Roger Stone sakfelldur fyrir að hafa logið að bandaríska þinginu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. nóvember 2019 13:37 Roger Stone fyrir utan dómshúsið. getty/Chip Somodevilla Roger Stone, ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, var á föstudag sakfelldur fyrir að hafa logið sjö sinnum að bandaríska þinginu, hindrað rannsókn og að hafa reynt að hafa áhrif á framburð vitna. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarspins. Dómurinn frétti af því að hann hafi logið til um það að hann hafi reynt að komast að því hvenær WikiLeaks hygðist birta gögn um tölvupóstsamskipti Hillary Clinton árið 2016. Kviðdómurinn kvað upp úrskurð sinn á föstudag eftir tveggja daga umræður í Washingtonborg. Stone gæti átt yfir höfði sér tuttugu ára fangelsisvist bara fyrir að hafa reynt að hafa áhrif á framburð vitna. Fyrir hvert og eitt hinna brotanna gæti hann áttátt yfir höfði sér fimm ára fangelsisvist. Dómurinn frétti af því að Stone hafi logið í september 2017 þegar hann bar vitni í rannsókn neðri deildar Bandaríkjaþings á meintum afskiptum Rússa á forsetakosningum Bandaríkjanna ári áður. Þá var hann spurður út í birtingu WikiLeaks á gögnum um Clinton sem var mótherji Trumps í forsetakosningunum. Eftir að dómsúrskurðurinn var kveðinn upp á föstudag hélt Trump því fram að Stone hafi verið fórnarlamb „tvískinnungs,“ og sagði að meðal annarra hafi Hillary Clinton og fyrrverandi yfirmenn löggæslunnar og leyniþjónustunnar líka logið þegar þau báru vitni fyrir þinginu.....A double standard like never seen before in the history of our Country? — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 15, 2019 Þá var John Podesta, einn kosningastjóra Clinton kosningaherferðarinnar, heldur sáttur með niðurstöðu dómsins.Just about to take off on a long transatlantic flight in a middle coach seat. I think I will just sit back, relax, and enjoy it:https://t.co/JkvyMZRx7j — John Podesta (@johnpodesta) November 15, 2019 Stone er sjötti aðstoðarmaður- eða ráðgjafi Trumps sem hefur verið sakfelldur í sakamáli í kjölfar þess að skýrsla Roberts Mueller var gerð opinber. Dómurinn komst að því að Stone hafi meðal annars logið til um samtöl sín við starfsmenn Trump-kosningabaráttunnar og meinta milligöngu sína við WikiLeaks í ágúst 2016. Þá hafi hann einnig logið til um tilveru ákveðinna SMS skilaboða og tölvupósta. Saksóknari sagði við dóminn að Stone hafi logið til að venda ímynd Trumps. Stone hélt því sjálfur fram að verið væri að sækja málið gegn honum í pólitískum tilgangi. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump rifjar upp Mueller-æfingarnar Orð og setningar eins og nornaveiðar, hneyksli, forsetaáreiti, "það hefur aldrei verið komið jafn illa fram við forseta“ og "þetta má ekki gerast aftur“, eru farin að birtast í miklu magni á Twitter-síðu Trump og í yfirlýsingum hans til fjölmiðla. 27. september 2019 17:15 Vildi að dómsmálaráðherrann hreinsaði sig af sök Eftir að Hvíta húsið birti minnisblað um umdeilt símtal Trump við Úkraínuforseta vildi forsetinn að dómsmálaráðherrann héldi blaðamannafund þar sem hann segði ekkert ólöglegt hafa átt sér stað í símtalinu. 7. nóvember 2019 07:39 Skipað að afhenda óritskoðaða skýrslu Muellers Alríkisdómari staðfesti í dag lögmæti rannsóknar demókrata á því hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi framið embættisbrot. 25. október 2019 23:33 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Sjá meira
Roger Stone, ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, var á föstudag sakfelldur fyrir að hafa logið sjö sinnum að bandaríska þinginu, hindrað rannsókn og að hafa reynt að hafa áhrif á framburð vitna. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarspins. Dómurinn frétti af því að hann hafi logið til um það að hann hafi reynt að komast að því hvenær WikiLeaks hygðist birta gögn um tölvupóstsamskipti Hillary Clinton árið 2016. Kviðdómurinn kvað upp úrskurð sinn á föstudag eftir tveggja daga umræður í Washingtonborg. Stone gæti átt yfir höfði sér tuttugu ára fangelsisvist bara fyrir að hafa reynt að hafa áhrif á framburð vitna. Fyrir hvert og eitt hinna brotanna gæti hann áttátt yfir höfði sér fimm ára fangelsisvist. Dómurinn frétti af því að Stone hafi logið í september 2017 þegar hann bar vitni í rannsókn neðri deildar Bandaríkjaþings á meintum afskiptum Rússa á forsetakosningum Bandaríkjanna ári áður. Þá var hann spurður út í birtingu WikiLeaks á gögnum um Clinton sem var mótherji Trumps í forsetakosningunum. Eftir að dómsúrskurðurinn var kveðinn upp á föstudag hélt Trump því fram að Stone hafi verið fórnarlamb „tvískinnungs,“ og sagði að meðal annarra hafi Hillary Clinton og fyrrverandi yfirmenn löggæslunnar og leyniþjónustunnar líka logið þegar þau báru vitni fyrir þinginu.....A double standard like never seen before in the history of our Country? — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 15, 2019 Þá var John Podesta, einn kosningastjóra Clinton kosningaherferðarinnar, heldur sáttur með niðurstöðu dómsins.Just about to take off on a long transatlantic flight in a middle coach seat. I think I will just sit back, relax, and enjoy it:https://t.co/JkvyMZRx7j — John Podesta (@johnpodesta) November 15, 2019 Stone er sjötti aðstoðarmaður- eða ráðgjafi Trumps sem hefur verið sakfelldur í sakamáli í kjölfar þess að skýrsla Roberts Mueller var gerð opinber. Dómurinn komst að því að Stone hafi meðal annars logið til um samtöl sín við starfsmenn Trump-kosningabaráttunnar og meinta milligöngu sína við WikiLeaks í ágúst 2016. Þá hafi hann einnig logið til um tilveru ákveðinna SMS skilaboða og tölvupósta. Saksóknari sagði við dóminn að Stone hafi logið til að venda ímynd Trumps. Stone hélt því sjálfur fram að verið væri að sækja málið gegn honum í pólitískum tilgangi.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump rifjar upp Mueller-æfingarnar Orð og setningar eins og nornaveiðar, hneyksli, forsetaáreiti, "það hefur aldrei verið komið jafn illa fram við forseta“ og "þetta má ekki gerast aftur“, eru farin að birtast í miklu magni á Twitter-síðu Trump og í yfirlýsingum hans til fjölmiðla. 27. september 2019 17:15 Vildi að dómsmálaráðherrann hreinsaði sig af sök Eftir að Hvíta húsið birti minnisblað um umdeilt símtal Trump við Úkraínuforseta vildi forsetinn að dómsmálaráðherrann héldi blaðamannafund þar sem hann segði ekkert ólöglegt hafa átt sér stað í símtalinu. 7. nóvember 2019 07:39 Skipað að afhenda óritskoðaða skýrslu Muellers Alríkisdómari staðfesti í dag lögmæti rannsóknar demókrata á því hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi framið embættisbrot. 25. október 2019 23:33 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Sjá meira
Trump rifjar upp Mueller-æfingarnar Orð og setningar eins og nornaveiðar, hneyksli, forsetaáreiti, "það hefur aldrei verið komið jafn illa fram við forseta“ og "þetta má ekki gerast aftur“, eru farin að birtast í miklu magni á Twitter-síðu Trump og í yfirlýsingum hans til fjölmiðla. 27. september 2019 17:15
Vildi að dómsmálaráðherrann hreinsaði sig af sök Eftir að Hvíta húsið birti minnisblað um umdeilt símtal Trump við Úkraínuforseta vildi forsetinn að dómsmálaráðherrann héldi blaðamannafund þar sem hann segði ekkert ólöglegt hafa átt sér stað í símtalinu. 7. nóvember 2019 07:39
Skipað að afhenda óritskoðaða skýrslu Muellers Alríkisdómari staðfesti í dag lögmæti rannsóknar demókrata á því hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi framið embættisbrot. 25. október 2019 23:33