Nýjar kosningar gerðu lítið til þess að höggva á hnútinn Sylvía Hall skrifar 10. nóvember 2019 23:15 Pedro Sánchez fagnar sigri í kosningunum. Þrátt fyrir að flokkurinn sé sá stærsti eftir kosningar er ljóst að afar erfitt verður að mynda ríkisstjórn. Vísir/AP Sósíalistaflokkur forsætisráðherrans Pedro Sánchez, PSOE, verður áfram stærsti flokkur á þingi eftir þingkosningarnar á Spáni þrátt fyrir að hafa tapað þremur þingsætum. Hægri öfgaflokkurinn Vox vann stórsigur í kosningunum og bætti við sig 28 sætum og hlaut því 52 sæti í heildina, samanborið við 24 í síðustu kosningum. Um er að ræða fjórðu kosningarnar á fjórum árum en erfiðlega hefur gengið að ná fram starfshæfri ríkisstjórn í landinu. Ekki er útlit fyrir að úrslit kvöldsins muni leysa þann vanda þar sem hvorki vinstri né hægri blokk þingsins hefur náð 176 sætum sem þarf til þess að mynda ríkisstjórn. Vinstri blokkinn með samtals 157 sæti gegn 149 sætum hægri blokkarinnar og nánast pólitískur ómöguleiki að mynda ríkisstjórn.Después del #10N, ¿qué sumas son posibles en el Congreso de los Diputados? Aquí van algunas aritméticamente viables, a cual más complicada de lograr políticamente. pic.twitter.com/XwfaxYaeYi — Jorge Galindo (@JorgeGalindo) November 10, 2019 Leiðtogi Vox, Santiago Abascal, ávarpaði stuðningsmenn sína í kvöld og sagði flokkinn hafa leitt bæði menningarlega og pólitíska breytingu í landinu með því að opna á umræður sem höfðu verið þaggaðar niður og sýnt vinstrinu að „sögunni sé ekki lokið“. „Þau hafa ekki siðferðilega yfirburði og við eigum sama rétt á að verja okkar hugmyndir án þess að vera smánuð og óvirt eins og við erum enn af fjölmiðlum,“ sagði Abascal við stuðningsmenn sína þegar úrslitin lágu nánast fyrir.Santiago Abascal fagnar með stuðningsmönnum sínum í kvöld.Vísir/EPAAukin skautun spænsku stjórnmálanna Svo virðist sem flokkarnir á hægri og vinstri væng stjórnmálanna hafi aukið verulega við fylgi sitt á meðan kvöldið var erfiðara fyrir miðjuflokkanna. Miðjuflokkurinn Ciudadanos tapaði 47 þingsætum og situr eftir með tíu sæti á þinginu.Sjá einnig: Hægriflokkar bæta við sig fylgi á Spáni Óhætt er að segja að sjálfstæðisbarátta Katalóna hafi spilað stóra rullu í kosningunum og gert það að verkum að Vox vann stóran kosningasigur og rúmlega tvöfaldaði fylgi sitt miðað við síðustu kosningar. Afstaða Vox til sjálfstæðisbaráttunnar var skýr og var flokkurinn andsnúinn því að sjálfstæði Katalóníu yrði viðurkennt. Deilur sjálfstæðissinna og sambandssina hafa því verið líkt og olía á eldinn fyrir stuðningsmenn flokksins og hagnaðist hann verulega á hörðum mótmælum undanfarinna vikna, þá sérstaklega hvað varðar fylgi meðal Spánverja utan Katalóníu. Málefni flóttafólks voru einnig á dagskránni hjá Vox sem tók afdráttarlausa afstöðu gegn straumi flóttafólks til landsins. Spánn Tengdar fréttir Hægriflokkar bæta við sig fylgi á Spáni Sósíalistaflokkur Pedro Sánchez forsætisráðherra tapar fylgi samkvæmt útgönguspám. Á sama tíma tvöfaldar hægri öfgaflokkurinn Vox fylgi sitt. 10. nóvember 2019 19:22 Vonast til að kosningarnar leysi úr pattstöðunni á Spáni Þingkosningar fara fram á Spáni á morgun. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu og framgangur hægri öfgaflokka hafa verið áberandi í kosningabaráttunni, en skoðanakannanir benda til að Vox verði einn af sigurvegurum kosninganna. 9. nóvember 2019 23:29 Mótmæltu heimsókn Spánarkonungs til Katalóníu Þúsundir úr röðum aðskilnaðarsinna í Katalóníu mótmæltu heimsókn Filipusar Spánarkonungs til Barcelona í gærkvöldi. 5. nóvember 2019 08:05 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Fleiri fréttir „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Sjá meira
Sósíalistaflokkur forsætisráðherrans Pedro Sánchez, PSOE, verður áfram stærsti flokkur á þingi eftir þingkosningarnar á Spáni þrátt fyrir að hafa tapað þremur þingsætum. Hægri öfgaflokkurinn Vox vann stórsigur í kosningunum og bætti við sig 28 sætum og hlaut því 52 sæti í heildina, samanborið við 24 í síðustu kosningum. Um er að ræða fjórðu kosningarnar á fjórum árum en erfiðlega hefur gengið að ná fram starfshæfri ríkisstjórn í landinu. Ekki er útlit fyrir að úrslit kvöldsins muni leysa þann vanda þar sem hvorki vinstri né hægri blokk þingsins hefur náð 176 sætum sem þarf til þess að mynda ríkisstjórn. Vinstri blokkinn með samtals 157 sæti gegn 149 sætum hægri blokkarinnar og nánast pólitískur ómöguleiki að mynda ríkisstjórn.Después del #10N, ¿qué sumas son posibles en el Congreso de los Diputados? Aquí van algunas aritméticamente viables, a cual más complicada de lograr políticamente. pic.twitter.com/XwfaxYaeYi — Jorge Galindo (@JorgeGalindo) November 10, 2019 Leiðtogi Vox, Santiago Abascal, ávarpaði stuðningsmenn sína í kvöld og sagði flokkinn hafa leitt bæði menningarlega og pólitíska breytingu í landinu með því að opna á umræður sem höfðu verið þaggaðar niður og sýnt vinstrinu að „sögunni sé ekki lokið“. „Þau hafa ekki siðferðilega yfirburði og við eigum sama rétt á að verja okkar hugmyndir án þess að vera smánuð og óvirt eins og við erum enn af fjölmiðlum,“ sagði Abascal við stuðningsmenn sína þegar úrslitin lágu nánast fyrir.Santiago Abascal fagnar með stuðningsmönnum sínum í kvöld.Vísir/EPAAukin skautun spænsku stjórnmálanna Svo virðist sem flokkarnir á hægri og vinstri væng stjórnmálanna hafi aukið verulega við fylgi sitt á meðan kvöldið var erfiðara fyrir miðjuflokkanna. Miðjuflokkurinn Ciudadanos tapaði 47 þingsætum og situr eftir með tíu sæti á þinginu.Sjá einnig: Hægriflokkar bæta við sig fylgi á Spáni Óhætt er að segja að sjálfstæðisbarátta Katalóna hafi spilað stóra rullu í kosningunum og gert það að verkum að Vox vann stóran kosningasigur og rúmlega tvöfaldaði fylgi sitt miðað við síðustu kosningar. Afstaða Vox til sjálfstæðisbaráttunnar var skýr og var flokkurinn andsnúinn því að sjálfstæði Katalóníu yrði viðurkennt. Deilur sjálfstæðissinna og sambandssina hafa því verið líkt og olía á eldinn fyrir stuðningsmenn flokksins og hagnaðist hann verulega á hörðum mótmælum undanfarinna vikna, þá sérstaklega hvað varðar fylgi meðal Spánverja utan Katalóníu. Málefni flóttafólks voru einnig á dagskránni hjá Vox sem tók afdráttarlausa afstöðu gegn straumi flóttafólks til landsins.
Spánn Tengdar fréttir Hægriflokkar bæta við sig fylgi á Spáni Sósíalistaflokkur Pedro Sánchez forsætisráðherra tapar fylgi samkvæmt útgönguspám. Á sama tíma tvöfaldar hægri öfgaflokkurinn Vox fylgi sitt. 10. nóvember 2019 19:22 Vonast til að kosningarnar leysi úr pattstöðunni á Spáni Þingkosningar fara fram á Spáni á morgun. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu og framgangur hægri öfgaflokka hafa verið áberandi í kosningabaráttunni, en skoðanakannanir benda til að Vox verði einn af sigurvegurum kosninganna. 9. nóvember 2019 23:29 Mótmæltu heimsókn Spánarkonungs til Katalóníu Þúsundir úr röðum aðskilnaðarsinna í Katalóníu mótmæltu heimsókn Filipusar Spánarkonungs til Barcelona í gærkvöldi. 5. nóvember 2019 08:05 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Fleiri fréttir „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Sjá meira
Hægriflokkar bæta við sig fylgi á Spáni Sósíalistaflokkur Pedro Sánchez forsætisráðherra tapar fylgi samkvæmt útgönguspám. Á sama tíma tvöfaldar hægri öfgaflokkurinn Vox fylgi sitt. 10. nóvember 2019 19:22
Vonast til að kosningarnar leysi úr pattstöðunni á Spáni Þingkosningar fara fram á Spáni á morgun. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu og framgangur hægri öfgaflokka hafa verið áberandi í kosningabaráttunni, en skoðanakannanir benda til að Vox verði einn af sigurvegurum kosninganna. 9. nóvember 2019 23:29
Mótmæltu heimsókn Spánarkonungs til Katalóníu Þúsundir úr röðum aðskilnaðarsinna í Katalóníu mótmæltu heimsókn Filipusar Spánarkonungs til Barcelona í gærkvöldi. 5. nóvember 2019 08:05