Foreldrar grípa til mótmælaaðgerða vegna fyrirhugaðrar skólalokunar

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku sagði skólastjóri Vættaskóla að fyrirhugaðar breytingar séu bæði djarfar og tímabærar. Þær byggi á vel ígrunduðu mati fagfólks og kvaðst vona að þær nái fram að ganga. Þá hafa fulltrúar meirihluta skóla- og frístundaráðs sagt samgöngubætur vera grundvallarforsendu fyrir því að breytingarnar verði að veruleika.
Stór hluti foreldra og nemenda hefur verið á öðru máli og lýst miklum efasemdum um áformin. Fyrrverandi formaður nemendaráðs Kelduskóla Korpu skrifaði til að mynda grein sem birtist á Vísi í dag þar sem áformunum er mótmælt.
Þá hafa 7. bekkingar í skólanum sent borgarstjóra bréf þar sem segir meðal annars að þeim finnist ekki sanngjarnt að til standi að loka skólanum á þeim forsendum að nemendur séu of fáir. „Við höfum verið læra um barnasáttmálann og í honum stendur að það eigi að hlusta á skoðanir barna og taka þeim alvarlega. Okkur líður vel í skólanum og okkur þykir vænt um skólann okkar,“ segir meðal annars í bréfi barnanna til borgarstjóra.
Tengdar fréttir

Stofnun unglingaskóla lykilatriði í þessum breytingum
Faðir í Grafarvogi segir að ekkert hafi verið fjallað um faglegan þátt í kringum lokun Kelduskóla Korpu.

Foreldrar reiðir vegna ákvörðunar um lokun Kelduskóla-Korpu
Ákvörðun meirihluta borgarstjórnar um að loka deild Kelduskóla í Korpu í Grafarvogi hefur vakið mikla reiði meðal barna og foreldra í hverfinu. Þetta segir Ingvar Guðmundsson, faðir barns í skólanum.

Skólahald í Korpu mun leggjast af
Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi.

Segir vinnubrögðin vera meirihlutanum til skammar
Ákvörðun og vinnubrögð meirihlutans í Reykjavík um að skólahald í Kelduskóla-Korpu verði lagt niður eru til skammar að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Telur borgina mögulega skaðabótaskylda
Meirihlutinn í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur samþykkti tillögu um breytt skólahald í norðanverðum Grafarvogi, mun skólahald í Korpuskóla leggjast af.

Skólaráð Kelduskóla klofið í afstöðu sinni
Foreldrafélag Kelduskóla skorar á Reykjavíkurborg að hverfa alfarið frá áformum sem fela í sér lokun Kelduskóla Korpu. Skólaráð Kelduskóla er klofið í afstöðu sinni til fyrirhugaðra breytinga.

Segir of marga skóla í Grafarvogi miðað við fjölda barna
Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar ræddi tillögur um lokun Kelduskóla Korpu í Bítinu í morgun.