Veggjöld nýtt til framkvæmda Sighvatur Arnmundsson skrifar 16. nóvember 2019 07:30 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. vísir/vilhelm „Þetta er unnið á grundvelli gildandi samgönguáætlunar þar sem var samþykkt að skoða fjölbreyttar leiðir við fjármögnun stórra framkvæmda,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um drög að frumvarpi um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir. Frumvarpið hefur nú verið kynnt í samráðsgátt stjórnvalda en samkvæmt því fær Vegagerðin heimild til að ganga til samninga við einkaaðila um samvinnuverkefni vegna sex tiltekinna vegaframkvæmda. Þau verkefni sem um ræðir eru hringvegur norðaustan Selfoss og brú á Ölfusá, hringvegur um Hornafjarðarfljót, Axarvegur, tvöföldun Hvalfjarðarganga, hringvegur um Mýrdal og jarðgöng í Reynisfjalli og Sundabraut. Samkvæmt samgönguáætlun er gert ráð fyrir að veggjöld standi undir helmingi fjármögnunar vegar um Hornafjarðarfljót og Axarveg. Hinar fjórar framkvæmdirnar yrðu hins vegar fjármagnaðar að fullu með veggjöldum. Skal gjaldtaka ekki hefjast fyrr en opnað hefur verið fyrir umferð um viðkomandi umferðarmannvirki. Þá skal gjaldtakan ekki standa lengur en í 30 ár. Sigurður Ingi segir að þau verkefni sem um ræðir séu valin út frá þeim skilyrðum að önnur leið sé í boði, þau séu skýr og afmörkuð og það sé þrýstingur um að þeim sé flýtt þótt þeim hafi ekki verið forgangsraðað í samgönguáætlun. „Ein af forsendunum fyrir svona gjaldtöku er að það sé raunverulegur ávinningur í því að fara styttinguna eða nýju leiðina. Þú fáir fjárhagslegan ávinning þó svo þú greiðir.“ Of snemmt sé hins vegar að segja til um fjárhæð veggjaldanna. Sigurður Ingi segir að auðvitað hefði verið hægt að fara þá leið að smíða almennt frumvarp um samvinnuverkefni þar sem engin verkefni væru tilgreind. „Þá værum við hins vegar komin í þá stöðu að það væri verið að taka mjög stórar ákvarðanir án aðkomu Alþingis. Þessi leið er lýðræðislegri og þingið getur auðvitað bætt við framkvæmdum eða fækkað þeim.“ Þá þurfi að huga vel að tímasetningu verkefnanna, sérstaklega í tengslum við samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. „En það góða við þessi sex verkefni er að þau spanna svolítið stóran hluta af landinu. Dreifingin gæti þannig orðið ágæt og þau eru líka af mismunandi stærðargráðu.“ Aðspurður segist Sigurður Ingi bjartsýnn á að áhugasamir fjárfestar finnist til að koma að umræddum framkvæmdum. „Það hafa margir komið niður í ráðuneyti alveg frá því við fórum að viðra svona hugmyndir og lýst yfir áhuga sínum.“ Frumvarpsdrögin verða nú í umsagnarferli til 28. nóvember. Sigurður Ingi segist reikna með því að unnið verði hratt og vel úr þeim og málið komist inn á þingið fyrir jól. Árborg Birtist í Fréttablaðinu Djúpivogur Hornafjörður Hvalfjarðargöng Reykjavík Samgöngur Vegtollar Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
„Þetta er unnið á grundvelli gildandi samgönguáætlunar þar sem var samþykkt að skoða fjölbreyttar leiðir við fjármögnun stórra framkvæmda,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um drög að frumvarpi um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir. Frumvarpið hefur nú verið kynnt í samráðsgátt stjórnvalda en samkvæmt því fær Vegagerðin heimild til að ganga til samninga við einkaaðila um samvinnuverkefni vegna sex tiltekinna vegaframkvæmda. Þau verkefni sem um ræðir eru hringvegur norðaustan Selfoss og brú á Ölfusá, hringvegur um Hornafjarðarfljót, Axarvegur, tvöföldun Hvalfjarðarganga, hringvegur um Mýrdal og jarðgöng í Reynisfjalli og Sundabraut. Samkvæmt samgönguáætlun er gert ráð fyrir að veggjöld standi undir helmingi fjármögnunar vegar um Hornafjarðarfljót og Axarveg. Hinar fjórar framkvæmdirnar yrðu hins vegar fjármagnaðar að fullu með veggjöldum. Skal gjaldtaka ekki hefjast fyrr en opnað hefur verið fyrir umferð um viðkomandi umferðarmannvirki. Þá skal gjaldtakan ekki standa lengur en í 30 ár. Sigurður Ingi segir að þau verkefni sem um ræðir séu valin út frá þeim skilyrðum að önnur leið sé í boði, þau séu skýr og afmörkuð og það sé þrýstingur um að þeim sé flýtt þótt þeim hafi ekki verið forgangsraðað í samgönguáætlun. „Ein af forsendunum fyrir svona gjaldtöku er að það sé raunverulegur ávinningur í því að fara styttinguna eða nýju leiðina. Þú fáir fjárhagslegan ávinning þó svo þú greiðir.“ Of snemmt sé hins vegar að segja til um fjárhæð veggjaldanna. Sigurður Ingi segir að auðvitað hefði verið hægt að fara þá leið að smíða almennt frumvarp um samvinnuverkefni þar sem engin verkefni væru tilgreind. „Þá værum við hins vegar komin í þá stöðu að það væri verið að taka mjög stórar ákvarðanir án aðkomu Alþingis. Þessi leið er lýðræðislegri og þingið getur auðvitað bætt við framkvæmdum eða fækkað þeim.“ Þá þurfi að huga vel að tímasetningu verkefnanna, sérstaklega í tengslum við samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. „En það góða við þessi sex verkefni er að þau spanna svolítið stóran hluta af landinu. Dreifingin gæti þannig orðið ágæt og þau eru líka af mismunandi stærðargráðu.“ Aðspurður segist Sigurður Ingi bjartsýnn á að áhugasamir fjárfestar finnist til að koma að umræddum framkvæmdum. „Það hafa margir komið niður í ráðuneyti alveg frá því við fórum að viðra svona hugmyndir og lýst yfir áhuga sínum.“ Frumvarpsdrögin verða nú í umsagnarferli til 28. nóvember. Sigurður Ingi segist reikna með því að unnið verði hratt og vel úr þeim og málið komist inn á þingið fyrir jól.
Árborg Birtist í Fréttablaðinu Djúpivogur Hornafjörður Hvalfjarðargöng Reykjavík Samgöngur Vegtollar Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira