Passaðu þig í hálkunni Róbert Marvin Gíslason skrifar 3. nóvember 2019 08:00 Ég og sjötíu og níu ára gömul frænka mín mættum hjá öldrunarsérfræðing þann nítjánda. september til að fá öldrunarmat þar sem hún vildi fara að komast inn á dvalarheimili. Hún var orðin mjög gleymin og komin með Alzheimereinkenni. Niðurstaðan úr því viðtali var möguleg dagvist í Maríuhúsi. Tvisvar verður gamall maður barn. Hún var búin að sækja um dvalarheimili en fékk neitun þar sem hún var talin nógu hraust til að vera heima. Sú greining byggði ekki á að hún væri heimsótt og hennar aðstæður athugaðar. Þessi greining var gerð á pappír og upplýsingum sem lýstu engan veginn aðstæðum hennar. Við fórum saman að skoða Maríuhús sem er góður kostur fyrir fólk sem er aldrað og án verkja. Frænka mín virtist mjög brött og náði að ganga upp og niður stiga þó svo hún hafi varað okkur við að það gæti hún varla. Að lokum kom í ljós að hún var svo verkjuð að hún treysti sér ekki til að þiggja vistina. Frænka mín bjó ein og átti engan að nema þá frændur og frænkur sem litu til hennar, þannig að hún var algjörlega upp á eigin spýtur. Hún fékk mat sendan heim sem mér var sagt að væri bæði kaldur og ólystugur af heilbrigðum einstakling. Það er nógu erfitt fyrir fólk sem er orkulaust og þarf að takast á við lystarleysi að þurfa að þiggja svona matargjafir. Þetta endar inni í ísskáp og svo í ruslinu. Í raun eru þær óþarfar og væri líklega betra að nýta fjármuni í annað. Reyndu sjálfur að éta kalda kássu með gubbupest. Stuttu eftir að hafa fengið fregnir af því hversu hraust hún var til að geta verið ein heima hjá sér, dettur hún og mjaðmabrýtur sig við að standa upp úr rúminu. Þetta gerist í miðjum október mánuði. Til allrar hamingju er skyldmenni hjá henni og hringir á sjúkrabíl. Hún undirgengst aðgerð daginn eftir. Frænka mín var mjó og kuldsækin. Mér þótti því undarlegt að sjá hana undir þunnu filt teppi sem veitti lítið sem ekkert skjól þegar ég heimsótti hana. Hún kvartaði sáran undan verkjum og kulda. Ég leit yfir í næsta rúm og sá að sá sjúklingur var einnig undir þunnu filtteppi. Einnig var kalt inni á stofunni. Ég minntist á þetta við hjúkrunarfræðing og bað um að þetta yrði lagað. Hefði ég vitað að það sem ég sagði yrði virt að vettugi, hefði ég lagt meira að mér. En ég lagði mitt traust á að þessu yrði sinnt. Mér skilst á þeim gestum sem komu síðar að því hafi ekki verið sinnt. Nokkrum dögum eftir aðgerðina var hún send heim. Það var búið að marg ítreka að hún gæti ekki verið heima ein. Bæði af henni sjálfri og öllum þeim ættingjum sem heimsóttu hana. Eitthvað barst talið að hjúkrunarheimilinu Eir, en það var fullt, eins og flestir vissu, þannig að hún var send heim. Stuttu eftir heimkomuna veiktist hún hastarlega og hélt engu niðri. Því kom hún aftur niður á bráðadeild með lungnabólgu og mun veikari en áður en hún fór á sjúkrahúsið. Lungnabólguna fékk hún ekki heima hjá sér, því henni var ekki kalt þar. Þannig að hún virðist hafa veikst í sjúkrahúsvistinni. Það kom því flatt upp á mig að hún væri komin með lungnabólgu upp úr þurru. Daginn eftir var hún komin upp á gjörgæslu þar sem læknar sögðu okkur frá ýmsum líffærabilunum og lögðu til að hún yrði tekin úr þeim hjálpartækjum sem héldu