Aðgengi barna að skólasálfræðingum ábótavant Kolbrún Baldursdóttir skrifar 15. nóvember 2019 20:42 Meira en ár er liðið síðan ég lagði fram tillögu í borgarstjórn um að sálfræðingum yrði fjölgað í skólum og að þeir hefðu aðsetur í skólunum sjálfum en ekki á þjónustumiðstöðvum eins og nú er. Þetta er jafnframt skýr ósk skólastjóra. Aðgengi að sálfræðingum inni í skólunum er eitt þeirra úrræða sem gæti komið skólunum best. Ef aðsetur skólasálfræðinga væri í skólunum væri aðgengi barna að þeim mun ríkulegra auk þess sem þeir gætu betur sinnt foreldrum og kennurum, handleiðslu og fræðslu eftir þörfum. Tillagan var felld í skóla- og frístundaráði. Gerð var önnur tilraun til að auka aðgengi barna að skólasálfræðingum og lögð fram tillaga um að börn skuli hafa biðlistalaust aðgengi að skólasálfræðingi sínum. Sú tillaga fór sömu leið. Í lögum segir að skólasálfræðingur skuli vera í hverjum grunnskóla og að börn skuli hafa aðgang að sérfræðiþjónustu þar á meðal sálfræðiþjónustu. Skýrsla innri endurskoðunar um úthlutun fjárhagsramma til grunnskóla kom út í júlí s.l. Í skýrslunni kemur einnig fram að skólastjórnendur hafa ítrekað kallað eftir sálfræðingum inn í skólana. Aukin þjónusta sálfræðinga í skólum myndi styðja við börnin sem njóta hennar og styrkja þau í náminu. Auk þess myndi hún draga úr álagi á kennara sem er mikið, svo mikið að það leiðir jafnvel til veikinda eða kulnunar í starfi hjá sumum. Nauðsynleg þjónusta háð efnahag foreldra Biðlistar eftir þjónustu eru orðnir eins og eitthvað lögmál í borginni, rótgróið mein sem hvorki síðasti meirihluti né þessi virðist ætla að vinna á. Biðlistar eftir þjónustu sálfræðinga eru mjög langir í Reykjavík og í fjölmörgum tilfellum hafa börn sem nauðsynlega hafa þurft sálfræðiþjónustu, eða greiningu sem aðeins sálfræðingar mega framkvæma, ekki fengið slíka þjónustu á grunnskólaárum sínum. Margir foreldrar hafa gefist upp á biðinni og þeir sem hafa efni á því fara á einkastofur til að fá svokallaða frumgreiningu fyrir börn sín. Fyrir börn sem þurfa nánari greiningu sem aðeins stofnanir ríkisins veita þarf “frumgreining” að liggja fyrir. Öðruvísi kemst barn ekki að, t.d. á Þroska og hegðunarmiðstöð eða Barna- og unglingageðdeild. Verra er með þá foreldra sem ekki hafa efni á að kaupa greiningu hjá sálfræðingi á einkastofu. Eins og skilja má eiga ekki allir foreldrar þess kost að fjármagna slíkt og því sitja börnin ekki við sama borð þegar kemur að þjónustu sem þau þarfnast hjá skólasálfræðingi. Börn efnaminni foreldra þurfa að bíða eftir að röðin kemur að þeim. Sú bið getur verið mánuðir eða jafnvel ár. Sálfræðiþjónusta, þar með taldar nauðsynlegar greiningar barna, eiga auðvitað aldrei að vera háð efnahagi foreldra. Kvíði barna hefur farið vaxandi og sama á við um sjálfsskaði og þunglyndi. Orsakir fyrir vaxandi vanlíðan geta verið margar og flóknar sem segir enn frekar til um hversu mikilvægt það er að börn og foreldrar hafi greiðan aðgang að sálfræðingum og fái almennt séð alla þá þjónustu sem þeim vanhagar um án þess að þurfa að bíða mánuðum saman. Nærtækast er að fara til skólasálfræðinga en heilsugæslustöðvar bjóða líka upp á sálfræðiþjónustu. Til heilsugæslusálfræðinga eru einnig biðlistar en þó mislangir. Eins og fyrirkomulagið er núna með skólasálfræðingana er kerfið flókið. Þjónustumiðstöðvar eru millistykki sem auka fjarlægðina milli barnanna og skólasálfræðinganna. Skólasálfræðingar eiga að vera raunverulegur hluta af starfsliði skólanna og hafa aðsetur aðeins í skólunum. Áfram geta þeir engu að síður tekið þátt í þverfaglegu samstarfi við aðra fagaðila eftir atvikum m.a. þeirra sem eru á þjónustumiðstöðvunum.Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Kolbrún Baldursdóttir Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Sjá meira
Meira en ár er liðið síðan ég lagði fram tillögu í borgarstjórn um að sálfræðingum yrði fjölgað í skólum og að þeir hefðu aðsetur í skólunum sjálfum en ekki á þjónustumiðstöðvum eins og nú er. Þetta er jafnframt skýr ósk skólastjóra. Aðgengi að sálfræðingum inni í skólunum er eitt þeirra úrræða sem gæti komið skólunum best. Ef aðsetur skólasálfræðinga væri í skólunum væri aðgengi barna að þeim mun ríkulegra auk þess sem þeir gætu betur sinnt foreldrum og kennurum, handleiðslu og fræðslu eftir þörfum. Tillagan var felld í skóla- og frístundaráði. Gerð var önnur tilraun til að auka aðgengi barna að skólasálfræðingum og lögð fram tillaga um að börn skuli hafa biðlistalaust aðgengi að skólasálfræðingi sínum. Sú tillaga fór sömu leið. Í lögum segir að skólasálfræðingur skuli vera í hverjum grunnskóla og að börn skuli hafa aðgang að sérfræðiþjónustu þar á meðal sálfræðiþjónustu. Skýrsla innri endurskoðunar um úthlutun fjárhagsramma til grunnskóla kom út í júlí s.l. Í skýrslunni kemur einnig fram að skólastjórnendur hafa ítrekað kallað eftir sálfræðingum inn í skólana. Aukin þjónusta sálfræðinga í skólum myndi styðja við börnin sem njóta hennar og styrkja þau í náminu. Auk þess myndi hún draga úr álagi á kennara sem er mikið, svo mikið að það leiðir jafnvel til veikinda eða kulnunar í starfi hjá sumum. Nauðsynleg þjónusta háð efnahag foreldra Biðlistar eftir þjónustu eru orðnir eins og eitthvað lögmál í borginni, rótgróið mein sem hvorki síðasti meirihluti né þessi virðist ætla að vinna á. Biðlistar eftir þjónustu sálfræðinga eru mjög langir í Reykjavík og í fjölmörgum tilfellum hafa börn sem nauðsynlega hafa þurft sálfræðiþjónustu, eða greiningu sem aðeins sálfræðingar mega framkvæma, ekki fengið slíka þjónustu á grunnskólaárum sínum. Margir foreldrar hafa gefist upp á biðinni og þeir sem hafa efni á því fara á einkastofur til að fá svokallaða frumgreiningu fyrir börn sín. Fyrir börn sem þurfa nánari greiningu sem aðeins stofnanir ríkisins veita þarf “frumgreining” að liggja fyrir. Öðruvísi kemst barn ekki að, t.d. á Þroska og hegðunarmiðstöð eða Barna- og unglingageðdeild. Verra er með þá foreldra sem ekki hafa efni á að kaupa greiningu hjá sálfræðingi á einkastofu. Eins og skilja má eiga ekki allir foreldrar þess kost að fjármagna slíkt og því sitja börnin ekki við sama borð þegar kemur að þjónustu sem þau þarfnast hjá skólasálfræðingi. Börn efnaminni foreldra þurfa að bíða eftir að röðin kemur að þeim. Sú bið getur verið mánuðir eða jafnvel ár. Sálfræðiþjónusta, þar með taldar nauðsynlegar greiningar barna, eiga auðvitað aldrei að vera háð efnahagi foreldra. Kvíði barna hefur farið vaxandi og sama á við um sjálfsskaði og þunglyndi. Orsakir fyrir vaxandi vanlíðan geta verið margar og flóknar sem segir enn frekar til um hversu mikilvægt það er að börn og foreldrar hafi greiðan aðgang að sálfræðingum og fái almennt séð alla þá þjónustu sem þeim vanhagar um án þess að þurfa að bíða mánuðum saman. Nærtækast er að fara til skólasálfræðinga en heilsugæslustöðvar bjóða líka upp á sálfræðiþjónustu. Til heilsugæslusálfræðinga eru einnig biðlistar en þó mislangir. Eins og fyrirkomulagið er núna með skólasálfræðingana er kerfið flókið. Þjónustumiðstöðvar eru millistykki sem auka fjarlægðina milli barnanna og skólasálfræðinganna. Skólasálfræðingar eiga að vera raunverulegur hluta af starfsliði skólanna og hafa aðsetur aðeins í skólunum. Áfram geta þeir engu að síður tekið þátt í þverfaglegu samstarfi við aðra fagaðila eftir atvikum m.a. þeirra sem eru á þjónustumiðstöðvunum.Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar