Sigmundur sáttur við svar umhverfisráðherra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 16:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður miðflokksins. vísir/vilhelm „Aldrei þessu vant er ég bara sáttur við svar ráðherra í ríkisstjórn Íslands,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins á Alþingi í dag. Vísaði hann þar til svars Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma. Sigmundur spurði hvort ráðherra styddi markmið umhverfisverndarsamtakanna Extinction Rebellion um að stefna að því að losun gróðurhúsalofttegunda verði algjörlega hætt árið 2025. Sigmundur sagði samtökin hafa vakið athygli víða fyrir öfgakennda framgöngu og málflutning en Sigmundur sagði að umhverfisráðherra hafi lýst yfir stuðningi við samtökin. Í svari sínu kvaðst Guðmundur Ingi ekki minnast þess að hafa stutt samtökin. Hann kunni aftur á móti að hafa líkað við þau á samfélagsmiðlum til að fylgjast með. „Þar sem að þingmaðurinn talar um sérstök markmið um að ná niður nettólosun í núll 2025, þá er það eitthvað sem ég tel að sé ekki hægt. Það er ekki raunhæft að gera það. Það væri auðvitað mjög æskilegt að við gætum gert það en ég tel alls ekki raunhæft að ná því markmiði,“ svaraði Guðmundur Ingi. Þetta svar Guðmundar Inga var Sigmundi vel að skapi. „Ég vona að þetta gefi einhverja vísbendingu um það sem koma skal og að stjórnvöld muni innleiða aukna hófsemd í baráttunni við loftslagsbreytingar í þeim skilningi að menn líti í auknum mæli til vísinda og staðreynda og leiti aðgerða sem geta raunverulega virkað,“ sagði Sigmundur. Í síðara svari sínu áréttaði Guðmundur Ingi þó að hann telji mikilvægt að Íslendingar og aðrar þjóðir setji sér metnaðarfull markmið í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. „Ég hef líka sagt að við þurfum að gera ennþá betur. Við erum að stíga mjög stór skref þegar kemur að þessum málum og vísa þar með meðal annars í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar frá því í september 2018 og þær fjölmörgu aðgerðir sem þar hefur verið gripið til,“ sagði Guðmundur Ingi. Alþingi Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
„Aldrei þessu vant er ég bara sáttur við svar ráðherra í ríkisstjórn Íslands,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins á Alþingi í dag. Vísaði hann þar til svars Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma. Sigmundur spurði hvort ráðherra styddi markmið umhverfisverndarsamtakanna Extinction Rebellion um að stefna að því að losun gróðurhúsalofttegunda verði algjörlega hætt árið 2025. Sigmundur sagði samtökin hafa vakið athygli víða fyrir öfgakennda framgöngu og málflutning en Sigmundur sagði að umhverfisráðherra hafi lýst yfir stuðningi við samtökin. Í svari sínu kvaðst Guðmundur Ingi ekki minnast þess að hafa stutt samtökin. Hann kunni aftur á móti að hafa líkað við þau á samfélagsmiðlum til að fylgjast með. „Þar sem að þingmaðurinn talar um sérstök markmið um að ná niður nettólosun í núll 2025, þá er það eitthvað sem ég tel að sé ekki hægt. Það er ekki raunhæft að gera það. Það væri auðvitað mjög æskilegt að við gætum gert það en ég tel alls ekki raunhæft að ná því markmiði,“ svaraði Guðmundur Ingi. Þetta svar Guðmundar Inga var Sigmundi vel að skapi. „Ég vona að þetta gefi einhverja vísbendingu um það sem koma skal og að stjórnvöld muni innleiða aukna hófsemd í baráttunni við loftslagsbreytingar í þeim skilningi að menn líti í auknum mæli til vísinda og staðreynda og leiti aðgerða sem geta raunverulega virkað,“ sagði Sigmundur. Í síðara svari sínu áréttaði Guðmundur Ingi þó að hann telji mikilvægt að Íslendingar og aðrar þjóðir setji sér metnaðarfull markmið í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. „Ég hef líka sagt að við þurfum að gera ennþá betur. Við erum að stíga mjög stór skref þegar kemur að þessum málum og vísa þar með meðal annars í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar frá því í september 2018 og þær fjölmörgu aðgerðir sem þar hefur verið gripið til,“ sagði Guðmundur Ingi.
Alþingi Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira