Skorar á KSÍ að kvarta formlega undan framgöngu Tyrkja Eiður Þór Árnason skrifar 16. nóvember 2019 11:44 Sigríður Andersen ræddi málið í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni. Vísir/Vilhelm Sigríður Andersen, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, skorar á KSÍ að kvarta formlega undan framgöngu tyrkneskra stuðningsmanna á landsleik Tyrkja og Íslendinga síðasta fimmtudag. Þar heyrðust stuðningmenn liðsins púa á íslensku leikmennina þegar þeir gengu inn á völlinn og á meðan íslenski þjóðsöngurinn var fluttur. Sigríður tók undir með þáttastjórnendum í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni að þetta hafi verið hinn argasti dónaskapur að hálfu Tyrkja. Hún telur þó ekki vera tilefni til þess að utanríkismálanefnd eða utanríkisþjónustan aðhafist eitthvað í málinu og nefnir í því samhengi símtal tyrkneska utanríkisráðherrans í kjölfar uppþvottaburstamálsins víðfræga.Málið eigi ekki heima á vettvangi utanríkismálanefndar „Mér fannst það á þeim tíma fulldjúpt í árina tekið, já eða svona full alvarlega tekið af þessum utanríkisráðherra ágæta að blanda sér inn í það mál þannig ég er nú ekki viss kannski að þessi mál eigi heima á svona formlegum vettvangi eins og þeim,“ segir Sigríður. Hún segist frekar gera ráð fyrir því að málið verði tekið upp á vettvangi UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu. „Ég trúi nú ekki öðru en að KSÍ hafi að minnsta kosti frumkvæði að því, ef það er ekki þegar búið að taka eitthvað frumkvæði að því að hálfu sjálfs UEFA.“ Sigríður telur því að KSÍ eigi að beita sér fyrir því að málið verði tekið upp að hálfu UEFA. „Mér finnst sjálfsagt að það sé gert og myndi styðja þá í því og hvet þá til þess að gera það.“ Íslendingar erlendis Reykjavík síðdegis Tyrkland Tengdar fréttir Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 0-0 | Millimetrum frá því að senda stressaða Tyrki á gervigrasið í Andorra Ísland gerði markalaust jafntefli við Tyrkland í Istanbúl í næstsíðasta leik sínum í H-riðli undankeppni EM 2020. Tyrkir eru komnir á EM en Íslendingar fara í umspil um sæti á EM á næsta ári. 14. nóvember 2019 19:45 Íslenska landsliðið lendir í Istanbul eftir hádegi Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu lendir í Istanbul rúmum þremur tímum fyrir einu æfingu sína á Türk Telekom leikvanginum. 13. nóvember 2019 09:00 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Sigríður Andersen, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, skorar á KSÍ að kvarta formlega undan framgöngu tyrkneskra stuðningsmanna á landsleik Tyrkja og Íslendinga síðasta fimmtudag. Þar heyrðust stuðningmenn liðsins púa á íslensku leikmennina þegar þeir gengu inn á völlinn og á meðan íslenski þjóðsöngurinn var fluttur. Sigríður tók undir með þáttastjórnendum í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni að þetta hafi verið hinn argasti dónaskapur að hálfu Tyrkja. Hún telur þó ekki vera tilefni til þess að utanríkismálanefnd eða utanríkisþjónustan aðhafist eitthvað í málinu og nefnir í því samhengi símtal tyrkneska utanríkisráðherrans í kjölfar uppþvottaburstamálsins víðfræga.Málið eigi ekki heima á vettvangi utanríkismálanefndar „Mér fannst það á þeim tíma fulldjúpt í árina tekið, já eða svona full alvarlega tekið af þessum utanríkisráðherra ágæta að blanda sér inn í það mál þannig ég er nú ekki viss kannski að þessi mál eigi heima á svona formlegum vettvangi eins og þeim,“ segir Sigríður. Hún segist frekar gera ráð fyrir því að málið verði tekið upp á vettvangi UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu. „Ég trúi nú ekki öðru en að KSÍ hafi að minnsta kosti frumkvæði að því, ef það er ekki þegar búið að taka eitthvað frumkvæði að því að hálfu sjálfs UEFA.“ Sigríður telur því að KSÍ eigi að beita sér fyrir því að málið verði tekið upp að hálfu UEFA. „Mér finnst sjálfsagt að það sé gert og myndi styðja þá í því og hvet þá til þess að gera það.“
Íslendingar erlendis Reykjavík síðdegis Tyrkland Tengdar fréttir Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 0-0 | Millimetrum frá því að senda stressaða Tyrki á gervigrasið í Andorra Ísland gerði markalaust jafntefli við Tyrkland í Istanbúl í næstsíðasta leik sínum í H-riðli undankeppni EM 2020. Tyrkir eru komnir á EM en Íslendingar fara í umspil um sæti á EM á næsta ári. 14. nóvember 2019 19:45 Íslenska landsliðið lendir í Istanbul eftir hádegi Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu lendir í Istanbul rúmum þremur tímum fyrir einu æfingu sína á Türk Telekom leikvanginum. 13. nóvember 2019 09:00 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 0-0 | Millimetrum frá því að senda stressaða Tyrki á gervigrasið í Andorra Ísland gerði markalaust jafntefli við Tyrkland í Istanbúl í næstsíðasta leik sínum í H-riðli undankeppni EM 2020. Tyrkir eru komnir á EM en Íslendingar fara í umspil um sæti á EM á næsta ári. 14. nóvember 2019 19:45
Íslenska landsliðið lendir í Istanbul eftir hádegi Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu lendir í Istanbul rúmum þremur tímum fyrir einu æfingu sína á Türk Telekom leikvanginum. 13. nóvember 2019 09:00