„Einkar ógeðslegt“ að misnota auðlindir þjóðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. nóvember 2019 07:57 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir það „einkar ógeðslegt“ að misfara með auðlindir Namibíu, „þjóðar sem var tiltölulega nýlega búin að ná sjálfstæði eftir nýlendutímann með því arðráni sem honum fylgdi“. Þar vísar hann til umfjöllunar Kveiks í gærkvöldi, þar sem því var haldið fram að Samherji hafi greitt embættismönnum í Namibíu rúman milljarð króna í mútur til að komast yfir kvóta þar í landi. Logi tjáir sig um málið í færslu á Facebook-síðu sinni eftir miðnætti í gærkvöldi. „Og að svíkja í þokkabót undan skatti - í landi með veika innviði, spillingu og mikla fátækt,“ bætir hann við.Sjá einnig: „Mætti spyrja sig að því hvort að okkar veiku varnir gegn peningaþvætti hafi auðveldað Samherja verkið“ „En við erum líka dálítið eins og vanþróað ríki þegar kemur að fiskveiðiauðlindinni okkar. Fáir einstaklingar hagnast gríðarlega á henni og hreiðra um sig, í skjóli hans, út um allt í atvinnulífinu. Ekkert gengur að fá úthlutunarkerfi kvótans breytt og auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Og gjaldið sem er tekið fyrir afnotin er orðið svo lágt að það stendur ekki einu sinni undir kostnaði ríkisins af rannsóknum, eftirliti og umsjón með greininni. Svo lágt að það er lægra en einn útgerðarmaður fékk í arð á síðasta ári.“ Þar vísar Logi til umræðu síðustu daga um fjáraukaalög. Veiðigjöld eiga samkvæmt þeim að skila ríkissjóði um 5 milljörðum króna sem stjórnarandstöðu þykir lítið, ekki síst í ljósi þess að forstjóri Samherja hagnaðist um 5,4 milljarða í fyrra. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sagði í yfirlýsingu í kjölfar umfjöllunar Kveiks í gær að það hafa verið honum mikil vonbrigði að komast að því að fyrrverandi stjórnandi fyrirtækisins í Namibíu virðist hafa hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunna að vera ólögmæt. Aðalviðmælandi Kveiks í þættinum var Jóhannes Stefánsson sem starfaði sem verkefnastjóri Samherja í Namibíu. Jóhannes fullyrti í þættinum að Samherji hefði gert hvað sem er til að komast yfir kvóta í Namibíu og mútugreiðslur hafi verið engin fyrirstaða. Fleiri alþingismenn tjáðu sig um umfjöllun Kveiks og meintar mútugreiðslur. Þannig sagði Smári McCarthy þingmaður Pírata að hann hefði óskað eftir sérstökum umræðum á Alþingi við forsætisráðherra um spillingu. „Og nánar tiltekið hvernig við komum í veg fyrir hana.“ Flokksbróðir Smára, Björn Leví Gunnarsson, tók í sama streng. „Hvað segið þið, eigum við að taka umræðu um spillingu á Íslandi?“ Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að embætti hans ætli að skoða málefni Samherja í Namibíu í kjölfar umfjöllunar Kveiks og í tengslum við þær upplýsingar sem embættinu hafa borist. Þungi þessa máls liggi hjá stjórnvöldum í Namibíu og það sem yrði aðhafðst hér á landi yrði gert í samvinnu við yfirvöld í Namibíu eða annars staðar. Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Kveikur tók yfir Twitter: „Sá ekkert af þessu fólki The Wire?“ Mikil eftirvænting ríkti vegna umfjöllunar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu sem unnin var upp úr 30 þúsund skjölum sem Wikileaks birti í kvöld 12. nóvember 2019 21:23 Þorsteinn Már skellir skuldinni á uppljóstrarann Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir það hafa verið honum mikil vonbrigði að komast að því að fyrrverandi stjórnandi fyrirtækisins í Namibíu virðist hafa hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunna að vera ólögmæt. 12. nóvember 2019 23:08 Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00 Samherji sakaður um stórfelld undanskot í Namibíu Namibískir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um málið síðustu misseri, einkum ásakanir stjórnarformanns Sinco Fishing, félags sem starfað hefur með Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 13:00 Spyr hvað þjóðin geri nú Sighvati Björgvinssyni var brugðið að sjá hvernig Samherji hefur umgengist namibískt kvótakerfi, kerfi sem Íslendingar hafi átt átt stóran þátt í að móta og koma á laggirnar. 12. nóvember 2019 22:14 Þorsteinn og Jóhannes á forsíðu morgundagsins Namibíski fjölmiðillinn The Namibian hefur boðað viðamikla umfjöllun um þarlendan sjávarútveg í tölublaði morgundagsins. 12. nóvember 2019 23:15 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir það „einkar ógeðslegt“ að misfara með auðlindir Namibíu, „þjóðar sem var tiltölulega nýlega búin að ná sjálfstæði eftir nýlendutímann með því arðráni sem honum fylgdi“. Þar vísar hann til umfjöllunar Kveiks í gærkvöldi, þar sem því var haldið fram að Samherji hafi greitt embættismönnum í Namibíu rúman milljarð króna í mútur til að komast yfir kvóta þar í landi. Logi tjáir sig um málið í færslu á Facebook-síðu sinni eftir miðnætti í gærkvöldi. „Og að svíkja í þokkabót undan skatti - í landi með veika innviði, spillingu og mikla fátækt,“ bætir hann við.Sjá einnig: „Mætti spyrja sig að því hvort að okkar veiku varnir gegn peningaþvætti hafi auðveldað Samherja verkið“ „En við erum líka dálítið eins og vanþróað ríki þegar kemur að fiskveiðiauðlindinni okkar. Fáir einstaklingar hagnast gríðarlega á henni og hreiðra um sig, í skjóli hans, út um allt í atvinnulífinu. Ekkert gengur að fá úthlutunarkerfi kvótans breytt og auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Og gjaldið sem er tekið fyrir afnotin er orðið svo lágt að það stendur ekki einu sinni undir kostnaði ríkisins af rannsóknum, eftirliti og umsjón með greininni. Svo lágt að það er lægra en einn útgerðarmaður fékk í arð á síðasta ári.“ Þar vísar Logi til umræðu síðustu daga um fjáraukaalög. Veiðigjöld eiga samkvæmt þeim að skila ríkissjóði um 5 milljörðum króna sem stjórnarandstöðu þykir lítið, ekki síst í ljósi þess að forstjóri Samherja hagnaðist um 5,4 milljarða í fyrra. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sagði í yfirlýsingu í kjölfar umfjöllunar Kveiks í gær að það hafa verið honum mikil vonbrigði að komast að því að fyrrverandi stjórnandi fyrirtækisins í Namibíu virðist hafa hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunna að vera ólögmæt. Aðalviðmælandi Kveiks í þættinum var Jóhannes Stefánsson sem starfaði sem verkefnastjóri Samherja í Namibíu. Jóhannes fullyrti í þættinum að Samherji hefði gert hvað sem er til að komast yfir kvóta í Namibíu og mútugreiðslur hafi verið engin fyrirstaða. Fleiri alþingismenn tjáðu sig um umfjöllun Kveiks og meintar mútugreiðslur. Þannig sagði Smári McCarthy þingmaður Pírata að hann hefði óskað eftir sérstökum umræðum á Alþingi við forsætisráðherra um spillingu. „Og nánar tiltekið hvernig við komum í veg fyrir hana.“ Flokksbróðir Smára, Björn Leví Gunnarsson, tók í sama streng. „Hvað segið þið, eigum við að taka umræðu um spillingu á Íslandi?“ Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að embætti hans ætli að skoða málefni Samherja í Namibíu í kjölfar umfjöllunar Kveiks og í tengslum við þær upplýsingar sem embættinu hafa borist. Þungi þessa máls liggi hjá stjórnvöldum í Namibíu og það sem yrði aðhafðst hér á landi yrði gert í samvinnu við yfirvöld í Namibíu eða annars staðar.
Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Kveikur tók yfir Twitter: „Sá ekkert af þessu fólki The Wire?“ Mikil eftirvænting ríkti vegna umfjöllunar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu sem unnin var upp úr 30 þúsund skjölum sem Wikileaks birti í kvöld 12. nóvember 2019 21:23 Þorsteinn Már skellir skuldinni á uppljóstrarann Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir það hafa verið honum mikil vonbrigði að komast að því að fyrrverandi stjórnandi fyrirtækisins í Namibíu virðist hafa hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunna að vera ólögmæt. 12. nóvember 2019 23:08 Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00 Samherji sakaður um stórfelld undanskot í Namibíu Namibískir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um málið síðustu misseri, einkum ásakanir stjórnarformanns Sinco Fishing, félags sem starfað hefur með Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 13:00 Spyr hvað þjóðin geri nú Sighvati Björgvinssyni var brugðið að sjá hvernig Samherji hefur umgengist namibískt kvótakerfi, kerfi sem Íslendingar hafi átt átt stóran þátt í að móta og koma á laggirnar. 12. nóvember 2019 22:14 Þorsteinn og Jóhannes á forsíðu morgundagsins Namibíski fjölmiðillinn The Namibian hefur boðað viðamikla umfjöllun um þarlendan sjávarútveg í tölublaði morgundagsins. 12. nóvember 2019 23:15 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Kveikur tók yfir Twitter: „Sá ekkert af þessu fólki The Wire?“ Mikil eftirvænting ríkti vegna umfjöllunar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu sem unnin var upp úr 30 þúsund skjölum sem Wikileaks birti í kvöld 12. nóvember 2019 21:23
Þorsteinn Már skellir skuldinni á uppljóstrarann Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir það hafa verið honum mikil vonbrigði að komast að því að fyrrverandi stjórnandi fyrirtækisins í Namibíu virðist hafa hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunna að vera ólögmæt. 12. nóvember 2019 23:08
Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00
Samherji sakaður um stórfelld undanskot í Namibíu Namibískir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um málið síðustu misseri, einkum ásakanir stjórnarformanns Sinco Fishing, félags sem starfað hefur með Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 13:00
Spyr hvað þjóðin geri nú Sighvati Björgvinssyni var brugðið að sjá hvernig Samherji hefur umgengist namibískt kvótakerfi, kerfi sem Íslendingar hafi átt átt stóran þátt í að móta og koma á laggirnar. 12. nóvember 2019 22:14
Þorsteinn og Jóhannes á forsíðu morgundagsins Namibíski fjölmiðillinn The Namibian hefur boðað viðamikla umfjöllun um þarlendan sjávarútveg í tölublaði morgundagsins. 12. nóvember 2019 23:15