henni á lífi. Hún dó þann 31. október 2019. Fimmtán mínútum eftir að þeir tóku tækin úr sambandi. Frænka mín var gömul og veik. Hún var búin að vera með stóma í mörg ár, en það háði henni ekkert sérstaklega. Það voru aðallega verkirnir sem háðu henni daglega. Líklega er hún fegin að vera farinn. Ég stend samt uppi með spurninguna, af hverju er manneskja sem er í engu standi til að fara heim, send heim. Af hverju fá sjúklingar ekki almennilega sæng svo þeim verði ekki kalt? Af hverju fara sjúklingar veikari heim af sjúkrahúsi en þegar þeir komu þangað? Af hverju deyr fólk úr mjaðmabroti? Verst er að ég tel mig vita svörin við þessum spurningum. Og þau eru kaldranaleg, ómannúðleg og snúast að megninu til um peninga og hvernig þeim er ráðstafað. Frænka mín var send heim þar sem sjúkrahúsið vantaði rúmið fyrir aðra sjúklinga. Það eru ekki nógu mörg rúm fyrir allt þetta veika fólk. Frænku minni var kalt vegna þess að líklega voru ekki til peningar til að tryggja öllum rúmum almennilega sæng. Þessir peningar koma frá ríkinu. Þetta eru skattpeningarnir okkar sem við erum að tala um. Ríkisstjórn Íslands sem við kjósum og úthlutar þessum fjármunum getur ekki séð sér fært um að halda okkar veikasta fólki hlýju svo það fái ekki lungnabólgu og deyji eftir sjúkrahúsvistina. Aldrað fólk deyr úr mjaðmarbroti vegna þess að dvalarheimili eru full, sjúkrahús eru fjársvelt og undirmönnuð. Þetta er líklega ekki fyrsta eða eina dauðsfallið sem skráist á skort á fjármunum. Er þetta það sem bíður okkar? Er þetta er það sem bíður þín? Passaðu þig í hálkunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Umferðaröryggi Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Ég og sjötíu og níu ára gömul frænka mín mættum hjá öldrunarsérfræðing þann nítjánda. september til að fá öldrunarmat þar sem hún vildi fara að komast inn á dvalarheimili. Hún var orðin mjög gleymin og komin með Alzheimereinkenni. Niðurstaðan úr því viðtali var möguleg dagvist í Maríuhúsi. Tvisvar verður gamall maður barn. Hún var búin að sækja um dvalarheimili en fékk neitun þar sem hún var talin nógu hraust til að vera heima. Sú greining byggði ekki á að hún væri heimsótt og hennar aðstæður athugaðar. Þessi greining var gerð á pappír og upplýsingum sem lýstu engan veginn aðstæðum hennar. Við fórum saman að skoða Maríuhús sem er góður kostur fyrir fólk sem er aldrað og án verkja. Frænka mín virtist mjög brött og náði að ganga upp og niður stiga þó svo hún hafi varað okkur við að það gæti hún varla. Að lokum kom í ljós að hún var svo verkjuð að hún treysti sér ekki til að þiggja vistina. Frænka mín bjó ein og átti engan að nema þá frændur og frænkur sem litu til hennar, þannig að hún var algjörlega upp á eigin spýtur. Hún fékk mat sendan heim sem mér var sagt að væri bæði kaldur og ólystugur af heilbrigðum einstakling. Það er nógu erfitt fyrir fólk sem er orkulaust og þarf að takast á við lystarleysi að þurfa að þiggja svona matargjafir. Þetta endar inni í ísskáp og svo í ruslinu. Í raun eru þær óþarfar og væri líklega betra að nýta fjármuni í annað. Reyndu sjálfur að éta kalda kássu með gubbupest. Stuttu eftir að hafa fengið fregnir af því hversu hraust hún var til að geta verið ein heima hjá sér, dettur hún og mjaðmabrýtur sig við að standa upp úr rúminu. Þetta gerist í miðjum október mánuði. Til allrar hamingju er skyldmenni hjá henni og hringir á sjúkrabíl. Hún undirgengst aðgerð daginn eftir. Frænka mín var mjó og kuldsækin. Mér þótti því undarlegt að sjá hana undir þunnu filt teppi sem veitti lítið sem ekkert skjól þegar ég heimsótti hana. Hún kvartaði sáran undan verkjum og kulda. Ég leit yfir í næsta rúm og sá að sá sjúklingur var einnig undir þunnu filtteppi. Einnig var kalt inni á stofunni. Ég minntist á þetta við hjúkrunarfræðing og bað um að þetta yrði lagað. Hefði ég vitað að það sem ég sagði yrði virt að vettugi, hefði ég lagt meira að mér. En ég lagði mitt traust á að þessu yrði sinnt. Mér skilst á þeim gestum sem komu síðar að því hafi ekki verið sinnt. Nokkrum dögum eftir aðgerðina var hún send heim. Það var búið að marg ítreka að hún gæti ekki verið heima ein. Bæði af henni sjálfri og öllum þeim ættingjum sem heimsóttu hana. Eitthvað barst talið að hjúkrunarheimilinu Eir, en það var fullt, eins og flestir vissu, þannig að hún var send heim. Stuttu eftir heimkomuna veiktist hún hastarlega og hélt engu niðri. Því kom hún aftur niður á bráðadeild með lungnabólgu og mun veikari en áður en hún fór á sjúkrahúsið. Lungnabólguna fékk hún ekki heima hjá sér, því henni var ekki kalt þar. Þannig að hún virðist hafa veikst í sjúkrahúsvistinni. Það kom því flatt upp á mig að hún væri komin með lungnabólgu upp úr þurru. Daginn eftir var hún komin upp á gjörgæslu þar sem læknar sögðu okkur frá ýmsum líffærabilunum og lögðu til að hún yrði tekin úr þeim hjálpartækjum sem héldu henni á lífi. Hún dó þann 31. október 2019. Fimmtán mínútum eftir að þeir tóku tækin úr sambandi. Frænka mín var gömul og veik. Hún var búin að vera með stóma í mörg ár, en það háði henni ekkert sérstaklega. Það voru aðallega verkirnir sem háðu henni daglega. Líklega er hún fegin að vera farinn. Ég stend samt uppi með spurninguna, af hverju er manneskja sem er í engu standi til að fara heim, send heim. Af hverju fá sjúklingar ekki almennilega sæng svo þeim verði ekki kalt? Af hverju fara sjúklingar veikari heim af sjúkrahúsi en þegar þeir komu þangað? Af hverju deyr fólk úr mjaðmabroti? Verst er að ég tel mig vita svörin við þessum spurningum. Og þau eru kaldranaleg, ómannúðleg og snúast að megninu til um peninga og hvernig þeim er ráðstafað. Frænka mín var send heim þar sem sjúkrahúsið vantaði rúmið fyrir aðra sjúklinga. Það eru ekki nógu mörg rúm fyrir allt þetta veika fólk. Frænku minni var kalt vegna þess að líklega voru ekki til peningar til að tryggja öllum rúmum almennilega sæng. Þessir peningar koma frá ríkinu. Þetta eru skattpeningarnir okkar sem við erum að tala um. Ríkisstjórn Íslands sem við kjósum og úthlutar þessum fjármunum getur ekki séð sér fært um að halda okkar veikasta fólki hlýju svo það fái ekki lungnabólgu og deyji eftir sjúkrahúsvistina. Aldrað fólk deyr úr mjaðmarbroti vegna þess að dvalarheimili eru full, sjúkrahús eru fjársvelt og undirmönnuð. Þetta er líklega ekki fyrsta eða eina dauðsfallið sem skráist á skort á fjármunum. Er þetta það sem bíður okkar? Er þetta er það sem bíður þín? Passaðu þig í hálkunni.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun