Formaður Blaðamannafélags Íslands segist ekki bjartsýnn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 18:46 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. vísir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að fundur félagsins hjá Ríkissáttasemjara í dag hafi gengið ágætlega. Fundurinn hafi verið um klukkutíma langur en hann hafi ekki skilað niðurstöðu. Ákveðið var að funda í smærri hópi á morgun en fundað verður á ný hjá Ríkissáttasemjara eftir hádegi á fimmtudag. Kjarasamningar félagsins hafa verið lausir frá því um áramót og hafa viðræður staðið í rúma sex mánuði. „Ég er ekki bjartsýnn, því miður, en á meðan að menn eru að tala saman er alltaf von til þess að mönnum takist að leysa málið með einhverjum hætti og við erum klárlega að vinna að því og maður reynir. Svo sjáum við bara hvert það leiðir en það er ómögulegt að segja hvernig þetta fer. Það er auðvitað orðið mjög áríðandi að við reynum að leysa málið,“ segir Hjálmar í samtali við fréttastofu. Hann segir að 30 tilvik af því sem félagið telji verkfallsbrot hafa komið upp á mbl.is og eitt tilvik hafi komið upp á RÚV þegar verkfall félagsins fór fram síðastliðinni föstudag. „Ég var á fundi með okkar lögmanni í morgun og eyddi hluta helgarinnar í það að undirbúa gögn fyrir hann um verkfallsbrotin. Hann er að undirbúa stefnu til félagsdóms og ég vona að hún klárist á morgun.“ Boðað hefur verið til verkfalls föstudaginn 15. nóvember, en þá verða störf lögð niður í átta klukkutíma, 22. nóvember, og verða störf þá lög niður í tólf klukkutíma, auk þess sem verkfall hefur verið boðað 28. nóvember náist samkomulag ekki. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdarstjóri Samtaka Atvinnulífsins, staðfesti að hluti samninganefndarinnar muni hittast aftur á morgun og að boðað hafi verið til fundar af Ríkissáttasemjara á fimmtudag. „Hver fundur færir okkur nær lausn.“Fréttin var uppfærð kl. 20:50 eftir að rætt hafði verið við framkvæmdarstjóra Samtaka Atvinnulífsins. Fjölmiðlar Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Gerir ekki athugasemd við það ef Blaðamannafélagið leitar til Félagsdóms Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir leikreglur verkfalla nokkuð skýrar. 8. nóvember 2019 20:00 Lýsir klárum verkfallsbrotum og skilur ekkert í stjórnendum Morgunblaðsins og RÚV Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. 8. nóvember 2019 16:21 Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum var í dag. 8. nóvember 2019 19:30 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að fundur félagsins hjá Ríkissáttasemjara í dag hafi gengið ágætlega. Fundurinn hafi verið um klukkutíma langur en hann hafi ekki skilað niðurstöðu. Ákveðið var að funda í smærri hópi á morgun en fundað verður á ný hjá Ríkissáttasemjara eftir hádegi á fimmtudag. Kjarasamningar félagsins hafa verið lausir frá því um áramót og hafa viðræður staðið í rúma sex mánuði. „Ég er ekki bjartsýnn, því miður, en á meðan að menn eru að tala saman er alltaf von til þess að mönnum takist að leysa málið með einhverjum hætti og við erum klárlega að vinna að því og maður reynir. Svo sjáum við bara hvert það leiðir en það er ómögulegt að segja hvernig þetta fer. Það er auðvitað orðið mjög áríðandi að við reynum að leysa málið,“ segir Hjálmar í samtali við fréttastofu. Hann segir að 30 tilvik af því sem félagið telji verkfallsbrot hafa komið upp á mbl.is og eitt tilvik hafi komið upp á RÚV þegar verkfall félagsins fór fram síðastliðinni föstudag. „Ég var á fundi með okkar lögmanni í morgun og eyddi hluta helgarinnar í það að undirbúa gögn fyrir hann um verkfallsbrotin. Hann er að undirbúa stefnu til félagsdóms og ég vona að hún klárist á morgun.“ Boðað hefur verið til verkfalls föstudaginn 15. nóvember, en þá verða störf lögð niður í átta klukkutíma, 22. nóvember, og verða störf þá lög niður í tólf klukkutíma, auk þess sem verkfall hefur verið boðað 28. nóvember náist samkomulag ekki. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdarstjóri Samtaka Atvinnulífsins, staðfesti að hluti samninganefndarinnar muni hittast aftur á morgun og að boðað hafi verið til fundar af Ríkissáttasemjara á fimmtudag. „Hver fundur færir okkur nær lausn.“Fréttin var uppfærð kl. 20:50 eftir að rætt hafði verið við framkvæmdarstjóra Samtaka Atvinnulífsins.
Fjölmiðlar Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Gerir ekki athugasemd við það ef Blaðamannafélagið leitar til Félagsdóms Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir leikreglur verkfalla nokkuð skýrar. 8. nóvember 2019 20:00 Lýsir klárum verkfallsbrotum og skilur ekkert í stjórnendum Morgunblaðsins og RÚV Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. 8. nóvember 2019 16:21 Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum var í dag. 8. nóvember 2019 19:30 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Gerir ekki athugasemd við það ef Blaðamannafélagið leitar til Félagsdóms Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir leikreglur verkfalla nokkuð skýrar. 8. nóvember 2019 20:00
Lýsir klárum verkfallsbrotum og skilur ekkert í stjórnendum Morgunblaðsins og RÚV Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. 8. nóvember 2019 16:21
Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum var í dag. 8. nóvember 2019 19:30