Veitir samþykki fyrir stóru hóteli í Þjórsárdal Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2019 13:45 Ætlunin er að reisa 5.000 fermetra hótelbyggingu og baðaðstöðu sem geti rúmað á bilinu 40-45 herbergi eða um hundrað gesti. vísir/vilhelm/BASALT ARKITEKTAR Forsætisráðherra hefur veitt samþykki sitt fyrir því að Skeiða- og Gnúpverjahreppur gangi til samninga við Rauðakamb ehf. um uppbyggingu hótels í hlíðum Rauðakambs í Þjórsárdal innan þjóðlendu sem nefnist Búrfells- og Skeljafellssvæði. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að ætlunin sé að reisa 5.000 fermetra hótelbyggingu og baðaðstöðu sem geti rúmað á bilinu 40 – 45 herbergi eða um hundrað gesti. „Mannvirkin eiga að vera felld að landslagi á smekklegan hátt og tryggt að umfang bygginga, húsagerð, form og litasamsetning verði í góðu samræmi við landslag og sérstöðu svæðisins. Mannvirkin verða fergjuð með efni af staðnum og valdir litir og efni í samræmi við nærumhverfi, auk þess sem ljósmengun verði lágmörkuð, einkum útilýsing. Þetta er í samræmi við leiðarljós sem fram koma í stefnu sem forsætisráðuneytið hefur sett um það hvernig standa skuli að uppbyggingu mannvirkja innan þjóðlendna. Einkum að virðing skuli borin fyrir náttúrulegu landslagi, gætt sé að óbyggðaupplifun við hönnun og staðsetningu mannvirkja, að þau falli að umhverfi og að hönnun þeirra sé látlaus, sérstaklega á viðkvæmum svæðum. Loks hefur ráðuneytið í samskiptum sínum við samningsaðila lagt áherslu á að leitast verði við að tryggja aðgengi almennings að þeirri aðstöðu sem boðið verður upp á á svæðinu og að verðlagning hennar verði eins sanngjörn og kostur er. Á það við um aðgengi að baðaðstöðu, veitingaþjónustu og gistiaðstöðu,“ segir í tilkynningunni.BASALT ARKITEKTARViðkvæmt svæði Í frétt Vísis frá í maí á síðasta ári segir að verkefnið sé í helmingseigu Íslenskra heilsulinda, dótturfélags Bláa lónsins, og frumkvöðlanna Magnúsar Orra Schram, Ellerts K. Schram og Ragnheiðar Bjarkar Sigurðardóttur. Sagði Magnús Orri að umgengni myndi miklu skipta á svæðinu .„Við erum mjög upptekin af því að þetta er mjög viðkvæmt svæði og við verðum að nálgast það af varúð.“ Ferðamennska á Íslandi Skeiða- og Gnúpverjahreppur Umhverfismál Tengdar fréttir Milljarða króna uppbygging í Þjórsárdal með fjallaböðum og hóteli inni í fjalli Markmiðið er að vinna með náttúrunni og bæta uppbyggingu innviða á svæðinu. 17. maí 2018 14:00 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Sjá meira
Forsætisráðherra hefur veitt samþykki sitt fyrir því að Skeiða- og Gnúpverjahreppur gangi til samninga við Rauðakamb ehf. um uppbyggingu hótels í hlíðum Rauðakambs í Þjórsárdal innan þjóðlendu sem nefnist Búrfells- og Skeljafellssvæði. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að ætlunin sé að reisa 5.000 fermetra hótelbyggingu og baðaðstöðu sem geti rúmað á bilinu 40 – 45 herbergi eða um hundrað gesti. „Mannvirkin eiga að vera felld að landslagi á smekklegan hátt og tryggt að umfang bygginga, húsagerð, form og litasamsetning verði í góðu samræmi við landslag og sérstöðu svæðisins. Mannvirkin verða fergjuð með efni af staðnum og valdir litir og efni í samræmi við nærumhverfi, auk þess sem ljósmengun verði lágmörkuð, einkum útilýsing. Þetta er í samræmi við leiðarljós sem fram koma í stefnu sem forsætisráðuneytið hefur sett um það hvernig standa skuli að uppbyggingu mannvirkja innan þjóðlendna. Einkum að virðing skuli borin fyrir náttúrulegu landslagi, gætt sé að óbyggðaupplifun við hönnun og staðsetningu mannvirkja, að þau falli að umhverfi og að hönnun þeirra sé látlaus, sérstaklega á viðkvæmum svæðum. Loks hefur ráðuneytið í samskiptum sínum við samningsaðila lagt áherslu á að leitast verði við að tryggja aðgengi almennings að þeirri aðstöðu sem boðið verður upp á á svæðinu og að verðlagning hennar verði eins sanngjörn og kostur er. Á það við um aðgengi að baðaðstöðu, veitingaþjónustu og gistiaðstöðu,“ segir í tilkynningunni.BASALT ARKITEKTARViðkvæmt svæði Í frétt Vísis frá í maí á síðasta ári segir að verkefnið sé í helmingseigu Íslenskra heilsulinda, dótturfélags Bláa lónsins, og frumkvöðlanna Magnúsar Orra Schram, Ellerts K. Schram og Ragnheiðar Bjarkar Sigurðardóttur. Sagði Magnús Orri að umgengni myndi miklu skipta á svæðinu .„Við erum mjög upptekin af því að þetta er mjög viðkvæmt svæði og við verðum að nálgast það af varúð.“
Ferðamennska á Íslandi Skeiða- og Gnúpverjahreppur Umhverfismál Tengdar fréttir Milljarða króna uppbygging í Þjórsárdal með fjallaböðum og hóteli inni í fjalli Markmiðið er að vinna með náttúrunni og bæta uppbyggingu innviða á svæðinu. 17. maí 2018 14:00 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Sjá meira
Milljarða króna uppbygging í Þjórsárdal með fjallaböðum og hóteli inni í fjalli Markmiðið er að vinna með náttúrunni og bæta uppbyggingu innviða á svæðinu. 17. maí 2018 14:00