Með höfuðverk í 28 ár Kristinn Haukur Guðnason skrifar 3. nóvember 2019 07:30 Steingrímur lenti í afdrifaríkum þriggja bíla árekstri 1991. Fréttablaðið/Ernir Steingrímur Sævarr Ólafsson, fjölmiðlaráðgjafi og fyrrverandi ritstjóri, hefur lifað með höfuðverk í 28 ár. Þann 31. október árið 1991, þegar Steingrímur var 25 ára, lenti hann í hörðum árekstri á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar og lífið varð ekki samt á eftir. „Ég lenti í þriggja bíla árekstri þar sem tveir bílar sameinuðust um að keyra á mig. Öryggisbeltið tók höggið af fyrri árekstrinum en ekki þeim síðari. Þá kom hnykkur sem leiddi til höfuðverks þetta sama kvöld,“ segir Steingrímur. Samkvæmt dagbókum lögreglunnar taldist þetta lítill árekstur, en bíllinn gjöreyðilagðist og Steingrímur þurfti aðhlynningu á sjúkrahúsi. Síðar fékk hann metna örorku upp á fjögur prósent vegna höfuðverksins sem fylgt hefur allar götur síðan. „Það er lífið fyrir áreksturinn og hausverkurinn eftir hann,“ segir Steingrímur. Þó að verkurinn sé viðvarandi er hann ekki alltaf jafn sterkur. Steingrímur lýsir þessu eins og svengd, sem sveiflast yfir daginn. Hann segir að verstu verkirnir séu eins og mígreni. Hann verði ljósfælinn og þurfi að leggjast út af á meðan þetta gengur yfir. „Stundum átta ég mig ekki á því að verkurinn sé þarna, en hann er alltaf þarna. Ég held að allt venjist og það er hægt að lifa með öllum sársauka, hvort sem hann er líkamlegur eða andlegur,“ segir hann. „Ég er búinn að sætta mig við að verkurinn sé samferðamaður minn í gegnum lífið og þar af leiðandi búinn að venjast honum. Ég læt þetta ekki stjórna mér. Verkurinn er alltaf með mér en ég leyfi honum ekki að ráða neinu.“ Þó að Steingrímur hafi sæst við þessi örlög hefur hann ekki gefist upp á að reyna að minnka eða jafnvel eyða verknum og leyfir sér að vera bjartsýnn um að það takist einhvern tímann. Varla er til sú remedía sem hann hefur ekki reynt. Ótal tegundir nuddmeðferða, sjúkraþjálfun, hnykkingar, jóga, hugleiðsla, nálastungur, heilun, koddar, bakstrar, krem og öll leyfileg lyf, bæði náttúrulyf og önnur. Meira að segja áruhreinsun. Steingrímur segir að leitinni að töfralausninni ljúki aldrei en valkostunum, sem honum hefur verið bent á, fækki með hverju árinu. „Sumt hefur dugað til skamms tíma, sumt virkar alls ekki og ekkert hefur virkað til langs tíma,“ segir hann. Aðspurður um hvað hafi virkað best segir hann það vera blönduna af reglulegri hreyfingu og minnkun sykurs í mataræði, en þetta hafi hann uppgötvað fyrir ekki svo löngu. Tilfelli Steingríms er ekki einsdæmi og er hann í sambandi við fleira fólk sem þjáist af langvarandi höfuðverkjum. „Ég segi ekki að við höfum stofnað samtök en við ræðumst við, deilum ráðum og berum saman bækur okkar um hvað hafi virkað.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Fleiri fréttir Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Sjá meira
Steingrímur Sævarr Ólafsson, fjölmiðlaráðgjafi og fyrrverandi ritstjóri, hefur lifað með höfuðverk í 28 ár. Þann 31. október árið 1991, þegar Steingrímur var 25 ára, lenti hann í hörðum árekstri á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar og lífið varð ekki samt á eftir. „Ég lenti í þriggja bíla árekstri þar sem tveir bílar sameinuðust um að keyra á mig. Öryggisbeltið tók höggið af fyrri árekstrinum en ekki þeim síðari. Þá kom hnykkur sem leiddi til höfuðverks þetta sama kvöld,“ segir Steingrímur. Samkvæmt dagbókum lögreglunnar taldist þetta lítill árekstur, en bíllinn gjöreyðilagðist og Steingrímur þurfti aðhlynningu á sjúkrahúsi. Síðar fékk hann metna örorku upp á fjögur prósent vegna höfuðverksins sem fylgt hefur allar götur síðan. „Það er lífið fyrir áreksturinn og hausverkurinn eftir hann,“ segir Steingrímur. Þó að verkurinn sé viðvarandi er hann ekki alltaf jafn sterkur. Steingrímur lýsir þessu eins og svengd, sem sveiflast yfir daginn. Hann segir að verstu verkirnir séu eins og mígreni. Hann verði ljósfælinn og þurfi að leggjast út af á meðan þetta gengur yfir. „Stundum átta ég mig ekki á því að verkurinn sé þarna, en hann er alltaf þarna. Ég held að allt venjist og það er hægt að lifa með öllum sársauka, hvort sem hann er líkamlegur eða andlegur,“ segir hann. „Ég er búinn að sætta mig við að verkurinn sé samferðamaður minn í gegnum lífið og þar af leiðandi búinn að venjast honum. Ég læt þetta ekki stjórna mér. Verkurinn er alltaf með mér en ég leyfi honum ekki að ráða neinu.“ Þó að Steingrímur hafi sæst við þessi örlög hefur hann ekki gefist upp á að reyna að minnka eða jafnvel eyða verknum og leyfir sér að vera bjartsýnn um að það takist einhvern tímann. Varla er til sú remedía sem hann hefur ekki reynt. Ótal tegundir nuddmeðferða, sjúkraþjálfun, hnykkingar, jóga, hugleiðsla, nálastungur, heilun, koddar, bakstrar, krem og öll leyfileg lyf, bæði náttúrulyf og önnur. Meira að segja áruhreinsun. Steingrímur segir að leitinni að töfralausninni ljúki aldrei en valkostunum, sem honum hefur verið bent á, fækki með hverju árinu. „Sumt hefur dugað til skamms tíma, sumt virkar alls ekki og ekkert hefur virkað til langs tíma,“ segir hann. Aðspurður um hvað hafi virkað best segir hann það vera blönduna af reglulegri hreyfingu og minnkun sykurs í mataræði, en þetta hafi hann uppgötvað fyrir ekki svo löngu. Tilfelli Steingríms er ekki einsdæmi og er hann í sambandi við fleira fólk sem þjáist af langvarandi höfuðverkjum. „Ég segi ekki að við höfum stofnað samtök en við ræðumst við, deilum ráðum og berum saman bækur okkar um hvað hafi virkað.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Fleiri fréttir Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Sjá meira