Varnarmaðurinn Kwon Alexander meiddist á brjóstvöðva í sigri 49ers á Arizona Cardinals á fimmtudagskvöld. ESPN hefur þetta eftir heimildarmanni sínum.
Alexander, sem kom til San Fransisco fyrr á árinu, verður líklega frá það sem eftir er af tímabilinu í NFL deildinni.
I’m built for this shhh! It’s all part of the game! I sacrifice everything when I step in between the white line! Ima be Legendary! Everything happens for a reason! I’ll be back
— Kwon Alexander (@kwon) November 1, 2019
Alexander meiddist undir lok leiksins á fimmtudag sem San Fransisco vann 28-25.
San Fransisco er með átta sigra úr átta leikjum og situr efst í vesturdeild Þjóðardeildar NFL.