Foreldrar grípa til mótmælaaðgerða vegna fyrirhugaðrar skólalokunar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 20:30 Kelduskóla Korpu verður lokað nái tillagan fram að ganga. Fréttablaðið/Ernir Foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi ætla að grípa til mótmælaaðgerða í fyrramálið vegna fyrirhugaðra breytinga á skólahaldi í hverfinu. Skóla- og frístundaráð mun á fundi sínum á morgun taka afstöðu til tillögu meirihlutans sem meðal annars felur í sér að Kelduskóla Korpu verði lokað. Áformin hafa mætt nokkurri andstöðu en foreldrar ætla í fyrramálið að aka bílum sínum um götur hverfisins til að sýna fram á hve mikið umferð og mengun muni aukast, nái tillagan fram að ganga. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku sagði skólastjóri Vættaskóla að fyrirhugaðar breytingar séu bæði djarfar og tímabærar. Þær byggi á vel ígrunduðu mati fagfólks og kvaðst vona að þær nái fram að ganga. Þá hafa fulltrúar meirihluta skóla- og frístundaráðs sagt samgöngubætur vera grundvallarforsendu fyrir því að breytingarnar verði að veruleika. Stór hluti foreldra og nemenda hefur verið á öðru máli og lýst miklum efasemdum um áformin. Fyrrverandi formaður nemendaráðs Kelduskóla Korpu skrifaði til að mynda grein sem birtist á Vísi í dag þar sem áformunum er mótmælt. Þá hafa 7. bekkingar í skólanum sent borgarstjóra bréf þar sem segir meðal annars að þeim finnist ekki sanngjarnt að til standi að loka skólanum á þeim forsendum að nemendur séu of fáir. „Við höfum verið læra um barnasáttmálann og í honum stendur að það eigi að hlusta á skoðanir barna og taka þeim alvarlega. Okkur líður vel í skólanum og okkur þykir vænt um skólann okkar,“ segir meðal annars í bréfi barnanna til borgarstjóra. Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Stofnun unglingaskóla lykilatriði í þessum breytingum Faðir í Grafarvogi segir að ekkert hafi verið fjallað um faglegan þátt í kringum lokun Kelduskóla Korpu. 28. október 2019 23:45 Foreldrar reiðir vegna ákvörðunar um lokun Kelduskóla-Korpu Ákvörðun meirihluta borgarstjórnar um að loka deild Kelduskóla í Korpu í Grafarvogi hefur vakið mikla reiði meðal barna og foreldra í hverfinu. Þetta segir Ingvar Guðmundsson, faðir barns í skólanum. 21. október 2019 20:21 Skólahald í Korpu mun leggjast af Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi. 21. október 2019 16:10 Segir vinnubrögðin vera meirihlutanum til skammar Ákvörðun og vinnubrögð meirihlutans í Reykjavík um að skólahald í Kelduskóla-Korpu verði lagt niður eru til skammar að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. 22. október 2019 12:54 Telur borgina mögulega skaðabótaskylda Meirihlutinn í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur samþykkti tillögu um breytt skólahald í norðanverðum Grafarvogi, mun skólahald í Korpuskóla leggjast af. 23. október 2019 06:30 Skólaráð Kelduskóla klofið í afstöðu sinni Foreldrafélag Kelduskóla skorar á Reykjavíkurborg að hverfa alfarið frá áformum sem fela í sér lokun Kelduskóla Korpu. Skólaráð Kelduskóla er klofið í afstöðu sinni til fyrirhugaðra breytinga. 6. nóvember 2019 20:00 Segir of marga skóla í Grafarvogi miðað við fjölda barna Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar ræddi tillögur um lokun Kelduskóla Korpu í Bítinu í morgun. 22. október 2019 10:36 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Fleiri fréttir Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Sjá meira
Foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi ætla að grípa til mótmælaaðgerða í fyrramálið vegna fyrirhugaðra breytinga á skólahaldi í hverfinu. Skóla- og frístundaráð mun á fundi sínum á morgun taka afstöðu til tillögu meirihlutans sem meðal annars felur í sér að Kelduskóla Korpu verði lokað. Áformin hafa mætt nokkurri andstöðu en foreldrar ætla í fyrramálið að aka bílum sínum um götur hverfisins til að sýna fram á hve mikið umferð og mengun muni aukast, nái tillagan fram að ganga. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku sagði skólastjóri Vættaskóla að fyrirhugaðar breytingar séu bæði djarfar og tímabærar. Þær byggi á vel ígrunduðu mati fagfólks og kvaðst vona að þær nái fram að ganga. Þá hafa fulltrúar meirihluta skóla- og frístundaráðs sagt samgöngubætur vera grundvallarforsendu fyrir því að breytingarnar verði að veruleika. Stór hluti foreldra og nemenda hefur verið á öðru máli og lýst miklum efasemdum um áformin. Fyrrverandi formaður nemendaráðs Kelduskóla Korpu skrifaði til að mynda grein sem birtist á Vísi í dag þar sem áformunum er mótmælt. Þá hafa 7. bekkingar í skólanum sent borgarstjóra bréf þar sem segir meðal annars að þeim finnist ekki sanngjarnt að til standi að loka skólanum á þeim forsendum að nemendur séu of fáir. „Við höfum verið læra um barnasáttmálann og í honum stendur að það eigi að hlusta á skoðanir barna og taka þeim alvarlega. Okkur líður vel í skólanum og okkur þykir vænt um skólann okkar,“ segir meðal annars í bréfi barnanna til borgarstjóra.
Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Stofnun unglingaskóla lykilatriði í þessum breytingum Faðir í Grafarvogi segir að ekkert hafi verið fjallað um faglegan þátt í kringum lokun Kelduskóla Korpu. 28. október 2019 23:45 Foreldrar reiðir vegna ákvörðunar um lokun Kelduskóla-Korpu Ákvörðun meirihluta borgarstjórnar um að loka deild Kelduskóla í Korpu í Grafarvogi hefur vakið mikla reiði meðal barna og foreldra í hverfinu. Þetta segir Ingvar Guðmundsson, faðir barns í skólanum. 21. október 2019 20:21 Skólahald í Korpu mun leggjast af Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi. 21. október 2019 16:10 Segir vinnubrögðin vera meirihlutanum til skammar Ákvörðun og vinnubrögð meirihlutans í Reykjavík um að skólahald í Kelduskóla-Korpu verði lagt niður eru til skammar að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. 22. október 2019 12:54 Telur borgina mögulega skaðabótaskylda Meirihlutinn í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur samþykkti tillögu um breytt skólahald í norðanverðum Grafarvogi, mun skólahald í Korpuskóla leggjast af. 23. október 2019 06:30 Skólaráð Kelduskóla klofið í afstöðu sinni Foreldrafélag Kelduskóla skorar á Reykjavíkurborg að hverfa alfarið frá áformum sem fela í sér lokun Kelduskóla Korpu. Skólaráð Kelduskóla er klofið í afstöðu sinni til fyrirhugaðra breytinga. 6. nóvember 2019 20:00 Segir of marga skóla í Grafarvogi miðað við fjölda barna Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar ræddi tillögur um lokun Kelduskóla Korpu í Bítinu í morgun. 22. október 2019 10:36 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Fleiri fréttir Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Sjá meira
Stofnun unglingaskóla lykilatriði í þessum breytingum Faðir í Grafarvogi segir að ekkert hafi verið fjallað um faglegan þátt í kringum lokun Kelduskóla Korpu. 28. október 2019 23:45
Foreldrar reiðir vegna ákvörðunar um lokun Kelduskóla-Korpu Ákvörðun meirihluta borgarstjórnar um að loka deild Kelduskóla í Korpu í Grafarvogi hefur vakið mikla reiði meðal barna og foreldra í hverfinu. Þetta segir Ingvar Guðmundsson, faðir barns í skólanum. 21. október 2019 20:21
Skólahald í Korpu mun leggjast af Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi. 21. október 2019 16:10
Segir vinnubrögðin vera meirihlutanum til skammar Ákvörðun og vinnubrögð meirihlutans í Reykjavík um að skólahald í Kelduskóla-Korpu verði lagt niður eru til skammar að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. 22. október 2019 12:54
Telur borgina mögulega skaðabótaskylda Meirihlutinn í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur samþykkti tillögu um breytt skólahald í norðanverðum Grafarvogi, mun skólahald í Korpuskóla leggjast af. 23. október 2019 06:30
Skólaráð Kelduskóla klofið í afstöðu sinni Foreldrafélag Kelduskóla skorar á Reykjavíkurborg að hverfa alfarið frá áformum sem fela í sér lokun Kelduskóla Korpu. Skólaráð Kelduskóla er klofið í afstöðu sinni til fyrirhugaðra breytinga. 6. nóvember 2019 20:00
Segir of marga skóla í Grafarvogi miðað við fjölda barna Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar ræddi tillögur um lokun Kelduskóla Korpu í Bítinu í morgun. 22. október 2019 10:36