Tíu heimsmeistarar í skák keppa á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. nóvember 2019 12:00 Veglegt mótsblað og afmælisblað Skákfélags Selfoss og nágrennis verður gefið út í tengslum við mótið. Skákfélag Selfoss og nágrennis Tíu heimsmeistarar í skák munu keppa á risa alþjóðlegri skákhátíð, sem hefst á Selfossi mánudagskvöldið 18. nóvember. Skákmótið er haldið í tilefni af 30 ára afmæli Skákfélags Selfoss og nágrennis (SSON) og heitir Ísey Skyr skákhátíðin á Selfossi og fer fram á Hótel Selfossi dagana 18. til 29. nóvember. Tíu heimsmeistarar, íslenskir og erlendir taka þátt í skákmótinu. Oddgeir Ágúst Ottesen er framkvæmdastjóri mótsins og félagi í Skákfélagi Selfoss og nágrennis sem fagnar eins og áður segir 30 ára afmæli. „Vegna þessa tímamóta þá ákvað stjórn Skákfélags Selfoss og nágrennis að halda mikla skákhátíð, alþjóðlega skákhátíð. Einn af aðal viðburðunum er heimsmeistaramót en þá bjóðum við tíu fyrrverandi heimsmeisturum til að koma og tefla á skákmótinu, allir við alla. Ein aðal hugsunin við það er að minnast þess að Íslendingar hafa eignast fjóra heimsmeistara í skák“, segir Oddgeir. Oddgeir segir mjög merkilegt að lítil þjóð eins og Ísland eigi fjóra heimsmeistara í skák. Þrír af þeim, Hannes Hlífar, Héðinn Steingrímsson og Helgi Áss Grétarsson, munu taka þátt í mótinu á Selfossi. Svo munu sjö heimsmeistarar frá fjórum heimsálfum koma á Selfoss til að taka þátt í mótinu, þar af tvær konur, Dinara Saduakassova frá Kazakstan, sem er þrefaldur heimsmeistari og Sarasadat Khademalsharie frá Íran, sem er með þeim allra bestu. Oddgeir Ágúst Ottesen er framkvæmdastjóri mótsins.EinkasafnEn er ekki gaman að undirbúa og taka þátt í svona stóru skákmóti? „Jú, það er gaman en það er líka mjög mikil vinna. Við gefum út veglegt afmælisblað með skemmtilegum greinum, m.a. viðtal við Friðrik Ólafsson og viðtal við keppendur og margar, margar áhugaverðar greinar í því“. Samhliða mótinu verður Suðurlandsmeistaramót í Skák haldið þar sem keppt verður um glæsilegan farandbikar, sem Sigga á Grund, útskurðarmeistari hefur skorið út. Einnig verður haldið málþing um stöðu skákíþróttarinnar. Oddgeir segir að allir séu velkomnir að fylgjast með mótinu á Hótel Selfossi og þar verði reglulega skákskýringar. Skákfélag Selfoss og nágrennis fagnar 30 ára afmæli þessa dagana. Formaður félagsins er Björgvin S. Guðmundsson.Skákmótið fer fram á Hótel Selfossi þar sem allir eru velkomnir að mæta til að fylgjast með mótinu. Árborg Skák Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Tíu heimsmeistarar í skák munu keppa á risa alþjóðlegri skákhátíð, sem hefst á Selfossi mánudagskvöldið 18. nóvember. Skákmótið er haldið í tilefni af 30 ára afmæli Skákfélags Selfoss og nágrennis (SSON) og heitir Ísey Skyr skákhátíðin á Selfossi og fer fram á Hótel Selfossi dagana 18. til 29. nóvember. Tíu heimsmeistarar, íslenskir og erlendir taka þátt í skákmótinu. Oddgeir Ágúst Ottesen er framkvæmdastjóri mótsins og félagi í Skákfélagi Selfoss og nágrennis sem fagnar eins og áður segir 30 ára afmæli. „Vegna þessa tímamóta þá ákvað stjórn Skákfélags Selfoss og nágrennis að halda mikla skákhátíð, alþjóðlega skákhátíð. Einn af aðal viðburðunum er heimsmeistaramót en þá bjóðum við tíu fyrrverandi heimsmeisturum til að koma og tefla á skákmótinu, allir við alla. Ein aðal hugsunin við það er að minnast þess að Íslendingar hafa eignast fjóra heimsmeistara í skák“, segir Oddgeir. Oddgeir segir mjög merkilegt að lítil þjóð eins og Ísland eigi fjóra heimsmeistara í skák. Þrír af þeim, Hannes Hlífar, Héðinn Steingrímsson og Helgi Áss Grétarsson, munu taka þátt í mótinu á Selfossi. Svo munu sjö heimsmeistarar frá fjórum heimsálfum koma á Selfoss til að taka þátt í mótinu, þar af tvær konur, Dinara Saduakassova frá Kazakstan, sem er þrefaldur heimsmeistari og Sarasadat Khademalsharie frá Íran, sem er með þeim allra bestu. Oddgeir Ágúst Ottesen er framkvæmdastjóri mótsins.EinkasafnEn er ekki gaman að undirbúa og taka þátt í svona stóru skákmóti? „Jú, það er gaman en það er líka mjög mikil vinna. Við gefum út veglegt afmælisblað með skemmtilegum greinum, m.a. viðtal við Friðrik Ólafsson og viðtal við keppendur og margar, margar áhugaverðar greinar í því“. Samhliða mótinu verður Suðurlandsmeistaramót í Skák haldið þar sem keppt verður um glæsilegan farandbikar, sem Sigga á Grund, útskurðarmeistari hefur skorið út. Einnig verður haldið málþing um stöðu skákíþróttarinnar. Oddgeir segir að allir séu velkomnir að fylgjast með mótinu á Hótel Selfossi og þar verði reglulega skákskýringar. Skákfélag Selfoss og nágrennis fagnar 30 ára afmæli þessa dagana. Formaður félagsins er Björgvin S. Guðmundsson.Skákmótið fer fram á Hótel Selfossi þar sem allir eru velkomnir að mæta til að fylgjast með mótinu.
Árborg Skák Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira