Málefni Korpu og rangfærslur skólayfirvalda Sófus Máni Bender skrifar 11. nóvember 2019 16:22 Ég undirritaður Sófus Máni Bender formaður nemandafélags Kelduskóla-Vík skólaárið 2018–2019 lýsi yfir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin í skólamálum Staðahverfis. Ég sat fundi í skólaráði fyrir hönd nemenda síðastliðið skólaár þar sem bornar voru upp þær hugmyndir að loka Korpu í Staðahverfi af rekstrarlegum forsendum. Fyrsti fundur um þetta mál var alveg hræðilegur. Framkoma Reykjavíkurborgar var til háborinnar skammar. Á fundinum töluðu ráðamenn um það að heyra í íbúum og kennurum. Lítið var talað um nemendur í þessu samhengi þrátt fyrir þá stefnu Reykjavíkurborgar að hlusta markvisst á raddir nemenda. Mér finnst með þessari framkomu brotið á réttindum barnana og sú hugmynd að gefa þeim rödd ekki virt. Það er ekki hlustað á okkur! Borgarstjórn Reykjavíkur er búin að lýsa því yfir að loka eigi skóla í Grafarvogi þvert á vilja barna og íbúa hverfisins. Ekkert okkar er ánægt með þessi sparnaðaráform. Væri ekki nær að spara kaup á hlutum sem skipta minna máli en menntun og velferð barna. Sem dæmi um bruðlið upp á síðkastið má nefna stráin við braggann í Nauthólsvík. Það bruðl sýnir vel það sukk sem í gangi er í borginni okkar og þau forgangsmál sem núverandi borgarstjórn stendur fyrir. Peningar skipta meira máli en skoðanir okkar hér í Staðahverfi. Það að flytja inn strá er ekki einu sinni umhverfisvænt og samræmist ekki stefnu borgarinnar í umhverfismálum. Íbúar í Staðahverfi hafa þurft að berjast fyrir tilvist skólans of lengi. Í upphafi var skólinn á Korpúlfsstöðum, íbúar börðust fyrir byggingu Korpuskóla og fengum við að vera þar í smá stund þangað til skólarnir Korpa og Vík voru sameinaðir. Á þessu stigi hlustuðu menntayfirvöld heldur aldrei á íbúa í Staðarhverfi. Þetta finnst mér fáránlegt. Það er ekki hlustað á þarfir barna og vilja þeirra. Krakkar eiga að hafa rödd í málum um umhverfi sitt, framtíð sína og námið. Einnig eiga þau rétt á að stunda nám í hverfinu sínu og hafa eitthvað um sameiningu og lokanir að segja. Ég hef áhyggjur af líðan og velferð barnanna í hverfinu. Af hverju er ekki verið að hugsa meira um velferð? Við erum framtíðin! Það er mikilvægt fyrir börn að stunda nám sem næst heimilum sínum og í umhverfi sem þau þekkja og treysta. Mér finnst mikilvægt að borgin eigi líka að fara með rétt mál. Mér finnst ekki hægt að kalla þetta samráð um skólamál í Reykjavík. Köllum þetta heldur réttum nöfnum það er upplýsingar um fyrirætlanir borgarinnar um lokanir. Ég hvet borgarstjórn Reykjavíkurborgar að endurskoða afstöðu sína í skólamálum Staðhverfis og vinna með okkur í staðinn fyrir að vinna gegn okkur. Krakkarnir í Staðahverfi eru búnir að skapa sér stöðu, öryggi og þægindi í hverfisskólanum. Ef þið viljið flytja þau eruð þið bara að kalla fram kvíða og skapa þeim óöryggi. Það tekur suma langan tíma að venjast nýju umhverfi. Með von um samstarf og rétta ákvarðanatöku með börnum og í þágu þeirra. Sófus Máni Bender Fyrrverandi formaður nemendafélags Kelduskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lokun Kelduskóla, Korpu Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Ég undirritaður Sófus Máni Bender formaður nemandafélags Kelduskóla-Vík skólaárið 2018–2019 lýsi yfir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin í skólamálum Staðahverfis. Ég sat fundi í skólaráði fyrir hönd nemenda síðastliðið skólaár þar sem bornar voru upp þær hugmyndir að loka Korpu í Staðahverfi af rekstrarlegum forsendum. Fyrsti fundur um þetta mál var alveg hræðilegur. Framkoma Reykjavíkurborgar var til háborinnar skammar. Á fundinum töluðu ráðamenn um það að heyra í íbúum og kennurum. Lítið var talað um nemendur í þessu samhengi þrátt fyrir þá stefnu Reykjavíkurborgar að hlusta markvisst á raddir nemenda. Mér finnst með þessari framkomu brotið á réttindum barnana og sú hugmynd að gefa þeim rödd ekki virt. Það er ekki hlustað á okkur! Borgarstjórn Reykjavíkur er búin að lýsa því yfir að loka eigi skóla í Grafarvogi þvert á vilja barna og íbúa hverfisins. Ekkert okkar er ánægt með þessi sparnaðaráform. Væri ekki nær að spara kaup á hlutum sem skipta minna máli en menntun og velferð barna. Sem dæmi um bruðlið upp á síðkastið má nefna stráin við braggann í Nauthólsvík. Það bruðl sýnir vel það sukk sem í gangi er í borginni okkar og þau forgangsmál sem núverandi borgarstjórn stendur fyrir. Peningar skipta meira máli en skoðanir okkar hér í Staðahverfi. Það að flytja inn strá er ekki einu sinni umhverfisvænt og samræmist ekki stefnu borgarinnar í umhverfismálum. Íbúar í Staðahverfi hafa þurft að berjast fyrir tilvist skólans of lengi. Í upphafi var skólinn á Korpúlfsstöðum, íbúar börðust fyrir byggingu Korpuskóla og fengum við að vera þar í smá stund þangað til skólarnir Korpa og Vík voru sameinaðir. Á þessu stigi hlustuðu menntayfirvöld heldur aldrei á íbúa í Staðarhverfi. Þetta finnst mér fáránlegt. Það er ekki hlustað á þarfir barna og vilja þeirra. Krakkar eiga að hafa rödd í málum um umhverfi sitt, framtíð sína og námið. Einnig eiga þau rétt á að stunda nám í hverfinu sínu og hafa eitthvað um sameiningu og lokanir að segja. Ég hef áhyggjur af líðan og velferð barnanna í hverfinu. Af hverju er ekki verið að hugsa meira um velferð? Við erum framtíðin! Það er mikilvægt fyrir börn að stunda nám sem næst heimilum sínum og í umhverfi sem þau þekkja og treysta. Mér finnst mikilvægt að borgin eigi líka að fara með rétt mál. Mér finnst ekki hægt að kalla þetta samráð um skólamál í Reykjavík. Köllum þetta heldur réttum nöfnum það er upplýsingar um fyrirætlanir borgarinnar um lokanir. Ég hvet borgarstjórn Reykjavíkurborgar að endurskoða afstöðu sína í skólamálum Staðhverfis og vinna með okkur í staðinn fyrir að vinna gegn okkur. Krakkarnir í Staðahverfi eru búnir að skapa sér stöðu, öryggi og þægindi í hverfisskólanum. Ef þið viljið flytja þau eruð þið bara að kalla fram kvíða og skapa þeim óöryggi. Það tekur suma langan tíma að venjast nýju umhverfi. Með von um samstarf og rétta ákvarðanatöku með börnum og í þágu þeirra. Sófus Máni Bender Fyrrverandi formaður nemendafélags Kelduskóla
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar