Aaron Ramsey var funheitur í kvöld og skoraði bæði mörk Wales. Fyrra markið skoraði hann á 15. mínútu eftir frábæran undirbúning Gareth Bale og það síðara á 47. mínútu.
Wales endar því í öðru sæti riðilsins með fjórtán stig, þremur stigum á eftir toppliði Króatíu, en Slóvakía og Ungverjaland sitja eftir með sárt ennið.
Aaron Ramsey has scored twice in a game for Wales for the first time.
Cometh the hour, cometh the Ramsey. pic.twitter.com/ty05EONcFk
— Squawka Football (@Squawka) November 19, 2019
Georginio Wijnaldum var í banastuði er Holland vann 5-0 sigur á Eistlandi á heimavelli. Liverpool-maðurinn skoraði þrjú mörk en Nathan Ake og Myron Boadu bættu við sitthvoru markinu.
Í sama riðli skoruðu Þjóðverjar sex mörk gegn Norður-Írlandi í 6-1 sigri. Norður-Írland komst yfir en þeir þýsku gengu þá á lagið.
Serge Gnabry gerði þrjú mörk, Leon Goretzka tvö og Julian Brandt eitt. Þýskaland endar með 21 stig, Holland 19 en Norður-Írland 13.
4 - Georginio Wijnaldum has scored what his his first competitive hat-trick for club or country in four years and 32 days, when he scored four in a Premier League game against Norwich City while playing for Newcastle United in October 2015. Collection. pic.twitter.com/x18Vy7rF4x
— OptaJoe (@OptaJoe) November 19, 2019
Það var nóg af mörkum í leikjum kvöldsins. Belgía skoraði sex mörk gegn Kýpur í 6-1 sigri er liðin mættust í I-riðlinum og Rússía vann 5-0 sigur á San Marínó í sama riðli.
Kevin De Bruyne skoraði tvö mörk fyrir Belgíu sem og Christian Benteke. Yannick Ferreira-Carrasco gerði eitt mark og eitt mark var sjálfsmark en Kýpur komst yfir í leiknum.
Belgarnir vinna riðilinn með fullt hús stiga, Rússarnir enda í öðru sætinu með 24 og Skotar í þriðja með fimmtán stig.
- Teams to win 10 matches in a single EURO qualification campaign
Belgium (EURO 2020)
Italy (EURO 2020)
England (EURO 2016)
Germany (EURO 2012)
Czech Republic (EURO 2000)#EURO2020#BELCYP
— Gracenote Live (@GracenoteLive) November 19, 2019
Öll úrslit kvöldsins:
C-riðill:
Þýskaland - Norður Írland 6-1
Holland - Eistland 5-0
E-riðill:
Slóvakía - Aserbaídsjan 2-0
Wales - Ungverjaland 2-0
G-riðill:
Norður Makedónía - Ísrael 1-0
Lettland - Austurríki 1-0
Pólland - Slóvenía 3-2
I-riðill:
Belgía - Kýpur 6-1
San Marinó - Rússland 0-5
Skotland - Kasakstan 3-1