Sósíalistar stefna að því að mynda ríkisstjórn hratt Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2019 16:21 Þingkosningarnar á Spáni í gær áttu að binda enda á þrátefli í þarlendu stjórnmálum. Úrslitin benda til enn meiri skautunar en var fyrir. Vísir/EPA Stjórnarmyndunarviðræður eftir þingkosningarnar á Spáni í gær eru þegar hafnar og eru sósíalistar sagðir reyna að púsla saman ríkisstjórn hratt. Leiðtogi miðhægriflokksins Borgaranna sagði af sér í dag eftir að flokkur hans tapaði töluverðu fylgi. Aðrar þingkosningarnar ársins fóru fram á Spáni í gær og reyndust úrslitin engu afdráttarlausari en í þeim fyrri. Sósíalistar eru sem fyrr stærsti flokkurinn á þingi þrátt fyrir að hafa tapað nokkrum þingsætum. Hægriflokkurinn Lýðflokkurinn bætti við sig fylgi og öfgahægriflokkurinn Vox vann verulega á. José Luis Abalos, einn leiðtoga Sósíalistaflokksins, segist vonast til þess að ný ríkisstjórn undir forystu flokksins geti tekið til starfa fyrir áramót. „Við ætlum að reyna að standa við loforð okkar um að mynda ríkisstjórn eins fljótt og auðið verður vegna þess að landið þarf á því að halda,“ sagði Abalos í dag. Sósíalistar hafa þó útilokað einhvers konar þjóðstjórn með Lýðflokknum sem er næst stærsti flokkurinn á þingi. Flókið gæti reynst fyrir þá að mynda stjórn sem stæðist vantraust í þinginu. Til þess þyrftu sósíalistar að reiða sig á stuðning vinstriflokksins Við getum, miðvinstriflokksins Más País, Borgaranna og nokkurra héraðsflokka til viðbótar, að sögn Reuters-fréttastofunnar.Flóð tilfinninga braust út þegar Albert Rivera tilkynnti um afsögn sína sem leiðtogi Borgaranna í dag.Vísir/EPAAfsögn Albert Rivera sem leiðtoga Borgaranna í dag er sögð geta styrkt stöðu Pedro Sánchez, leiðtoga Sósíalistaflokksins og starfandi forsætisráðherra. Rivera hafði lokað á ríkisstjórnarsamstarf við sósíalista þó að aðrir leiðtogar flokksins væru opnari fyrir því. Borgararnir fóru úr 57 þingsætum í tíu í kosningunum í gær. Þá er uppgangur öfgahægriflokksins Vox talinn geta þvingað flokka á vinstrivængnum til þess að leggja ágreining á hilluna og vinna saman. Þingflokkur Vox stækkaði úr 24 í 52. Áður en hann kom til sögunnar höfðu öfgahægriflokkar aldrei náð fleiri en einum þingmanni á spænska þingið frá lokum fasistastjórnar einræðisherrans Franco árið 1975. Kosið hefur verið í fjórgang á Spáni frá því í desember árið 2015. Þá var ríkisstjórn Lýðflokksins undir stjórn Mariano Rajoy orðin löskuð vegna efnahagskreppu og hneykslismála. Síðan þá hafa hvorki hægri- né vinstri flokkarnir náð hreinum meirihluta á þingi með þeim afleiðingum að stjórnarkreppa hefur ríkt nær látlaust síðan. Nú síðast náðu sósíalistar og Við getum ekki saman um formlegt ríkisstjórnarsamstarf. Því greip Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra, til þess ráðs að boða til nýrra kosninga til að höggva á hnútinn. Spánn Tengdar fréttir Nýjar kosningar gerðu lítið til þess að höggva á hnútinn Hægri öfgaflokkurinn Vox vann stórsigur í kosningunum og bætti við sig 28 sætum og hlaut því 52 sæti í heildina. 10. nóvember 2019 23:15 Hægriflokkar bæta við sig fylgi á Spáni Sósíalistaflokkur Pedro Sánchez forsætisráðherra tapar fylgi samkvæmt útgönguspám. Á sama tíma tvöfaldar hægri öfgaflokkurinn Vox fylgi sitt. 10. nóvember 2019 19:22 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Stjórnarmyndunarviðræður eftir þingkosningarnar á Spáni í gær eru þegar hafnar og eru sósíalistar sagðir reyna að púsla saman ríkisstjórn hratt. Leiðtogi miðhægriflokksins Borgaranna sagði af sér í dag eftir að flokkur hans tapaði töluverðu fylgi. Aðrar þingkosningarnar ársins fóru fram á Spáni í gær og reyndust úrslitin engu afdráttarlausari en í þeim fyrri. Sósíalistar eru sem fyrr stærsti flokkurinn á þingi þrátt fyrir að hafa tapað nokkrum þingsætum. Hægriflokkurinn Lýðflokkurinn bætti við sig fylgi og öfgahægriflokkurinn Vox vann verulega á. José Luis Abalos, einn leiðtoga Sósíalistaflokksins, segist vonast til þess að ný ríkisstjórn undir forystu flokksins geti tekið til starfa fyrir áramót. „Við ætlum að reyna að standa við loforð okkar um að mynda ríkisstjórn eins fljótt og auðið verður vegna þess að landið þarf á því að halda,“ sagði Abalos í dag. Sósíalistar hafa þó útilokað einhvers konar þjóðstjórn með Lýðflokknum sem er næst stærsti flokkurinn á þingi. Flókið gæti reynst fyrir þá að mynda stjórn sem stæðist vantraust í þinginu. Til þess þyrftu sósíalistar að reiða sig á stuðning vinstriflokksins Við getum, miðvinstriflokksins Más País, Borgaranna og nokkurra héraðsflokka til viðbótar, að sögn Reuters-fréttastofunnar.Flóð tilfinninga braust út þegar Albert Rivera tilkynnti um afsögn sína sem leiðtogi Borgaranna í dag.Vísir/EPAAfsögn Albert Rivera sem leiðtoga Borgaranna í dag er sögð geta styrkt stöðu Pedro Sánchez, leiðtoga Sósíalistaflokksins og starfandi forsætisráðherra. Rivera hafði lokað á ríkisstjórnarsamstarf við sósíalista þó að aðrir leiðtogar flokksins væru opnari fyrir því. Borgararnir fóru úr 57 þingsætum í tíu í kosningunum í gær. Þá er uppgangur öfgahægriflokksins Vox talinn geta þvingað flokka á vinstrivængnum til þess að leggja ágreining á hilluna og vinna saman. Þingflokkur Vox stækkaði úr 24 í 52. Áður en hann kom til sögunnar höfðu öfgahægriflokkar aldrei náð fleiri en einum þingmanni á spænska þingið frá lokum fasistastjórnar einræðisherrans Franco árið 1975. Kosið hefur verið í fjórgang á Spáni frá því í desember árið 2015. Þá var ríkisstjórn Lýðflokksins undir stjórn Mariano Rajoy orðin löskuð vegna efnahagskreppu og hneykslismála. Síðan þá hafa hvorki hægri- né vinstri flokkarnir náð hreinum meirihluta á þingi með þeim afleiðingum að stjórnarkreppa hefur ríkt nær látlaust síðan. Nú síðast náðu sósíalistar og Við getum ekki saman um formlegt ríkisstjórnarsamstarf. Því greip Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra, til þess ráðs að boða til nýrra kosninga til að höggva á hnútinn.
Spánn Tengdar fréttir Nýjar kosningar gerðu lítið til þess að höggva á hnútinn Hægri öfgaflokkurinn Vox vann stórsigur í kosningunum og bætti við sig 28 sætum og hlaut því 52 sæti í heildina. 10. nóvember 2019 23:15 Hægriflokkar bæta við sig fylgi á Spáni Sósíalistaflokkur Pedro Sánchez forsætisráðherra tapar fylgi samkvæmt útgönguspám. Á sama tíma tvöfaldar hægri öfgaflokkurinn Vox fylgi sitt. 10. nóvember 2019 19:22 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Nýjar kosningar gerðu lítið til þess að höggva á hnútinn Hægri öfgaflokkurinn Vox vann stórsigur í kosningunum og bætti við sig 28 sætum og hlaut því 52 sæti í heildina. 10. nóvember 2019 23:15
Hægriflokkar bæta við sig fylgi á Spáni Sósíalistaflokkur Pedro Sánchez forsætisráðherra tapar fylgi samkvæmt útgönguspám. Á sama tíma tvöfaldar hægri öfgaflokkurinn Vox fylgi sitt. 10. nóvember 2019 19:22