Breytingar í búningsklefanum Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 18. nóvember 2019 10:30 Við sitjum saman og bíðum eftir börnunum okkar inni í búningsklefa. Sum okkar lokkast í símann, önnur spjalla saman, en alltaf eru nokkur sem sitja bara og lygna aftur augunum og njóta augnabliksins. Svo birtast börnin – rjóð eftir fimleikaæfinguna og glöð að sjá okkur. Himinlifandi að það sé fullorðinn elskandi einstaklingur að verja tímanum í samveruna. Umhyggjuna. Spjallið á meðan verið er að klæða sig í fötin, fá sér vatn að drekka í vatnshananum, finna út úr reimunum og berjast við rokið á leiðinni út í bíl. Það sem er ánægjulegast við þessa lýsingu er hið ósagða. Við erum nefninlega afar, ömmur, pabbar, mömmur, frændur og frænkur allt í bland. Bæði kynin á öllum aldri.0 Fyrir rúmum áratug og fyrr sást ekki pabbi eða afi á svæðinu. Umönnun í búningsklefanum var öll í höndum kvenna. Þeir mættu þegar var sýning eða keppni, en sjaldan í daglegu amstri. Það var bara andi og tilvera þess tíma. Það að við séum öll til skiptis í búningsklefanum í dag er ekkert minna en frábært. Og á að vera algerlega eðlilegt í okkar samfélagi. Eðlilegur hluti af samveru fjölskyldunnar. Það að geta öll mætt í búningsklefann kemur ekki af sjálfu sér. Það þýðir að vinnutími er sveigjanlegur, að hlutverkaskipting heimilanna er að jafnast á milli kynja og kynslóða, að við viljum, þráum og óskum eftir að geta notið samvista við börnin okkar í daglega lífinu og leggjum talsvert á okkur til að svo geti verið. Jafnrétti, sveigjanleiki og fjölbreytni er ávísun á heilbrigt atvinnulíf og á sér margar birtingarmyndir. Búningsklefinn er ánægjulegt dæmi um að við erum á réttri leið sem samfélag. Höfundur er ritari stjórnar FKA, í eigin rekstri og fjögurra barna móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Sigríður Hrund Pétursdóttir Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Sjá meira
Við sitjum saman og bíðum eftir börnunum okkar inni í búningsklefa. Sum okkar lokkast í símann, önnur spjalla saman, en alltaf eru nokkur sem sitja bara og lygna aftur augunum og njóta augnabliksins. Svo birtast börnin – rjóð eftir fimleikaæfinguna og glöð að sjá okkur. Himinlifandi að það sé fullorðinn elskandi einstaklingur að verja tímanum í samveruna. Umhyggjuna. Spjallið á meðan verið er að klæða sig í fötin, fá sér vatn að drekka í vatnshananum, finna út úr reimunum og berjast við rokið á leiðinni út í bíl. Það sem er ánægjulegast við þessa lýsingu er hið ósagða. Við erum nefninlega afar, ömmur, pabbar, mömmur, frændur og frænkur allt í bland. Bæði kynin á öllum aldri.0 Fyrir rúmum áratug og fyrr sást ekki pabbi eða afi á svæðinu. Umönnun í búningsklefanum var öll í höndum kvenna. Þeir mættu þegar var sýning eða keppni, en sjaldan í daglegu amstri. Það var bara andi og tilvera þess tíma. Það að við séum öll til skiptis í búningsklefanum í dag er ekkert minna en frábært. Og á að vera algerlega eðlilegt í okkar samfélagi. Eðlilegur hluti af samveru fjölskyldunnar. Það að geta öll mætt í búningsklefann kemur ekki af sjálfu sér. Það þýðir að vinnutími er sveigjanlegur, að hlutverkaskipting heimilanna er að jafnast á milli kynja og kynslóða, að við viljum, þráum og óskum eftir að geta notið samvista við börnin okkar í daglega lífinu og leggjum talsvert á okkur til að svo geti verið. Jafnrétti, sveigjanleiki og fjölbreytni er ávísun á heilbrigt atvinnulíf og á sér margar birtingarmyndir. Búningsklefinn er ánægjulegt dæmi um að við erum á réttri leið sem samfélag. Höfundur er ritari stjórnar FKA, í eigin rekstri og fjögurra barna móðir.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun