Bjarni segir ekkert benda til sektar Kristjáns Heimir Már Pétursson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 13. nóvember 2019 16:56 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sér ekkert í gögnum Kveiks sem bendlar Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, við ólöglega starfsemi. Því þurfi Kristján ekki að íhuga sína stöðu innan ríkisstjórnarinnar að mati Bjarna. Í fréttaskýringaþættinum Kveiki í gær kom fram að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefði kynnt Kristján fyrir háttsettum mönnum sem þáðu greiðslur frá Samherja. Jóhannes Stefánsson, aðaluppljóstrarinn í málinu, segir í samtali við Stundina að Þorsteinn Már hefði kynnt Kristján sem sinn mann í ríkisstjórninni. Kristján sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann hefði verið staddur í höfuðstöðvum Samherja árið 2014 fyrir tilviljun. Fundurinn hafi verið persónulegs eðlis og þá segist hann ekkert hafa vitað af viðskiptunum sem Kveikur, Stundin, Al Jazeera og WikiLeaks afhjúpuðu í gærkvöldi. Samherji er í aðalhlutverki málsins og er félagið sakað um himinháar mútugreiðslur til háttsettra embættismanna í Namibíu í þeim tilgangi að tryggja sér kvóta þar í landi.Þú hefur sjálfur verið nefndur áður í tengslum við aflandssviðskipti – sýnir þetta ekki að það er ekki boðlegt að vera að stunda viðskipti í aflandsfélögum til að losna undan eftirliti, sköttum og annað í sínu heimaríki? „Ég ætla ekki að skrifa upp á það að ég hafi verið að gera neitt slíkt. Þar skilur á milli þeirra sem gera grein fyrir sínum hlutum og þeirra sem nota aflandsfélög til að skjóta sér undan sköttum og að sjálfsögðu erum við að berjast gegn slíku með öllum tiltækum ráðum. Þar sem við komumst á snoðir um það að menn séu að nýta sér skattaskjól, einhverjar flóknar fyrirtækjafléttur, til þess að skjóta sér undan skattgreiðslum, þar ætlum við að elta menn, við ætlum að ákæra þá og vonast til þess að þeir verði dæmdir sekir um slíkt brot,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.Málið sé í alla staði dapurlegt Bjarni segir að Samherjamálið sé í alla staði afskaplega dapurlegt. „Bæði vísbendingar um mútugreiðslur, skattaundanskot og sömuleiðis ástandið í landi þar sem við höfum átt samstarf um þróunaraðstoð. Að sjá illa farið með auðlind á sama tíma og margir búa við bág kjör, það er margt mjög dapurlegt við þetta,“ segir Bjarni. Það sem öllu skiptir að mati Bjarna sé að Íslendingar séu vel í stakk búnir til að taka á málum sem þessum. „Og rannsaka þau og, eftir atvikum, ákæra í slíkum málum og við erum með dómstóla sem dæma um lögbrot þegar það á við og þess vegna tel ég, að því marki sem okkur ber að tryggja að málin rati í réttan farveg, að þá séu þau á þessum tímapunkti á réttum stað.“ Of snemmt að segja til um orðsporshnekki Aðspurður hvort málið sé áfall fyrir orðspor íslensks sjávarútvegs og viðskiptalífs á alþjóðavettvangi segir Bjarni. „Ég myndi kannski segja fyrir fyrirtækið númer eitt, það er auðvitað hætta á því að það smitist yfir á íslenskan sjávarútveg en íslenskur sjávarútvegur, sem stundaður er hér á Íslandi, nýtur mjög góðs orðspors og þetta er auðvitað slæmt inn í það samhengi hlutanna. Ég held það sé nú allt of snemmt að segja að íslenskur sjávarútvegur til lengri tíma muni bíða einhverra orðsporshnekki vegna þessa en augljóslega verður fyrirtækið að svara fyrir það sem þarna er á seyði og bera ábyrgð á því,“ segir Bjarni. Alþingi Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Óttast um orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20 Ætlar að segja sig frá málefnum Samherja komi þau á hans borð Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. 13. nóvember 2019 13:31 Láta styrkina frá Samherja renna til góðgerðarsamtaka í Namibíu Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að flokkurinn ætli að nýta fjármunina frá Samherja til að styrkja góðgerðarsamtök í Namibíu. 13. nóvember 2019 14:20 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sér ekkert í gögnum Kveiks sem bendlar Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, við ólöglega starfsemi. Því þurfi Kristján ekki að íhuga sína stöðu innan ríkisstjórnarinnar að mati Bjarna. Í fréttaskýringaþættinum Kveiki í gær kom fram að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefði kynnt Kristján fyrir háttsettum mönnum sem þáðu greiðslur frá Samherja. Jóhannes Stefánsson, aðaluppljóstrarinn í málinu, segir í samtali við Stundina að Þorsteinn Már hefði kynnt Kristján sem sinn mann í ríkisstjórninni. Kristján sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann hefði verið staddur í höfuðstöðvum Samherja árið 2014 fyrir tilviljun. Fundurinn hafi verið persónulegs eðlis og þá segist hann ekkert hafa vitað af viðskiptunum sem Kveikur, Stundin, Al Jazeera og WikiLeaks afhjúpuðu í gærkvöldi. Samherji er í aðalhlutverki málsins og er félagið sakað um himinháar mútugreiðslur til háttsettra embættismanna í Namibíu í þeim tilgangi að tryggja sér kvóta þar í landi.Þú hefur sjálfur verið nefndur áður í tengslum við aflandssviðskipti – sýnir þetta ekki að það er ekki boðlegt að vera að stunda viðskipti í aflandsfélögum til að losna undan eftirliti, sköttum og annað í sínu heimaríki? „Ég ætla ekki að skrifa upp á það að ég hafi verið að gera neitt slíkt. Þar skilur á milli þeirra sem gera grein fyrir sínum hlutum og þeirra sem nota aflandsfélög til að skjóta sér undan sköttum og að sjálfsögðu erum við að berjast gegn slíku með öllum tiltækum ráðum. Þar sem við komumst á snoðir um það að menn séu að nýta sér skattaskjól, einhverjar flóknar fyrirtækjafléttur, til þess að skjóta sér undan skattgreiðslum, þar ætlum við að elta menn, við ætlum að ákæra þá og vonast til þess að þeir verði dæmdir sekir um slíkt brot,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.Málið sé í alla staði dapurlegt Bjarni segir að Samherjamálið sé í alla staði afskaplega dapurlegt. „Bæði vísbendingar um mútugreiðslur, skattaundanskot og sömuleiðis ástandið í landi þar sem við höfum átt samstarf um þróunaraðstoð. Að sjá illa farið með auðlind á sama tíma og margir búa við bág kjör, það er margt mjög dapurlegt við þetta,“ segir Bjarni. Það sem öllu skiptir að mati Bjarna sé að Íslendingar séu vel í stakk búnir til að taka á málum sem þessum. „Og rannsaka þau og, eftir atvikum, ákæra í slíkum málum og við erum með dómstóla sem dæma um lögbrot þegar það á við og þess vegna tel ég, að því marki sem okkur ber að tryggja að málin rati í réttan farveg, að þá séu þau á þessum tímapunkti á réttum stað.“ Of snemmt að segja til um orðsporshnekki Aðspurður hvort málið sé áfall fyrir orðspor íslensks sjávarútvegs og viðskiptalífs á alþjóðavettvangi segir Bjarni. „Ég myndi kannski segja fyrir fyrirtækið númer eitt, það er auðvitað hætta á því að það smitist yfir á íslenskan sjávarútveg en íslenskur sjávarútvegur, sem stundaður er hér á Íslandi, nýtur mjög góðs orðspors og þetta er auðvitað slæmt inn í það samhengi hlutanna. Ég held það sé nú allt of snemmt að segja að íslenskur sjávarútvegur til lengri tíma muni bíða einhverra orðsporshnekki vegna þessa en augljóslega verður fyrirtækið að svara fyrir það sem þarna er á seyði og bera ábyrgð á því,“ segir Bjarni.
Alþingi Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Óttast um orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20 Ætlar að segja sig frá málefnum Samherja komi þau á hans borð Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. 13. nóvember 2019 13:31 Láta styrkina frá Samherja renna til góðgerðarsamtaka í Namibíu Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að flokkurinn ætli að nýta fjármunina frá Samherja til að styrkja góðgerðarsamtök í Namibíu. 13. nóvember 2019 14:20 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Óttast um orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20
Ætlar að segja sig frá málefnum Samherja komi þau á hans borð Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. 13. nóvember 2019 13:31
Láta styrkina frá Samherja renna til góðgerðarsamtaka í Namibíu Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að flokkurinn ætli að nýta fjármunina frá Samherja til að styrkja góðgerðarsamtök í Namibíu. 13. nóvember 2019 14:20