Þakklæti efst í huga í dag Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. nóvember 2019 19:00 Þakklæti til viðbragðsaðila er efst í huga konu sem missti tveggja ára bróður sinn í umferðarslysi og á systur sem slasaðist alvarlega í umferðinni. Árleg alþjóðleg minningarathögn um fórnarlömb umferðarslysa var haldin við þyrlupall bráðamóttöku Landspítalans í dag. Fimm hafa látist í umferðarslysum hér á landi í ár. Þetta er áttunda árið þar sem athöfnin fer fram hér á landi og fórnarlamba umferðarslysa er minnst. Sambærilegar athafnir voru haldnar víða um land í dag og einnig víða um heim á vegum Sameinuðu þjóðanna sem hafa tileinkað þriðja sunnudegi í nóvember þessari minningu. Athöfnin í Fossvogi byrjaði á því að þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við spítalann. Sú hefð hefur skapast hér á landi að heiðra þær starfsstéttir sem sinna björgun og aðhlynningu þegar umferðarslys verða. Dagurinn hér á landi er þannig bæði tileinkaður viðbragðsaðilum, fórnarlömbum og aðstandendum þeirra.Fimm látist í ár Frá fyrsta skráða umferðarslysinu árið 1915 hafa 1573 látist í umferðinni á Íslandi. Þegar athöfnin var haldin á sama tíma í fyrra höfðu þrettán manns látið lífið það ár. Fimm hafa látist í ár. „Það eru fimm of margir þrátt fyrir að umferðarslysin séu færri í ár. Við eigum aldrei að þurfa að sætta okkur við slys,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra sem hélt erindi á athöfninni. Að meðaltali slasist árlega 178 manns alvarlega í umferðinni hér á landi. Slysin séu eitt af þurftarfrekustu heilbrigðisvandamálum þjóðarinnar og kosti samfélagið mikla fjármuni og vinnu. „Þá eru ótaldar allar sálarkvalirnar, sorgin og vonbrigðin sem eru óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að fólki í blóma lífsins er skyndilega kippt í burtu eða það svipt færninni til þess að lifa og starfa með eðlilegum hætti,“ sagði Sigurður Ingi. Þakklæti efst í huga Ásu Ása Ottesen missti tveggja ára gamlan bróður sinn í umferðarslysi árið 1997 og í sumar slasaðist systir hennar alvarlega í umferðarslysi. Þakklæti er henni efst í huga í dag. „Til allra sem komu að slysstað og allra sem koma að aðhlynningu sjúklinga og öllu þessu frábæra teymi sem tekur utan um fólk. Sjúklinga og aðstandendur,“ segir Ása. Hún segir aðskilað akstursstefna líkalega hafa geta komið í veg fyrir slysin sem systir hennar og bróðir lentu í. Litli bróðir hennar lenti í árekstri þegar tvær bifreiðar sem ekið var í gagnstæða átt rákust saman og systir hennar þegar hún ætlaði sér að taka fram úr á sama tíma og önnur bifreið. „Ferðamönnum hefur fjölgað og mér finnst bara að það eigi að tvöfalda vegina þannig það sé ekki svona hættulegt að mæta bíl og að allir þurfi ekki að vera taka fram úr og annað. Allavega á þessum hættulegustu köfum,“ segir Ása. Samgöngur Samgönguslys Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Fleiri fréttir „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Sjá meira
Þakklæti til viðbragðsaðila er efst í huga konu sem missti tveggja ára bróður sinn í umferðarslysi og á systur sem slasaðist alvarlega í umferðinni. Árleg alþjóðleg minningarathögn um fórnarlömb umferðarslysa var haldin við þyrlupall bráðamóttöku Landspítalans í dag. Fimm hafa látist í umferðarslysum hér á landi í ár. Þetta er áttunda árið þar sem athöfnin fer fram hér á landi og fórnarlamba umferðarslysa er minnst. Sambærilegar athafnir voru haldnar víða um land í dag og einnig víða um heim á vegum Sameinuðu þjóðanna sem hafa tileinkað þriðja sunnudegi í nóvember þessari minningu. Athöfnin í Fossvogi byrjaði á því að þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við spítalann. Sú hefð hefur skapast hér á landi að heiðra þær starfsstéttir sem sinna björgun og aðhlynningu þegar umferðarslys verða. Dagurinn hér á landi er þannig bæði tileinkaður viðbragðsaðilum, fórnarlömbum og aðstandendum þeirra.Fimm látist í ár Frá fyrsta skráða umferðarslysinu árið 1915 hafa 1573 látist í umferðinni á Íslandi. Þegar athöfnin var haldin á sama tíma í fyrra höfðu þrettán manns látið lífið það ár. Fimm hafa látist í ár. „Það eru fimm of margir þrátt fyrir að umferðarslysin séu færri í ár. Við eigum aldrei að þurfa að sætta okkur við slys,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra sem hélt erindi á athöfninni. Að meðaltali slasist árlega 178 manns alvarlega í umferðinni hér á landi. Slysin séu eitt af þurftarfrekustu heilbrigðisvandamálum þjóðarinnar og kosti samfélagið mikla fjármuni og vinnu. „Þá eru ótaldar allar sálarkvalirnar, sorgin og vonbrigðin sem eru óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að fólki í blóma lífsins er skyndilega kippt í burtu eða það svipt færninni til þess að lifa og starfa með eðlilegum hætti,“ sagði Sigurður Ingi. Þakklæti efst í huga Ásu Ása Ottesen missti tveggja ára gamlan bróður sinn í umferðarslysi árið 1997 og í sumar slasaðist systir hennar alvarlega í umferðarslysi. Þakklæti er henni efst í huga í dag. „Til allra sem komu að slysstað og allra sem koma að aðhlynningu sjúklinga og öllu þessu frábæra teymi sem tekur utan um fólk. Sjúklinga og aðstandendur,“ segir Ása. Hún segir aðskilað akstursstefna líkalega hafa geta komið í veg fyrir slysin sem systir hennar og bróðir lentu í. Litli bróðir hennar lenti í árekstri þegar tvær bifreiðar sem ekið var í gagnstæða átt rákust saman og systir hennar þegar hún ætlaði sér að taka fram úr á sama tíma og önnur bifreið. „Ferðamönnum hefur fjölgað og mér finnst bara að það eigi að tvöfalda vegina þannig það sé ekki svona hættulegt að mæta bíl og að allir þurfi ekki að vera taka fram úr og annað. Allavega á þessum hættulegustu köfum,“ segir Ása.
Samgöngur Samgönguslys Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Fleiri fréttir „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Sjá meira