Breski flugherinn á Íslandi í fyrsta sinn síðan í seinni heimsstyrjöld Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. nóvember 2019 19:00 FjórarTyphoon- orustuþotur breska flughersins verða við loftrýmisgæslu á Íslandi næstu vikur. RAF/Cathy Sharples Fjórar þotur breska flughersins eru komnar til landsins og munu sinna loftrýmisgæslu hér næstu vikur. Þetta er í fyrsta sinn síðan í seinni heimsstyrjöldinni sem breski flugherinn hefur viðveru á Íslandi í lengri tíma. „Við erum með Typhoon-þotur eins og þú sérð hér fyrir aftan mig, fjórðu kynslóðar orustuþotur sem eru aðal þotur breska konunglega flughersins,“ segir flugsveitarforinginn Mark Baker. Sjálfur kveðst hann spenntur fyrir næstu vikum á Íslandi, hann sé þakklátur fyrir boð íslenskra stjórnvalda og Landhelgisgæslunnar fyrir að koma og sinna loftrýmisgæslu hér á landi. Til þessa höfðu níu aðildarríki bandalagsins tekið þátt í loftrýmisgæslunni hér við land síðan hún hófst árið 2008 en þetta er í fyrsta sinn sem Bretar taka þátt. Loftrýmisgæslan fer fram að jafnaði þrisvar á ári í tvær til þrjár vikur í senn en síðast voru Ítalir og Bandaríkjamenn hér við loftrýmisgæslu fyrr á þessu ári. „Breski flugherinn var síðast með bækistöðvar hér var í seinni heimsstyrjöldinni. Þannig að þó að við höfum tekið þátt í æfingum áður, en þetta er í fyrsta sinn sem við erum með viðveru í nokkrar vikur með þátttöku í loftrýmisgæslunni,“ segir Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi. Hann segir afstöðu Vinstri grænna til Atlantshafsbandalagsins,sem fara með forsæti í ríkisstjórn Íslands, ekki hafa neikvæð áhrif á samstarf ríkjanna í öryggismálum.Ein af Typhoon-þotum breska flughersins á varnarsvæðinu í Keflavík.RAF/Cathy Sharples„Flokkur forsætisráðherrans er á þessari skoðun en á sama tíma þá hefur hún [Katrín Jakobsdóttir] verið skýr um að þetta sé skoðun þessa eina flokks og að aðild Íslands að Nató sé liður í þjóðaröryggisstefnu ríkisins og þess vegna hafa ekki komið upp nein vandamál,“ segir Nevin og ítrekar um leið að Ísland sé mikilvægt bandalagsríki Breta. „Við erum nágrannar svo það er mikil samvinna og við vinnum mjög náið með ríkisstjórn Íslands og Landhelgisgæslunni. Svæðið milli Grænlands, Íslands og Bretlands til að mynda skiptir okkur miklu máli.“ Í hópnum sem verður hér fram í byrjun desember eru um 120 liðsmenn breska flughersins. Einn þeirra er hinn tvítugi Harrison Gibson sem er flugvirki í hernum en hann var aðeins sautján ára gamall þegar hann gekk í herinn. „Ég er búinn að fara til Frakklands og Kýpur og svo hingað,“ segir Gibson. Spurður hvers vegna hann ákvað að ganga í flugherinn segir hann það hafa verið auðvelda ákvörðun. „Ég var ekki í skapi til að fara í háskóla svo þetta var besti kosturinn,“ segir Gibson sem segist fyrir utan vinnuna hlakka til að kynnast landi og þjóð og fara í Bláa lónið.Gert er ráð fyrir að verkefninu ljúki í byrjun desember.RAF/Cathy Sharples Bretland Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Hættustigi lýst yfir í örfáar mínútur vegna ítalskrar herþotu á Akureyri Laust eftir klukkan eitt í dag lenti F-35 orrustuþota ítalska flughersins á Akureyrarflugvelli af öryggisástæðum. Vélin var í æfingaflugi en loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins hefst í næstu viku. 27. september 2019 14:05 Loftrýmisgæsla hefst að nýju við Ísland Loftrýmisgæsla í kringum Ísland hefst á næstu dögum með komu 110 liðsmanna bandaríska flughersins og fimm F16 orrustuþota. 19. júlí 2019 23:11 Birta myndbönd af herþotunum á lofti yfir Íslandi Flugmenn ítöslsku herflugsveitarinnar sem sinnti loftrýmisgæslu hér á landi í síðasta mánuði máttu engan tíma missa við æfingar hér á landi, líkt og sjá má í meðfylgjandi myndbandi þegar líkt var eftir útkalli. 4. nóvember 2019 12:00 Ný kynslóð orrustuvéla sinna loftrýmisgæslu við Ísland Sex F-35 orrustuþotur, frá ítalska flughernum, eru þessar vikurnar gerðar út frá Keflavíkurflugvelli í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins. Þoturnar eru af nýrri kynslóð orrustuþotna og eru einungis notaðar til gæsluverkefna utan átakasvæða. 9. október 2019 20:15 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Fjórar þotur breska flughersins eru komnar til landsins og munu sinna loftrýmisgæslu hér næstu vikur. Þetta er í fyrsta sinn síðan í seinni heimsstyrjöldinni sem breski flugherinn hefur viðveru á Íslandi í lengri tíma. „Við erum með Typhoon-þotur eins og þú sérð hér fyrir aftan mig, fjórðu kynslóðar orustuþotur sem eru aðal þotur breska konunglega flughersins,“ segir flugsveitarforinginn Mark Baker. Sjálfur kveðst hann spenntur fyrir næstu vikum á Íslandi, hann sé þakklátur fyrir boð íslenskra stjórnvalda og Landhelgisgæslunnar fyrir að koma og sinna loftrýmisgæslu hér á landi. Til þessa höfðu níu aðildarríki bandalagsins tekið þátt í loftrýmisgæslunni hér við land síðan hún hófst árið 2008 en þetta er í fyrsta sinn sem Bretar taka þátt. Loftrýmisgæslan fer fram að jafnaði þrisvar á ári í tvær til þrjár vikur í senn en síðast voru Ítalir og Bandaríkjamenn hér við loftrýmisgæslu fyrr á þessu ári. „Breski flugherinn var síðast með bækistöðvar hér var í seinni heimsstyrjöldinni. Þannig að þó að við höfum tekið þátt í æfingum áður, en þetta er í fyrsta sinn sem við erum með viðveru í nokkrar vikur með þátttöku í loftrýmisgæslunni,“ segir Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi. Hann segir afstöðu Vinstri grænna til Atlantshafsbandalagsins,sem fara með forsæti í ríkisstjórn Íslands, ekki hafa neikvæð áhrif á samstarf ríkjanna í öryggismálum.Ein af Typhoon-þotum breska flughersins á varnarsvæðinu í Keflavík.RAF/Cathy Sharples„Flokkur forsætisráðherrans er á þessari skoðun en á sama tíma þá hefur hún [Katrín Jakobsdóttir] verið skýr um að þetta sé skoðun þessa eina flokks og að aðild Íslands að Nató sé liður í þjóðaröryggisstefnu ríkisins og þess vegna hafa ekki komið upp nein vandamál,“ segir Nevin og ítrekar um leið að Ísland sé mikilvægt bandalagsríki Breta. „Við erum nágrannar svo það er mikil samvinna og við vinnum mjög náið með ríkisstjórn Íslands og Landhelgisgæslunni. Svæðið milli Grænlands, Íslands og Bretlands til að mynda skiptir okkur miklu máli.“ Í hópnum sem verður hér fram í byrjun desember eru um 120 liðsmenn breska flughersins. Einn þeirra er hinn tvítugi Harrison Gibson sem er flugvirki í hernum en hann var aðeins sautján ára gamall þegar hann gekk í herinn. „Ég er búinn að fara til Frakklands og Kýpur og svo hingað,“ segir Gibson. Spurður hvers vegna hann ákvað að ganga í flugherinn segir hann það hafa verið auðvelda ákvörðun. „Ég var ekki í skapi til að fara í háskóla svo þetta var besti kosturinn,“ segir Gibson sem segist fyrir utan vinnuna hlakka til að kynnast landi og þjóð og fara í Bláa lónið.Gert er ráð fyrir að verkefninu ljúki í byrjun desember.RAF/Cathy Sharples
Bretland Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Hættustigi lýst yfir í örfáar mínútur vegna ítalskrar herþotu á Akureyri Laust eftir klukkan eitt í dag lenti F-35 orrustuþota ítalska flughersins á Akureyrarflugvelli af öryggisástæðum. Vélin var í æfingaflugi en loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins hefst í næstu viku. 27. september 2019 14:05 Loftrýmisgæsla hefst að nýju við Ísland Loftrýmisgæsla í kringum Ísland hefst á næstu dögum með komu 110 liðsmanna bandaríska flughersins og fimm F16 orrustuþota. 19. júlí 2019 23:11 Birta myndbönd af herþotunum á lofti yfir Íslandi Flugmenn ítöslsku herflugsveitarinnar sem sinnti loftrýmisgæslu hér á landi í síðasta mánuði máttu engan tíma missa við æfingar hér á landi, líkt og sjá má í meðfylgjandi myndbandi þegar líkt var eftir útkalli. 4. nóvember 2019 12:00 Ný kynslóð orrustuvéla sinna loftrýmisgæslu við Ísland Sex F-35 orrustuþotur, frá ítalska flughernum, eru þessar vikurnar gerðar út frá Keflavíkurflugvelli í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins. Þoturnar eru af nýrri kynslóð orrustuþotna og eru einungis notaðar til gæsluverkefna utan átakasvæða. 9. október 2019 20:15 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Hættustigi lýst yfir í örfáar mínútur vegna ítalskrar herþotu á Akureyri Laust eftir klukkan eitt í dag lenti F-35 orrustuþota ítalska flughersins á Akureyrarflugvelli af öryggisástæðum. Vélin var í æfingaflugi en loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins hefst í næstu viku. 27. september 2019 14:05
Loftrýmisgæsla hefst að nýju við Ísland Loftrýmisgæsla í kringum Ísland hefst á næstu dögum með komu 110 liðsmanna bandaríska flughersins og fimm F16 orrustuþota. 19. júlí 2019 23:11
Birta myndbönd af herþotunum á lofti yfir Íslandi Flugmenn ítöslsku herflugsveitarinnar sem sinnti loftrýmisgæslu hér á landi í síðasta mánuði máttu engan tíma missa við æfingar hér á landi, líkt og sjá má í meðfylgjandi myndbandi þegar líkt var eftir útkalli. 4. nóvember 2019 12:00
Ný kynslóð orrustuvéla sinna loftrýmisgæslu við Ísland Sex F-35 orrustuþotur, frá ítalska flughernum, eru þessar vikurnar gerðar út frá Keflavíkurflugvelli í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins. Þoturnar eru af nýrri kynslóð orrustuþotna og eru einungis notaðar til gæsluverkefna utan átakasvæða. 9. október 2019 20:15
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent