Ferðatími milli Hvassahrauns og miðborgar skipti mestu máli Heimir Már Pétursson skrifar 29. nóvember 2019 23:17 Framkvæmdastjóri Air Iceland Connect segir skipta höfuðmáli upp á framtíð innanlandsflugs í Hvassahrauni að samgöngur þaðan til borgarinnar verði góðar og ferðatíminn stuttur. Það sé gott að búið sé að tryggja flugstarfsemi á Reykjavíkurflugvelli til næstu sautján ára. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og borgarstjóri skrifuðu í gær undir samkomulag um að standa saman að rannsóknum á flugskilyrðum, vatnsbúskap og fleiru varðandi möguleika á að hætta flugstarfsemi í Vatnsmýrinni og byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni sem jafnframt þjónaði sem varaflugvöllur fyrir millilandaflugið. Ef rannsóknir á næstu tveimur árum leiða í ljós að fýsilegt er að reisa nýjan flugvöll við Hvassahraun mun á næstu fimmtán til sautján árum rísa þar nýr innanlandsflugvöllur sem tekur allt innanlandsflugið, kennslu og æfingaflug sem og einkaflug. Flugvöllurinn mun kosta um 44 milljarða króna. Á sama tímabili er reiknað með að framkvæma fyrir um 160 milljarða króna á Keflavíkurflugvelli.„Það skiptir verulega miklu máli og það er tekið fram í þessu samkomulagi, hvernig samgöngum verður háttað til og frá flugvellinum. Fimmtíu prósent okkar farþega eru að leita í og sinna erindum innan við Kringlumýrarbrautina. Vestan við hana. Það þýðir auðvitað lengingu á ferðatíma fyrir þetta fólk. Ef Það verður ekki ásættanlegur ferðatími þarna á milli skerðir það samkeppnisstöðu okkar. Þannig að það er lykilatriði að ferðatími fólks sem lendir í Hvassahrauni sé sem stystur inn í miðborgina,” segir Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Air Iceland Connect.Það tók fréttamenn um miðjan dag í dag rúmar fimmtán mínútur að aka frá gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar að nálægum stað við mögulegan framtíðarflugvöll. Hins vegar styttist fjarlægðin milli innanlandsflugvallar þar og Keflavíkurflugvallar.„Það er auðvitað kostur að tengingar milli flugvalla verði auðveldari. Það er ekki síður mikilvægt og það er tekið fram í þessari skýrslu að tengingar á milli Hvassahrauns og Keflavíkur eru mjög mikilvægar líka. Þar liggur það svolítið beint við. Þar er nú þegar tvíbreiður vegur meirihlutann af þeirri leið,” segir Árni.Til næstu ára sé gott að friður verði um Reykjavíkurflugvöll. „Það setur okkur í þægilegri stöðu hvað það varðar að geta þá planað í þennan árafjölda. Að uppbygging hér geti tekið mið af því,” segir Árni Gunnarsson. Fréttir af flugi Reykjavík Samgöngur Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Sjá meira
Framkvæmdastjóri Air Iceland Connect segir skipta höfuðmáli upp á framtíð innanlandsflugs í Hvassahrauni að samgöngur þaðan til borgarinnar verði góðar og ferðatíminn stuttur. Það sé gott að búið sé að tryggja flugstarfsemi á Reykjavíkurflugvelli til næstu sautján ára. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og borgarstjóri skrifuðu í gær undir samkomulag um að standa saman að rannsóknum á flugskilyrðum, vatnsbúskap og fleiru varðandi möguleika á að hætta flugstarfsemi í Vatnsmýrinni og byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni sem jafnframt þjónaði sem varaflugvöllur fyrir millilandaflugið. Ef rannsóknir á næstu tveimur árum leiða í ljós að fýsilegt er að reisa nýjan flugvöll við Hvassahraun mun á næstu fimmtán til sautján árum rísa þar nýr innanlandsflugvöllur sem tekur allt innanlandsflugið, kennslu og æfingaflug sem og einkaflug. Flugvöllurinn mun kosta um 44 milljarða króna. Á sama tímabili er reiknað með að framkvæma fyrir um 160 milljarða króna á Keflavíkurflugvelli.„Það skiptir verulega miklu máli og það er tekið fram í þessu samkomulagi, hvernig samgöngum verður háttað til og frá flugvellinum. Fimmtíu prósent okkar farþega eru að leita í og sinna erindum innan við Kringlumýrarbrautina. Vestan við hana. Það þýðir auðvitað lengingu á ferðatíma fyrir þetta fólk. Ef Það verður ekki ásættanlegur ferðatími þarna á milli skerðir það samkeppnisstöðu okkar. Þannig að það er lykilatriði að ferðatími fólks sem lendir í Hvassahrauni sé sem stystur inn í miðborgina,” segir Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Air Iceland Connect.Það tók fréttamenn um miðjan dag í dag rúmar fimmtán mínútur að aka frá gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar að nálægum stað við mögulegan framtíðarflugvöll. Hins vegar styttist fjarlægðin milli innanlandsflugvallar þar og Keflavíkurflugvallar.„Það er auðvitað kostur að tengingar milli flugvalla verði auðveldari. Það er ekki síður mikilvægt og það er tekið fram í þessari skýrslu að tengingar á milli Hvassahrauns og Keflavíkur eru mjög mikilvægar líka. Þar liggur það svolítið beint við. Þar er nú þegar tvíbreiður vegur meirihlutann af þeirri leið,” segir Árni.Til næstu ára sé gott að friður verði um Reykjavíkurflugvöll. „Það setur okkur í þægilegri stöðu hvað það varðar að geta þá planað í þennan árafjölda. Að uppbygging hér geti tekið mið af því,” segir Árni Gunnarsson.
Fréttir af flugi Reykjavík Samgöngur Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Sjá meira