Handbolti

Sportpakkinn: Sigur Selfyssinga aldrei í hættu

Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar
Hergeir Grímsson átti góðan leik fyrir Selfoss.
Hergeir Grímsson átti góðan leik fyrir Selfoss. vísir/daníel
Selfoss fékk skell í síðustu umferð þegar þeir töpuðu með 7 mörkum fyrir Haukum á Ásvöllum en það vantaði ekkert upp á hjá þeim þegar þeir tóku á móti Fram á heimavelli í gær.

Heimamenn byrjuðu leikinn betur og voru alltaf skrefinu á undan Frömurum. Selfoss varð fyrir áfalli snemma leiks þegar Árni Steinn Steinþórsson meiddist illa og þurfti að fara af velli. Hann skoraði annað mark Selfyssinga en lenti þá illa og féll niður. Talið er að um krossbandslit sé að ræða en þessi öfluga skytta sleit einnig krossband árið 2010.

Þrátt fyrir að gestirnir hafi reynt að taka Hauk Þrastarson úr umferð þá tókst honum að skora 7 mörk í fyrri hálfleik og það voru heimamenn sem leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 17-15.

Drengirnir úr Safamýrinni mættu ákveðnir út á gólf í síðari hálfleik og jöfnuðu leikinn eftir 4 mínútur, 18-18. Eftir það hrundi leikur gestanna, þeir skoruðu aðeins 2 mörk á næstu 15 mínútum og staðan orðin 25-20 þegar 10 mínútur voru til leiks loka, eftir leikurinn var auðveldur fyrir heimamenn sem unnu að lokum öruggan 6 marka sigur, 30-24.

Klippa: Sportpakkinn: Öruggur sigur Selfyssinga
 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×