuð hjá skólahjúkrunarfræðingi á hverju ári og samkvæmt nýjustu mælingum er tæplega fjórðungur barna sem var vigtaður síðasta vetur í ofþyngd og þar af eru sex prósent með offitu. Offita barna hér á landi hefur aukist verulega síðustu fimm ár eða frá fyrstu samræmdu mælingum árið 2014. Farið verður ítarlega yfir þróunina í fyrsta þætti af Kompás sem frumsýndur er á Vísi í fyrramálið.Tryggvi Helgason, læknir í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsinsvísir/nadine„Þetta er frekar stórt vandamál. Samanborið við Norðurlöndin þá erum við með frekar hátt hlutfall af börnum sem eru með offitu. Þau eru núna í kring um sex prósent, sem er mjög hátt hlutfall í rauninni, þetta eru yfir þrjú þúsund börn á landsvísu,“ segir Tryggvi Helgason, barnalæknir í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins. „Börn sem verða of feit í æsku eru miklu líklegri til að halda áfram að þróa það vandamál með sér þegar þau eldast og líklegri til að þróa með sér sjúkdóma í framtíðinni,“ segir Ása Lórensdóttir, fagstjóri heilsuverndar skólabarna hjá Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu. „Við höfum greint börn með fitulifur sem tengist væntanlega þeirra orkubirgðastöðu, við sjáum mjög reglulega börn með vandamál í sykurkerfinu hjá sér og það eru margir sem hafa álag á liðakerfi,“ segir Tryggvi. Ása Lórensdóttir, fagstjóri heilsuverndar skólabarnaÍ dag er staðan þannig að 4% sex ára barna eru með offitu eða tæplega tvö hundruð börn. Offita eykst eftir því sem börnin eldast og eru 5-6% níu ára barna með offitu, hátt í þrjú hundruð börn - að minnsta kosti eitt barn í hverjum skólabekk. Drengirnir taka fram úr stúlkunum við tólf ára aldurinn, þá eru 174 drengir með offitu. Tölurnar eru hæstar þegar kemur að fjórtán ára drengjum. Tíundi hver drengur í 9. bekk er með offitu eða 210 strákar. Viðmælendurnir í Kompás benda öll á að samfélagið beri ábyrgð á stöðunni. Nánar er rætt við fagaðila sem vinna með börnunum í þættinum. „Þá er ekki rétt stilling á samfélagi að svona hátt hlutfall barna sé með óþarflega miklar birgðir. Börn eiga ekki að vera með svona hátt hlutfall af orkubirgðum,“ segir Tryggvi. Arna Vilhjálmsdóttir, hefur verið of þung frá barnæsku.Í Kompás kynnumst við einnig konum sem voru of þungar í æsku sem segja frá því hvaða áhrif það hefur haft á líf þeirra. Arna Vilhjálmsdóttir, hefur verið of þung frá barnæsku. Hún segist eiga erfitt með að heyra hve mörg börn á grunnskólaaldri eru of feit. „Þessar tölur er sláandi, þær slá mann algjörlega niður. Það fyrsta sem maður hugsar er að enginnætti að ganga í gegn um það sem ég gekk í gegn um," segir Arna sem hefur áhyggjur af stöðunni. „Hvernig í ósköpunum er hægt að stoppa þetta á meðan við erum ennþá svona mikið að fela þetta,“ segir Arna.Ítarlega verður fjallað um offitu barna á Íslandi í fréttaskýringaþættinum Kompás sem frumsýndur verður á Vísi í fyrramálið og á Stöð 2 Maraþoni. Farið verður yfir nýjustu tölur um offitu barna og talað við sérfræðinga sem margir hverjir hafa þungar áhyggjur af stöðunni. Kompás er í umsjón Nadine Guðrúnar Yaghi, Erlu Bjargar Gunnarsdóttur og Jóhanns K. Jóhannssonar. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Kompás Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Sjá meira
Íslensk börn hafa aldrei verið jafn þung. Offita hefur aukist verulega síðustu fimm ár og sýna nýjustu mælingar að sex prósent grunnskólabarna séu með sjúkdóminn offitu. Börn í fyrsta, fjórða, sjöunda og níunda bekk eru vigtuð hjá skólahjúkrunarfræðingi á hverju ári og samkvæmt nýjustu mælingum er tæplega fjórðungur barna sem var vigtaður síðasta vetur í ofþyngd og þar af eru sex prósent með offitu. Offita barna hér á landi hefur aukist verulega síðustu fimm ár eða frá fyrstu samræmdu mælingum árið 2014. Farið verður ítarlega yfir þróunina í fyrsta þætti af Kompás sem frumsýndur er á Vísi í fyrramálið.Tryggvi Helgason, læknir í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsinsvísir/nadine„Þetta er frekar stórt vandamál. Samanborið við Norðurlöndin þá erum við með frekar hátt hlutfall af börnum sem eru með offitu. Þau eru núna í kring um sex prósent, sem er mjög hátt hlutfall í rauninni, þetta eru yfir þrjú þúsund börn á landsvísu,“ segir Tryggvi Helgason, barnalæknir í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins. „Börn sem verða of feit í æsku eru miklu líklegri til að halda áfram að þróa það vandamál með sér þegar þau eldast og líklegri til að þróa með sér sjúkdóma í framtíðinni,“ segir Ása Lórensdóttir, fagstjóri heilsuverndar skólabarna hjá Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu. „Við höfum greint börn með fitulifur sem tengist væntanlega þeirra orkubirgðastöðu, við sjáum mjög reglulega börn með vandamál í sykurkerfinu hjá sér og það eru margir sem hafa álag á liðakerfi,“ segir Tryggvi. Ása Lórensdóttir, fagstjóri heilsuverndar skólabarnaÍ dag er staðan þannig að 4% sex ára barna eru með offitu eða tæplega tvö hundruð börn. Offita eykst eftir því sem börnin eldast og eru 5-6% níu ára barna með offitu, hátt í þrjú hundruð börn - að minnsta kosti eitt barn í hverjum skólabekk. Drengirnir taka fram úr stúlkunum við tólf ára aldurinn, þá eru 174 drengir með offitu. Tölurnar eru hæstar þegar kemur að fjórtán ára drengjum. Tíundi hver drengur í 9. bekk er með offitu eða 210 strákar. Viðmælendurnir í Kompás benda öll á að samfélagið beri ábyrgð á stöðunni. Nánar er rætt við fagaðila sem vinna með börnunum í þættinum. „Þá er ekki rétt stilling á samfélagi að svona hátt hlutfall barna sé með óþarflega miklar birgðir. Börn eiga ekki að vera með svona hátt hlutfall af orkubirgðum,“ segir Tryggvi. Arna Vilhjálmsdóttir, hefur verið of þung frá barnæsku.Í Kompás kynnumst við einnig konum sem voru of þungar í æsku sem segja frá því hvaða áhrif það hefur haft á líf þeirra. Arna Vilhjálmsdóttir, hefur verið of þung frá barnæsku. Hún segist eiga erfitt með að heyra hve mörg börn á grunnskólaaldri eru of feit. „Þessar tölur er sláandi, þær slá mann algjörlega niður. Það fyrsta sem maður hugsar er að enginnætti að ganga í gegn um það sem ég gekk í gegn um," segir Arna sem hefur áhyggjur af stöðunni. „Hvernig í ósköpunum er hægt að stoppa þetta á meðan við erum ennþá svona mikið að fela þetta,“ segir Arna.Ítarlega verður fjallað um offitu barna á Íslandi í fréttaskýringaþættinum Kompás sem frumsýndur verður á Vísi í fyrramálið og á Stöð 2 Maraþoni. Farið verður yfir nýjustu tölur um offitu barna og talað við sérfræðinga sem margir hverjir hafa þungar áhyggjur af stöðunni. Kompás er í umsjón Nadine Guðrúnar Yaghi, Erlu Bjargar Gunnarsdóttur og Jóhanns K. Jóhannssonar.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Kompás Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Sjá meira