„Fjarstæðukennd tilhugsun“ að Samherji múti íslenskum stjórnmálamönnum Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. nóvember 2019 14:45 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra, leggur ríka áherslu á að sú mynd sem dregin var upp í Kveiksþætti gærkvöldsins af starfsemi Samherja í Namibíu verði rannsökuð til hlítar. Sérstaklega þurfi að kafa ofan í meintar mútugreiðslur Samherja til namibískra embættismanna að sögn ráðherra, sem hann efast þó um að tíðkist hér á landi. Í samtali við fréttastofu í dag undirstrikaði Sigurður Ingi mikilvægi þess að komið yrði til botns í málefnum Samherja og úr því fengist skorið hvort fyrirtækið hafi farið á svig við lög. Tekur hann þar í sama streng og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, sem hafa sagt í dag að það sé hagur allra að rannsókn á framgöngu Samherja í Namibíu skili niðurstöðu sem fyrst. Héraðssaksóknari og skattrannsóknarstjóri eru þegar farnir að kanna málið. Gögnin sem kynnt voru í Kveiksþætti gærkvöldsins báru með sér að Samherji hafi greitt namibískum áhrifamönnum hundruð milljóna króna í mútur til að komast yfir kvóta undan ströndum Namibíu. Aðspurður segist Sigurður Ingi efast um að Samherji stundi viðlíka mútugreiðslur á Íslandi, „ég held að það sé nú fjarstæðukennd tilhugsun,“ segir Sigurður.Engin ákvörðun tekin um Samherjastyrk Framsóknarflokkur Sigurðar Inga hefur þegið fjárhagsstuðning frá Samherja í gegnum árin. Aðspurður um hvort Framsókn hafi íhugað að skila styrkjunum frá fyrirtækinu eftir umfjöllun gærdagsins segir Sigurður að það hafi ekki borist í tal. Framsóknarflokkurinn hafi sótt styrki til atvinnulífsins eins og aðrir flokkar - „og í okkar huga hefur svona starfsemi, eins og hún birtist í þessum hætti, aldrei komið fram í okkar hugsunum um þessi fyrirtæki. Við höfum litið á þau með allt öðrum hætti.“ Hann útilokar þó ekki að málið verði kannað nánar, komi á daginn að Samherji hafi brotið lög. Samfylkingin hefur tilkynnt að hún muni skila styrkjum sem flokkurinn hefur fengið frá Samherja frá árinu 2007, sem nema um 1,6 milljónum króna. Upphæðin verði látin renna til Namibíu. Sigurður Ingi segist ekki geta fallist á það að framganga Samherja í Namibíu kasti rýrð á það þróunarstarf sem Íslendingar hafa innt af hendi í landinu. Í því samhengi má nefna uppbyggingu þarlends kvótakerfis, sem Þróunarsamvinnustofnun Íslands hjálpaði við að koma á laggirnar eins og fyrrverandi framkvæmdastjóri stofnunarinnar rakti í samtali við Vísi í gærkvöld. Sigurður segir að þróunarsamvinna Íslands sé viðameiri en svo, nefnir hann Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna máli sínu til stuðnings. Starfsemi skólans hafi veitt stofnunum og samtökum á sviði sjávarútvegs og fiskeldis í þróunarlöndum margvíslega aðstoð og þjónustu. „Hann hefur orðið mjög til góðs í mörgum ríkjum, ég þekki það sem fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.“ Viðtal Heimis Más Péturssonar við Sigurð Inga má nálgast hér að ofan. Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Óttast orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20 Ætlar að segja sig frá málefnum Samherja komi þau á hans borð Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. 13. nóvember 2019 13:31 Skattrannsóknarstjóri með gögn frá Namibíu til skoðunar Embætti héraðssaksóknara hefur tekið skýrslu yfir þeim sem hefur ljóstrað upp um meint brot Samherjamanna í Namibíu. 13. nóvember 2019 13:21 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra, leggur ríka áherslu á að sú mynd sem dregin var upp í Kveiksþætti gærkvöldsins af starfsemi Samherja í Namibíu verði rannsökuð til hlítar. Sérstaklega þurfi að kafa ofan í meintar mútugreiðslur Samherja til namibískra embættismanna að sögn ráðherra, sem hann efast þó um að tíðkist hér á landi. Í samtali við fréttastofu í dag undirstrikaði Sigurður Ingi mikilvægi þess að komið yrði til botns í málefnum Samherja og úr því fengist skorið hvort fyrirtækið hafi farið á svig við lög. Tekur hann þar í sama streng og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, sem hafa sagt í dag að það sé hagur allra að rannsókn á framgöngu Samherja í Namibíu skili niðurstöðu sem fyrst. Héraðssaksóknari og skattrannsóknarstjóri eru þegar farnir að kanna málið. Gögnin sem kynnt voru í Kveiksþætti gærkvöldsins báru með sér að Samherji hafi greitt namibískum áhrifamönnum hundruð milljóna króna í mútur til að komast yfir kvóta undan ströndum Namibíu. Aðspurður segist Sigurður Ingi efast um að Samherji stundi viðlíka mútugreiðslur á Íslandi, „ég held að það sé nú fjarstæðukennd tilhugsun,“ segir Sigurður.Engin ákvörðun tekin um Samherjastyrk Framsóknarflokkur Sigurðar Inga hefur þegið fjárhagsstuðning frá Samherja í gegnum árin. Aðspurður um hvort Framsókn hafi íhugað að skila styrkjunum frá fyrirtækinu eftir umfjöllun gærdagsins segir Sigurður að það hafi ekki borist í tal. Framsóknarflokkurinn hafi sótt styrki til atvinnulífsins eins og aðrir flokkar - „og í okkar huga hefur svona starfsemi, eins og hún birtist í þessum hætti, aldrei komið fram í okkar hugsunum um þessi fyrirtæki. Við höfum litið á þau með allt öðrum hætti.“ Hann útilokar þó ekki að málið verði kannað nánar, komi á daginn að Samherji hafi brotið lög. Samfylkingin hefur tilkynnt að hún muni skila styrkjum sem flokkurinn hefur fengið frá Samherja frá árinu 2007, sem nema um 1,6 milljónum króna. Upphæðin verði látin renna til Namibíu. Sigurður Ingi segist ekki geta fallist á það að framganga Samherja í Namibíu kasti rýrð á það þróunarstarf sem Íslendingar hafa innt af hendi í landinu. Í því samhengi má nefna uppbyggingu þarlends kvótakerfis, sem Þróunarsamvinnustofnun Íslands hjálpaði við að koma á laggirnar eins og fyrrverandi framkvæmdastjóri stofnunarinnar rakti í samtali við Vísi í gærkvöld. Sigurður segir að þróunarsamvinna Íslands sé viðameiri en svo, nefnir hann Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna máli sínu til stuðnings. Starfsemi skólans hafi veitt stofnunum og samtökum á sviði sjávarútvegs og fiskeldis í þróunarlöndum margvíslega aðstoð og þjónustu. „Hann hefur orðið mjög til góðs í mörgum ríkjum, ég þekki það sem fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.“ Viðtal Heimis Más Péturssonar við Sigurð Inga má nálgast hér að ofan.
Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Óttast orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20 Ætlar að segja sig frá málefnum Samherja komi þau á hans borð Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. 13. nóvember 2019 13:31 Skattrannsóknarstjóri með gögn frá Namibíu til skoðunar Embætti héraðssaksóknara hefur tekið skýrslu yfir þeim sem hefur ljóstrað upp um meint brot Samherjamanna í Namibíu. 13. nóvember 2019 13:21 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Sjá meira
Óttast orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20
Ætlar að segja sig frá málefnum Samherja komi þau á hans borð Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. 13. nóvember 2019 13:31
Skattrannsóknarstjóri með gögn frá Namibíu til skoðunar Embætti héraðssaksóknara hefur tekið skýrslu yfir þeim sem hefur ljóstrað upp um meint brot Samherjamanna í Namibíu. 13. nóvember 2019 13:21