Ósáttur við að „pólitíkin taki yfir málið á rannsóknarstigi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. nóvember 2019 11:08 Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar ræddu Samherjamálið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Mynd/Samsett Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist ósáttur við að „pólitíkin taki yfir“ Samherjamálið á meðan það sé enn á rannsóknarstigi. Slíkt hafi ekki reynst vel í gegnum tíðina. Þetta kom fram í máli Brynjars í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun, þar sem hann og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar ræddu málefni Samherja, sem fyrst var fjallað um í fréttaskýringaþættinum Kveik á þriðjudag. Þar kom fram að vísbendingar væru um að Samherji hefði greitt hundruð milljóna króna í mútugreiðslur til að komast yfir fiskveiðikvóta í Namibíu.Sjá einnig: Þorsteinn Már stígur til hliðar Ráðamenn hafa margir tjáð sig um málið síðan hulunni var svipt af því, ráðherrar jafnt sem forystufólk stjórnarandstöðunnar. Helga Vala kallaði til að mynda eftir því að eignir Samherja yrðu frystar og þá ákvað Samfylkingin að láta fjármuni sem flokkurinn hefur fengið frá Samherja renna til góðgerðarsamtaka í Namibíu. Inntur eftir viðbrögðum við Samherjamálinu sagði Brynjar að hann hefði verið sorgmæddur yfir fyrstu yfirlýsingu Samherja í kjölfar umfjöllunarinnar. Þó ber að nefna að eftir að Brynjar ræddi málið í Bítinu í morgun tilkynnti Samherji að Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja myndi stíga tímabundið til hliðar vegna málsins. Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, mun taka við stöðu forstjóra tímabundið. „Ég horfði á sjónvarpsþátt og sá þar ásakanir sem voru auðvitað studdar gögnum. Þetta er alvarlegt mál fyrir Ísland og ég var svolítið sorgmæddur þegar ég sá yfirlýsingu Samherja. Mér finnst að menn verði að bera ábyrgð á þessu. Ég ætla ekki að setjast í dómarasæti um sekt eða sakleysi, þarna eru greinilega vísbendingar um ólöglega háttsemi,“ sagði Brynjar í Bítinu í morgun. „En ég er líka mjög ósáttur við það að pólitíkin taki yfir málið á rannsóknarstigi. Ég er ekki alveg sáttur við það. Það hefur ekki reynst vel í gegnum tíðina ef við förum aftur til Geirfinnsmáls, Hafskipsmáls og allra þessara mála. Þannig að ég held að menn eigi að varast það en það þarf að komast til botns í þessu. En þarna eru gögn sem benda til ýmislegs, sérstaklega varðandi mútur.“Þorsteinn Már Baldvinsson mun stíga tímabundið til hliðar sem forstjóri Samherja.VÍSIR/VILHELMHelga Vala gagnrýndi Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Gagnrýnin sneri að ummælum hans um Samherjamálið í gær. Þá var hann m.a. spurður hvort þeir viðskiptahættir í Namibíu sem sýnt var fram á í Kveik ættu nokkuð að líðast. Bjarni sagði að svo ætti auðvitað ekki að vera og hélt áfram: „En það sem er sláandi, og það sem maður hefur lengi vitað, það er spillingin í þessum löndum. Rót vandans í þessu tiltekna máli er veikt stjórnkerfi og spillt stjórnkerfi í landinu. Það virðist vera undirrót alls þess sem við erum að sjá flett ofan af.“ Helga Vala var ekki hrifin af þessari orðræðu og sagðist hafa bent Bjarna á að „kíkja heim“. „Hann einhvern veginn tók þetta mál og sendi þetta til Namibíu og sagði að svona hlutir gerist þegar spilling ríkir, eins og við sjáum þar í stjórnkerfinu. Ég bað hann vænst orða að kíkja aðeins heim því mér finnst frekar lúalegt að við ætlum að skella skuldinni á stjórnmálamenn í Namibíu. Þetta er stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi sem er grunað um ýmislegt misjafnt. Við þurfum aðeins að horfa heim og taka ábyrgð á hluta af þessu sjálf, mér finnst það,“ sagði Helga Vala.Viðtalið við Helgu Völu og Brynjar má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan. Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Óttast um orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20 Þorsteinn Már stígur til hliðar Forstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. 14. nóvember 2019 10:02 Dalvíkingar ósáttir við að Fiskidagurinn sé bendlaður við Samherjamálið Framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla á Dalvík, ræddi málið við umsjónarmenn Bítisins í morgun. 14. nóvember 2019 10:22 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast Sjá meira
Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist ósáttur við að „pólitíkin taki yfir“ Samherjamálið á meðan það sé enn á rannsóknarstigi. Slíkt hafi ekki reynst vel í gegnum tíðina. Þetta kom fram í máli Brynjars í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun, þar sem hann og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar ræddu málefni Samherja, sem fyrst var fjallað um í fréttaskýringaþættinum Kveik á þriðjudag. Þar kom fram að vísbendingar væru um að Samherji hefði greitt hundruð milljóna króna í mútugreiðslur til að komast yfir fiskveiðikvóta í Namibíu.Sjá einnig: Þorsteinn Már stígur til hliðar Ráðamenn hafa margir tjáð sig um málið síðan hulunni var svipt af því, ráðherrar jafnt sem forystufólk stjórnarandstöðunnar. Helga Vala kallaði til að mynda eftir því að eignir Samherja yrðu frystar og þá ákvað Samfylkingin að láta fjármuni sem flokkurinn hefur fengið frá Samherja renna til góðgerðarsamtaka í Namibíu. Inntur eftir viðbrögðum við Samherjamálinu sagði Brynjar að hann hefði verið sorgmæddur yfir fyrstu yfirlýsingu Samherja í kjölfar umfjöllunarinnar. Þó ber að nefna að eftir að Brynjar ræddi málið í Bítinu í morgun tilkynnti Samherji að Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja myndi stíga tímabundið til hliðar vegna málsins. Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, mun taka við stöðu forstjóra tímabundið. „Ég horfði á sjónvarpsþátt og sá þar ásakanir sem voru auðvitað studdar gögnum. Þetta er alvarlegt mál fyrir Ísland og ég var svolítið sorgmæddur þegar ég sá yfirlýsingu Samherja. Mér finnst að menn verði að bera ábyrgð á þessu. Ég ætla ekki að setjast í dómarasæti um sekt eða sakleysi, þarna eru greinilega vísbendingar um ólöglega háttsemi,“ sagði Brynjar í Bítinu í morgun. „En ég er líka mjög ósáttur við það að pólitíkin taki yfir málið á rannsóknarstigi. Ég er ekki alveg sáttur við það. Það hefur ekki reynst vel í gegnum tíðina ef við förum aftur til Geirfinnsmáls, Hafskipsmáls og allra þessara mála. Þannig að ég held að menn eigi að varast það en það þarf að komast til botns í þessu. En þarna eru gögn sem benda til ýmislegs, sérstaklega varðandi mútur.“Þorsteinn Már Baldvinsson mun stíga tímabundið til hliðar sem forstjóri Samherja.VÍSIR/VILHELMHelga Vala gagnrýndi Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Gagnrýnin sneri að ummælum hans um Samherjamálið í gær. Þá var hann m.a. spurður hvort þeir viðskiptahættir í Namibíu sem sýnt var fram á í Kveik ættu nokkuð að líðast. Bjarni sagði að svo ætti auðvitað ekki að vera og hélt áfram: „En það sem er sláandi, og það sem maður hefur lengi vitað, það er spillingin í þessum löndum. Rót vandans í þessu tiltekna máli er veikt stjórnkerfi og spillt stjórnkerfi í landinu. Það virðist vera undirrót alls þess sem við erum að sjá flett ofan af.“ Helga Vala var ekki hrifin af þessari orðræðu og sagðist hafa bent Bjarna á að „kíkja heim“. „Hann einhvern veginn tók þetta mál og sendi þetta til Namibíu og sagði að svona hlutir gerist þegar spilling ríkir, eins og við sjáum þar í stjórnkerfinu. Ég bað hann vænst orða að kíkja aðeins heim því mér finnst frekar lúalegt að við ætlum að skella skuldinni á stjórnmálamenn í Namibíu. Þetta er stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi sem er grunað um ýmislegt misjafnt. Við þurfum aðeins að horfa heim og taka ábyrgð á hluta af þessu sjálf, mér finnst það,“ sagði Helga Vala.Viðtalið við Helgu Völu og Brynjar má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Óttast um orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20 Þorsteinn Már stígur til hliðar Forstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. 14. nóvember 2019 10:02 Dalvíkingar ósáttir við að Fiskidagurinn sé bendlaður við Samherjamálið Framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla á Dalvík, ræddi málið við umsjónarmenn Bítisins í morgun. 14. nóvember 2019 10:22 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast Sjá meira
Óttast um orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20
Þorsteinn Már stígur til hliðar Forstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. 14. nóvember 2019 10:02
Dalvíkingar ósáttir við að Fiskidagurinn sé bendlaður við Samherjamálið Framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla á Dalvík, ræddi málið við umsjónarmenn Bítisins í morgun. 14. nóvember 2019 10:22