Á 142 kílómetra hraða undir áhrifum áfengis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 20:15 Alls voru 39 kærðir fyrir að aka of hratt í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi í liðinni viku. vísir/vilhelm Erlendur ferðamaður sem var á ferð um Suðurlandsveg við Stórólfshvol síðastliðinn þriðjudag var tekinn á 142 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Var manninum gert að greiða 420 þúsund krónur í sekt auk þess sem hann var sviptur ökuréttindum í 18 mánuði en að því er segir á vef lögreglunnar spilar þar inn í að hann var undir áhrifum áfengis við stýrið. Mældist áfengismagn í blóði hans 1,57 prómill. Tveimur dögum síðar var ökumaður sem ók bíl sínum á 163 kílómetra hraða um Suðurlandsveg við Dalsel sektaður um 230 þúsund krónur ásamt viðeigandi sviptingu ökuréttinda. Er hámarkshraðinn þar sem hann ók 90 kílómetrar á klukkustund en alls voru 37 aðrir kærðir fyrir að aka of hratt í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi í liðinni viku. Þá voru 17 umferðaróhöpp í umdæminu og tvö önnur slys. Flest hafi umferðarslysin verið án meiðsla eða meiðsli í minniháttar. 4. nóvember varð árekstur tveggja jepplinga sem komu úr gagnstæðum áttum á Suðurlandsvegi við Sléttaland. Ökumenn og farþegar beggja bíla voru flutt á sjúkrahús í Reykjavík með þyrlu Landhelgisgæslunnar og eru öll eitthvað meidd en þó ekki lífshættulega, að því er segir á vef lögreglunnar. Daginn eftir varð síðan árekstur jepplings og vöruflutningabifreiðar á þjóðvegi 1, skammt frá Steinavötnum. „Jepplingurinn virðist hafa flotið upp í krapi og lent framan á vörubifreiðinni með þeim afleiðingum að framhjól rifnaði undan vörubifreiðinni auk þess sem jepplingurinn gjöreyðilagðist. Bæði ökumaður og farþegi jepplingsins voru fluttir með þyrlu LHG á sjúkrahús í Reykjavík ásamt ökumanni vörubifreiðarinnar en meiðsl þeirra reyndust hins vegar mun minni en útlit var fyrir í upphafi,“ segir á vef lögreglunnar. Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Erlendur ferðamaður sem var á ferð um Suðurlandsveg við Stórólfshvol síðastliðinn þriðjudag var tekinn á 142 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Var manninum gert að greiða 420 þúsund krónur í sekt auk þess sem hann var sviptur ökuréttindum í 18 mánuði en að því er segir á vef lögreglunnar spilar þar inn í að hann var undir áhrifum áfengis við stýrið. Mældist áfengismagn í blóði hans 1,57 prómill. Tveimur dögum síðar var ökumaður sem ók bíl sínum á 163 kílómetra hraða um Suðurlandsveg við Dalsel sektaður um 230 þúsund krónur ásamt viðeigandi sviptingu ökuréttinda. Er hámarkshraðinn þar sem hann ók 90 kílómetrar á klukkustund en alls voru 37 aðrir kærðir fyrir að aka of hratt í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi í liðinni viku. Þá voru 17 umferðaróhöpp í umdæminu og tvö önnur slys. Flest hafi umferðarslysin verið án meiðsla eða meiðsli í minniháttar. 4. nóvember varð árekstur tveggja jepplinga sem komu úr gagnstæðum áttum á Suðurlandsvegi við Sléttaland. Ökumenn og farþegar beggja bíla voru flutt á sjúkrahús í Reykjavík með þyrlu Landhelgisgæslunnar og eru öll eitthvað meidd en þó ekki lífshættulega, að því er segir á vef lögreglunnar. Daginn eftir varð síðan árekstur jepplings og vöruflutningabifreiðar á þjóðvegi 1, skammt frá Steinavötnum. „Jepplingurinn virðist hafa flotið upp í krapi og lent framan á vörubifreiðinni með þeim afleiðingum að framhjól rifnaði undan vörubifreiðinni auk þess sem jepplingurinn gjöreyðilagðist. Bæði ökumaður og farþegi jepplingsins voru fluttir með þyrlu LHG á sjúkrahús í Reykjavík ásamt ökumanni vörubifreiðarinnar en meiðsl þeirra reyndust hins vegar mun minni en útlit var fyrir í upphafi,“ segir á vef lögreglunnar.
Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira