Formaður Blaðamannafélags Íslands segist ekki bjartsýnn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 18:46 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. vísir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að fundur félagsins hjá Ríkissáttasemjara í dag hafi gengið ágætlega. Fundurinn hafi verið um klukkutíma langur en hann hafi ekki skilað niðurstöðu. Ákveðið var að funda í smærri hópi á morgun en fundað verður á ný hjá Ríkissáttasemjara eftir hádegi á fimmtudag. Kjarasamningar félagsins hafa verið lausir frá því um áramót og hafa viðræður staðið í rúma sex mánuði. „Ég er ekki bjartsýnn, því miður, en á meðan að menn eru að tala saman er alltaf von til þess að mönnum takist að leysa málið með einhverjum hætti og við erum klárlega að vinna að því og maður reynir. Svo sjáum við bara hvert það leiðir en það er ómögulegt að segja hvernig þetta fer. Það er auðvitað orðið mjög áríðandi að við reynum að leysa málið,“ segir Hjálmar í samtali við fréttastofu. Hann segir að 30 tilvik af því sem félagið telji verkfallsbrot hafa komið upp á mbl.is og eitt tilvik hafi komið upp á RÚV þegar verkfall félagsins fór fram síðastliðinni föstudag. „Ég var á fundi með okkar lögmanni í morgun og eyddi hluta helgarinnar í það að undirbúa gögn fyrir hann um verkfallsbrotin. Hann er að undirbúa stefnu til félagsdóms og ég vona að hún klárist á morgun.“ Boðað hefur verið til verkfalls föstudaginn 15. nóvember, en þá verða störf lögð niður í átta klukkutíma, 22. nóvember, og verða störf þá lög niður í tólf klukkutíma, auk þess sem verkfall hefur verið boðað 28. nóvember náist samkomulag ekki. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdarstjóri Samtaka Atvinnulífsins, staðfesti að hluti samninganefndarinnar muni hittast aftur á morgun og að boðað hafi verið til fundar af Ríkissáttasemjara á fimmtudag. „Hver fundur færir okkur nær lausn.“Fréttin var uppfærð kl. 20:50 eftir að rætt hafði verið við framkvæmdarstjóra Samtaka Atvinnulífsins. Fjölmiðlar Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Gerir ekki athugasemd við það ef Blaðamannafélagið leitar til Félagsdóms Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir leikreglur verkfalla nokkuð skýrar. 8. nóvember 2019 20:00 Lýsir klárum verkfallsbrotum og skilur ekkert í stjórnendum Morgunblaðsins og RÚV Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. 8. nóvember 2019 16:21 Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum var í dag. 8. nóvember 2019 19:30 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Fleiri fréttir Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Sjá meira
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að fundur félagsins hjá Ríkissáttasemjara í dag hafi gengið ágætlega. Fundurinn hafi verið um klukkutíma langur en hann hafi ekki skilað niðurstöðu. Ákveðið var að funda í smærri hópi á morgun en fundað verður á ný hjá Ríkissáttasemjara eftir hádegi á fimmtudag. Kjarasamningar félagsins hafa verið lausir frá því um áramót og hafa viðræður staðið í rúma sex mánuði. „Ég er ekki bjartsýnn, því miður, en á meðan að menn eru að tala saman er alltaf von til þess að mönnum takist að leysa málið með einhverjum hætti og við erum klárlega að vinna að því og maður reynir. Svo sjáum við bara hvert það leiðir en það er ómögulegt að segja hvernig þetta fer. Það er auðvitað orðið mjög áríðandi að við reynum að leysa málið,“ segir Hjálmar í samtali við fréttastofu. Hann segir að 30 tilvik af því sem félagið telji verkfallsbrot hafa komið upp á mbl.is og eitt tilvik hafi komið upp á RÚV þegar verkfall félagsins fór fram síðastliðinni föstudag. „Ég var á fundi með okkar lögmanni í morgun og eyddi hluta helgarinnar í það að undirbúa gögn fyrir hann um verkfallsbrotin. Hann er að undirbúa stefnu til félagsdóms og ég vona að hún klárist á morgun.“ Boðað hefur verið til verkfalls föstudaginn 15. nóvember, en þá verða störf lögð niður í átta klukkutíma, 22. nóvember, og verða störf þá lög niður í tólf klukkutíma, auk þess sem verkfall hefur verið boðað 28. nóvember náist samkomulag ekki. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdarstjóri Samtaka Atvinnulífsins, staðfesti að hluti samninganefndarinnar muni hittast aftur á morgun og að boðað hafi verið til fundar af Ríkissáttasemjara á fimmtudag. „Hver fundur færir okkur nær lausn.“Fréttin var uppfærð kl. 20:50 eftir að rætt hafði verið við framkvæmdarstjóra Samtaka Atvinnulífsins.
Fjölmiðlar Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Gerir ekki athugasemd við það ef Blaðamannafélagið leitar til Félagsdóms Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir leikreglur verkfalla nokkuð skýrar. 8. nóvember 2019 20:00 Lýsir klárum verkfallsbrotum og skilur ekkert í stjórnendum Morgunblaðsins og RÚV Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. 8. nóvember 2019 16:21 Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum var í dag. 8. nóvember 2019 19:30 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Fleiri fréttir Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Sjá meira
Gerir ekki athugasemd við það ef Blaðamannafélagið leitar til Félagsdóms Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir leikreglur verkfalla nokkuð skýrar. 8. nóvember 2019 20:00
Lýsir klárum verkfallsbrotum og skilur ekkert í stjórnendum Morgunblaðsins og RÚV Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. 8. nóvember 2019 16:21
Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum var í dag. 8. nóvember 2019 19:30