Handbolti

Snorri Steinn: Ég vissi ekki af þessu máli

Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson
Snorri Steinn Guðjónsson vísir/vilhelm
„Ég er ekki sammála því að þetta sé skyldusigur“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, eftir 8 marka sigur liðsins á HK.

„Auðvitað eigum við að vinna lið eins og HK en við erum bara ekki í þeirra stöðu að geta tekið eitthvað lið með vinstri,“ sagði Snorri Steinn um sigurinn á HK, en Valur átti slæma byrjun í vetur.

„Mér fannst við koma hrikalega flottir inní þennan leik, við bárum mikla virðingu fyrir HK enda voru þeir flottir á móti FH í síðasta leik“.

Hreiðar Levý Guðmundsson og Daníel Freyr Andrésson skiptu með sér hálfleikum í leiknum ásamt því þá rúllaði Snorri vel á liðinu en hann er þeirra gæfu að njótandi að vera með tvo góða leikmenn í hverri stöðu.

„Ég er auðvitað með tvo góða markmenn og var búinn að ákveða þetta fyrir leik en við erum líka að fara inní ákveðið leikja prógram og það er mikilvægt að allir séu á tánum og klárir í þetta“ sagði Snorri Steinn.

Sveinn Aron Sveinsson var ekki á skýrslu hjá Val í kvöld, hann var dæmdur fyrir líkamsárás í vikunni. Valur hefur ekki gefið út yfirlýsingu vegna málsins og vildi Snorri ekki tjá sig um þetta mál. Hvorki leikmenn né þjálfarar liðsins vissu af þessu máli fyrr en það barst í fréttir.

„Þetta mál er bara sorglegt fyrir alla aðila og er í ákveðni ferli innan félagsins. Að öðru leyti ætla ég ekki að tjá mig um það, það er framkvæmdarstjóri félagsins sem kommentar á þetta. Ég er ekki inní þessu ferli, það eru aðrir sem sjá um að taka þessa ákvörðun“ sagði Snorri Steinn að lokum.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×