Samherji sakaður um stórfelld undanskot í Namibíu Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. nóvember 2019 13:00 Þorsteinn Már Baldursson, forstjóri Samherja, sést hér fyrir miðju. Fréttaskýringaþáttur Ríkisútvarpsins, Kveikur, hefur boðað að hulunni verði svipt af vafasömum viðskiptaháttum íslensks stórfyrirtækis í kvöld. Samherji sendi í gær frá sér yfirlýsingu vegna fyrirhugaðrar umfjöllunar. Vísir/vilhelm Nefnd um varnir gegn spillingu í Namibíu hefur um nokkurt skeið haft til rannsóknar ásakanir tengdar fyrirtækjum í eigu Samherja þar í landi um stórfelld undanskot fjármuna. Namibískir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um málið síðustu misseri, einkum ásakanir stjórnarformanns Sinco Fishing, félags sem starfað hefur með Samherja í Namibíu. Samherji sagði í yfirlýsingu í gær að útgerðin myndi ekki tjá sig frekar um mál sín í Namibíu fyrr en að lokinni rannsókn á starfsemi fyrirtækisins. Félög tengd Samherja hafa um árabil stundað fiskveiðar við vesturströnd Afríku. Málið sem nú hefur verið til umfjöllunar snýst um félagið Arcticnam, áður Esja Fishing, sem var stofnað árið 2015. Namibísku félögin Sinco Fishing og Epango Fishing eiga samanlagt 51% hlut í félaginu en Samherji 49%, í gegnum félag sitt Esju Holding.Segja 500 milljónir hafa horfið úr félaginu Ítarlega hefur verið fjallað um málefni Samherja í namibískum miðlum, einkum í fjölmiðlinum Namibian. Miðillinn greindi frá því í september síðastliðnum að Sharon Neumbo stjórnarformaður Sinco hefði leitað til lögreglu í sama mánuði vegna milljónamillifærslu út af reikningum Arcticnam, sem hún taldi ólöglega. Samkvæmt fréttinni var Neumbo þó sjálf handtekin daginn eftir vegna gruns um að hún hefði svikið hundruð þúsund namibískra dala út úr sínu eigin félagi. Henni hafi verið sleppt úr haldi skömmu síðar. Umfjöllun Namibian er byggð á ýmsum gögnum sem miðillinn kveðst hafa undir höndum, svo og samtölum við aðila málsins. Farið er ítarlega yfir ásakanir Neumbo í fréttinni og málið rakið til ársins 2016 þegar grunsemdir vöknuðu meðal namibískra hluthafa í Arcticnam um að 60 milljónir namibískra dala, um 500 milljónir íslenskra króna, hefðu „horfið“ úr félaginu.Sjá einnig: Namibísk fyrirtæki saka Samherja um svik upp á tæpan milljarð Haft er eftir Neumbo í skýrslu, sem lögregla á að hafa tekið af henni, að Samherji hefði gefið þær skýringar að um hafi verið að ræða svokölluð afnotagjöld (e. royalty payment) sem lögð hafi verið inn á reikninga íslensku félaganna Mermaria Seafoods í Namibíu og Marmaria Investments á Máritíusi. Þá er enn fremur haft eftir Neumbo að namibísku félögin hafi ákveðið að tilkynna málið til lögreglu en í frétt Namibian segir að málið hafi verið fellt niður að beiðni félaganna í árslok 2016. Það hafi svo verið þetta mál sem Neumbo tilkynnti til lögreglu í september og óskaði eftir að yrði tekið upp á ný.Sakar Jóhannes um að hafa samþykkt greiðslurnar Í fréttinni kemur einnig fram að féð hafi verið millifært af bankareikningi Arcticnam í þremur færslum, þeirri fyrstu í nóvember 2015 og síðustu í júní árið 2016. Neumbo segir að Jóhannes Stefánsson, þáverandi stjórnandi Samherja í Namibíu, hafi verið annar þeirra sem samþykkti beiðnir um greiðslurnar. Fréttaskýringaþáttur Ríkisútvarpsins, Kveikur, hefur boðað að hulunni verði svipt af vafasömum viðskiptaháttum íslensks stórfyrirtækis í kvöld. Samherji sendi í gær frá sér yfirlýsingu vegna fyrirhugaðrar umfjöllunar Ríkisútvarpsins um meint brot sem varða starfsemi útgerðarinnar í Namibíu. Þar kemur fram að útgerðin hafi „orðið þess áskynja“ að áðurnefndur Jóhannes hafi „farið til fjölmiðla og lagt fram alvarlegar ásakanir á hendur núverandi og fyrrverandi stjórnendum Samherja“. Þá hafi Samherji fengið veður af því í ársbyrjun 2016 að „ekki væri allt með felldu í rekstrinum í Namibíu.“ Eftir nokkurra mánaða vinnu af hálfu fyrrverandi rannsóknarlögreglumanns hjá sérstökum saksóknara, sem sendur var til Namibíu til að rannsaka málið, var Jóhannesi sagt upp störfum án tafar. Þá segir í yfirlýsingunni að Jóhannes, beint og ásamt samstarfsmönnum sínum, hafi krafist hárra fjárhæða frá Samherja. Samherji hyggst ekki tjá sig um einstakar ásakanir fyrr en niðurstaða ítarlegrar rannsóknar alþjóðlegu lögmannsstofunnar Wikborg Rein á starfsemi útgerðarinnar í Afríku liggur fyrir, að því er fram kemur í yfirlýsingunni. Samherji segist hafa ráðið Wikborg Rein til verksins. Í frétt Namibian segir að namibísku hluthafarnir beini spjótum sínum að Samherja. Hluthafarnir saki félagið um að hafa búið svo um hnútana að millifærslurnar rötuðu í vasa embættismanna í Namibíu. Miðillinn kveðst jafnframt hafa leitað viðbragða hjá Agli Árnasyni, sem gætir hagsmuna Samherja í Namibíu, en hann hafi vísað á lögmenn útgerðarinnar.Könnuðust ekki við spillingarrannsókn í sumar Síðast í júlí fjölluðu íslenskir miðlar um málefni Samherja í Namibíu. Þá stefndu Sinco og Epango Samherja til að koma í veg fyrir sölu á fiskiskipi í sameiginlegri eigu þeirra. Skipið, ber nafnið Heinaste, er metið á 400 milljónir namibískra dala, eða sem samsvarar um 3,4 milljörðum íslenskra króna á núverandi gengi. Dómstóll í Windhoek, höfuðborg Namibíu, hafnaði að endingu kröfum Sinco og Epango. Í frétt Namibian var einnig fullyrt að umfangsmikil spillingarrannsókn, sem tengdist umsvifum Samherja undir merkjum Esju Holding í Namibíu, væri í gangi. Innt eftir viðbrögðum við þeim fullyrðingum sagði Arna McClure, innanhúslögmaður Samherja, í samtali við Vísi að Samherji hefði ekki fengið neinar upplýsingar um slíka rannsókn. Enginn frá yfirvöldum þar hefði sett sig í samband við félagið.Sögð náin vinkona dóttur ráðherrans Spillingarrannsóknin hefur verið til umfjöllunar í namibískum miðlum. Í frétt Namibian frá því í október kemur fram að nefnd um varnir gegn spillingu beini sjónum sínum einkum að fiskveiðiheimildum að verðmæti 150 milljóna namibískra dala, tæpum 1,3 milljarði íslenskra króna, sem veittar hafi verið ríkisstjórn Angóla – svo og sextíu milljón Namibíudölum sem miðillinn segir Samherja hafa komið undan. Í frétt Namibian segir jafnframt að stjórnvöld hafi áhyggjur af því að reynt verði að hafa áhrif á rannsóknina. Tveir menn hafa verið sérstaklega nefndir sem viðfangsefni rannsóknarnefndarinnar. Þeir eru Bernhard Esau, sjávarútvegsráðherra Namibíu, og James Hatuikulipi, stjórnarformaður Fischor, namibísks sjávarútvegsfyrirtækis í ríkiseigu. Í frétt Namibian segir að þeir tengist fjölskylduböndum en sá síðarnefndi er skyldur tengdasyni Esau, Tamson Hatuikulipi. Tamson þessi er giftur Ndapandula, dóttur sjávarútvegsráðherrans. Í frétt namibíska miðilsins The Patriot um mál áðurnefndrar Neumbo kemur fram að hún sé náin vinkona dóttur ráðherrans og hafi verið brúðarmær í brúðkaupi hennar. Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherji sendir frá sér yfirlýsingu vegna fyrirhugaðrar umfjöllunar um meint brot Þar segir að fyrrverandi stjórnandi Samherja í Namibíu hafi farið til fjölmiðla og lagt fram ásakanir á hendur núverandi og fyrrverandi stjórnendum Samherja. 11. nóvember 2019 18:39 Namibísk fyrirtæki saka Samherja um svik upp á tæpan milljarð Fjallað er um ásakanirnar á hendur Samherja í frétt Confidénte. 3. desember 2016 20:29 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Nefnd um varnir gegn spillingu í Namibíu hefur um nokkurt skeið haft til rannsóknar ásakanir tengdar fyrirtækjum í eigu Samherja þar í landi um stórfelld undanskot fjármuna. Namibískir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um málið síðustu misseri, einkum ásakanir stjórnarformanns Sinco Fishing, félags sem starfað hefur með Samherja í Namibíu. Samherji sagði í yfirlýsingu í gær að útgerðin myndi ekki tjá sig frekar um mál sín í Namibíu fyrr en að lokinni rannsókn á starfsemi fyrirtækisins. Félög tengd Samherja hafa um árabil stundað fiskveiðar við vesturströnd Afríku. Málið sem nú hefur verið til umfjöllunar snýst um félagið Arcticnam, áður Esja Fishing, sem var stofnað árið 2015. Namibísku félögin Sinco Fishing og Epango Fishing eiga samanlagt 51% hlut í félaginu en Samherji 49%, í gegnum félag sitt Esju Holding.Segja 500 milljónir hafa horfið úr félaginu Ítarlega hefur verið fjallað um málefni Samherja í namibískum miðlum, einkum í fjölmiðlinum Namibian. Miðillinn greindi frá því í september síðastliðnum að Sharon Neumbo stjórnarformaður Sinco hefði leitað til lögreglu í sama mánuði vegna milljónamillifærslu út af reikningum Arcticnam, sem hún taldi ólöglega. Samkvæmt fréttinni var Neumbo þó sjálf handtekin daginn eftir vegna gruns um að hún hefði svikið hundruð þúsund namibískra dala út úr sínu eigin félagi. Henni hafi verið sleppt úr haldi skömmu síðar. Umfjöllun Namibian er byggð á ýmsum gögnum sem miðillinn kveðst hafa undir höndum, svo og samtölum við aðila málsins. Farið er ítarlega yfir ásakanir Neumbo í fréttinni og málið rakið til ársins 2016 þegar grunsemdir vöknuðu meðal namibískra hluthafa í Arcticnam um að 60 milljónir namibískra dala, um 500 milljónir íslenskra króna, hefðu „horfið“ úr félaginu.Sjá einnig: Namibísk fyrirtæki saka Samherja um svik upp á tæpan milljarð Haft er eftir Neumbo í skýrslu, sem lögregla á að hafa tekið af henni, að Samherji hefði gefið þær skýringar að um hafi verið að ræða svokölluð afnotagjöld (e. royalty payment) sem lögð hafi verið inn á reikninga íslensku félaganna Mermaria Seafoods í Namibíu og Marmaria Investments á Máritíusi. Þá er enn fremur haft eftir Neumbo að namibísku félögin hafi ákveðið að tilkynna málið til lögreglu en í frétt Namibian segir að málið hafi verið fellt niður að beiðni félaganna í árslok 2016. Það hafi svo verið þetta mál sem Neumbo tilkynnti til lögreglu í september og óskaði eftir að yrði tekið upp á ný.Sakar Jóhannes um að hafa samþykkt greiðslurnar Í fréttinni kemur einnig fram að féð hafi verið millifært af bankareikningi Arcticnam í þremur færslum, þeirri fyrstu í nóvember 2015 og síðustu í júní árið 2016. Neumbo segir að Jóhannes Stefánsson, þáverandi stjórnandi Samherja í Namibíu, hafi verið annar þeirra sem samþykkti beiðnir um greiðslurnar. Fréttaskýringaþáttur Ríkisútvarpsins, Kveikur, hefur boðað að hulunni verði svipt af vafasömum viðskiptaháttum íslensks stórfyrirtækis í kvöld. Samherji sendi í gær frá sér yfirlýsingu vegna fyrirhugaðrar umfjöllunar Ríkisútvarpsins um meint brot sem varða starfsemi útgerðarinnar í Namibíu. Þar kemur fram að útgerðin hafi „orðið þess áskynja“ að áðurnefndur Jóhannes hafi „farið til fjölmiðla og lagt fram alvarlegar ásakanir á hendur núverandi og fyrrverandi stjórnendum Samherja“. Þá hafi Samherji fengið veður af því í ársbyrjun 2016 að „ekki væri allt með felldu í rekstrinum í Namibíu.“ Eftir nokkurra mánaða vinnu af hálfu fyrrverandi rannsóknarlögreglumanns hjá sérstökum saksóknara, sem sendur var til Namibíu til að rannsaka málið, var Jóhannesi sagt upp störfum án tafar. Þá segir í yfirlýsingunni að Jóhannes, beint og ásamt samstarfsmönnum sínum, hafi krafist hárra fjárhæða frá Samherja. Samherji hyggst ekki tjá sig um einstakar ásakanir fyrr en niðurstaða ítarlegrar rannsóknar alþjóðlegu lögmannsstofunnar Wikborg Rein á starfsemi útgerðarinnar í Afríku liggur fyrir, að því er fram kemur í yfirlýsingunni. Samherji segist hafa ráðið Wikborg Rein til verksins. Í frétt Namibian segir að namibísku hluthafarnir beini spjótum sínum að Samherja. Hluthafarnir saki félagið um að hafa búið svo um hnútana að millifærslurnar rötuðu í vasa embættismanna í Namibíu. Miðillinn kveðst jafnframt hafa leitað viðbragða hjá Agli Árnasyni, sem gætir hagsmuna Samherja í Namibíu, en hann hafi vísað á lögmenn útgerðarinnar.Könnuðust ekki við spillingarrannsókn í sumar Síðast í júlí fjölluðu íslenskir miðlar um málefni Samherja í Namibíu. Þá stefndu Sinco og Epango Samherja til að koma í veg fyrir sölu á fiskiskipi í sameiginlegri eigu þeirra. Skipið, ber nafnið Heinaste, er metið á 400 milljónir namibískra dala, eða sem samsvarar um 3,4 milljörðum íslenskra króna á núverandi gengi. Dómstóll í Windhoek, höfuðborg Namibíu, hafnaði að endingu kröfum Sinco og Epango. Í frétt Namibian var einnig fullyrt að umfangsmikil spillingarrannsókn, sem tengdist umsvifum Samherja undir merkjum Esju Holding í Namibíu, væri í gangi. Innt eftir viðbrögðum við þeim fullyrðingum sagði Arna McClure, innanhúslögmaður Samherja, í samtali við Vísi að Samherji hefði ekki fengið neinar upplýsingar um slíka rannsókn. Enginn frá yfirvöldum þar hefði sett sig í samband við félagið.Sögð náin vinkona dóttur ráðherrans Spillingarrannsóknin hefur verið til umfjöllunar í namibískum miðlum. Í frétt Namibian frá því í október kemur fram að nefnd um varnir gegn spillingu beini sjónum sínum einkum að fiskveiðiheimildum að verðmæti 150 milljóna namibískra dala, tæpum 1,3 milljarði íslenskra króna, sem veittar hafi verið ríkisstjórn Angóla – svo og sextíu milljón Namibíudölum sem miðillinn segir Samherja hafa komið undan. Í frétt Namibian segir jafnframt að stjórnvöld hafi áhyggjur af því að reynt verði að hafa áhrif á rannsóknina. Tveir menn hafa verið sérstaklega nefndir sem viðfangsefni rannsóknarnefndarinnar. Þeir eru Bernhard Esau, sjávarútvegsráðherra Namibíu, og James Hatuikulipi, stjórnarformaður Fischor, namibísks sjávarútvegsfyrirtækis í ríkiseigu. Í frétt Namibian segir að þeir tengist fjölskylduböndum en sá síðarnefndi er skyldur tengdasyni Esau, Tamson Hatuikulipi. Tamson þessi er giftur Ndapandula, dóttur sjávarútvegsráðherrans. Í frétt namibíska miðilsins The Patriot um mál áðurnefndrar Neumbo kemur fram að hún sé náin vinkona dóttur ráðherrans og hafi verið brúðarmær í brúðkaupi hennar.
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherji sendir frá sér yfirlýsingu vegna fyrirhugaðrar umfjöllunar um meint brot Þar segir að fyrrverandi stjórnandi Samherja í Namibíu hafi farið til fjölmiðla og lagt fram ásakanir á hendur núverandi og fyrrverandi stjórnendum Samherja. 11. nóvember 2019 18:39 Namibísk fyrirtæki saka Samherja um svik upp á tæpan milljarð Fjallað er um ásakanirnar á hendur Samherja í frétt Confidénte. 3. desember 2016 20:29 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Samherji sendir frá sér yfirlýsingu vegna fyrirhugaðrar umfjöllunar um meint brot Þar segir að fyrrverandi stjórnandi Samherja í Namibíu hafi farið til fjölmiðla og lagt fram ásakanir á hendur núverandi og fyrrverandi stjórnendum Samherja. 11. nóvember 2019 18:39
Namibísk fyrirtæki saka Samherja um svik upp á tæpan milljarð Fjallað er um ásakanirnar á hendur Samherja í frétt Confidénte. 3. desember 2016 20:29