Flóttinn er fyrirbæri sem sagt er ný tegund afþreyingar sem að samtvinnar þrautaherbergi (e. escape room) borðspil og tölvuleik. Nýlega var þetta verkefni valið í topp tíu Gulleggsins, frumkvöðlakeppni Icelandic Startups sem er haldin ár hvert.
Flóttinn hefur nú fengið óvænta athygli vegna Play, nýs flugfélags sem hefur undanfarna daga verð að kynna sig til leiks. Hvernig má þetta vera?
Magnús Sigurbjörnsson er einn þeirra sem stendur að Flóttanum en hann við annan mann keypti vefslóðina play.is árið 2016. Þetta var fyrir rælni.
„Við ætluðum að gera eitthvað með þetta en það hefur ekki tekist,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Ekki fyrr en nú. Því ef menn slá inn play.is í vefslóðarreitinn í tölvu sinni sprettur upp síða þar sem vakin er athygli á Flóttanum og fólki gefst kostur á að skrá sig til leiks. Flóttinn mun koma út fyrri jól.
Magnús segir að merkja megi mikla aukningu á umferð inná þessa vefslóð eftir að flugfélagið Play kynnti sig til leiks. Verulega. En, þau hjá flugfélaginu hafa hins vegar ekki sett sig í samband við Magnús og félaga með það fyrir augum að falast eftir þessari vefslóð.
„Þeir eiga sjálfsagt eftir að heyra í okkur. Ef þeir ætla að gera þetta almennilega,“ segir Magnús. En, vefslóðin er til sölu fyrir rétt verð.
Vefslóðin play.is föl fyrir rétt verð
Jakob Bjarnar skrifar

Mest lesið

„Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“
Viðskipti innlent

KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti
Viðskipti innlent


Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju
Viðskipti innlent


Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs
Viðskipti innlent

VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi
Viðskipti innlent

Jón Guðni tekur við formennsku
Viðskipti innlent

Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent