Ferðatími milli Hvassahrauns og miðborgar skipti mestu máli Heimir Már Pétursson skrifar 29. nóvember 2019 23:17 Framkvæmdastjóri Air Iceland Connect segir skipta höfuðmáli upp á framtíð innanlandsflugs í Hvassahrauni að samgöngur þaðan til borgarinnar verði góðar og ferðatíminn stuttur. Það sé gott að búið sé að tryggja flugstarfsemi á Reykjavíkurflugvelli til næstu sautján ára. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og borgarstjóri skrifuðu í gær undir samkomulag um að standa saman að rannsóknum á flugskilyrðum, vatnsbúskap og fleiru varðandi möguleika á að hætta flugstarfsemi í Vatnsmýrinni og byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni sem jafnframt þjónaði sem varaflugvöllur fyrir millilandaflugið. Ef rannsóknir á næstu tveimur árum leiða í ljós að fýsilegt er að reisa nýjan flugvöll við Hvassahraun mun á næstu fimmtán til sautján árum rísa þar nýr innanlandsflugvöllur sem tekur allt innanlandsflugið, kennslu og æfingaflug sem og einkaflug. Flugvöllurinn mun kosta um 44 milljarða króna. Á sama tímabili er reiknað með að framkvæma fyrir um 160 milljarða króna á Keflavíkurflugvelli.„Það skiptir verulega miklu máli og það er tekið fram í þessu samkomulagi, hvernig samgöngum verður háttað til og frá flugvellinum. Fimmtíu prósent okkar farþega eru að leita í og sinna erindum innan við Kringlumýrarbrautina. Vestan við hana. Það þýðir auðvitað lengingu á ferðatíma fyrir þetta fólk. Ef Það verður ekki ásættanlegur ferðatími þarna á milli skerðir það samkeppnisstöðu okkar. Þannig að það er lykilatriði að ferðatími fólks sem lendir í Hvassahrauni sé sem stystur inn í miðborgina,” segir Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Air Iceland Connect.Það tók fréttamenn um miðjan dag í dag rúmar fimmtán mínútur að aka frá gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar að nálægum stað við mögulegan framtíðarflugvöll. Hins vegar styttist fjarlægðin milli innanlandsflugvallar þar og Keflavíkurflugvallar.„Það er auðvitað kostur að tengingar milli flugvalla verði auðveldari. Það er ekki síður mikilvægt og það er tekið fram í þessari skýrslu að tengingar á milli Hvassahrauns og Keflavíkur eru mjög mikilvægar líka. Þar liggur það svolítið beint við. Þar er nú þegar tvíbreiður vegur meirihlutann af þeirri leið,” segir Árni.Til næstu ára sé gott að friður verði um Reykjavíkurflugvöll. „Það setur okkur í þægilegri stöðu hvað það varðar að geta þá planað í þennan árafjölda. Að uppbygging hér geti tekið mið af því,” segir Árni Gunnarsson. Fréttir af flugi Reykjavík Samgöngur Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Framkvæmdastjóri Air Iceland Connect segir skipta höfuðmáli upp á framtíð innanlandsflugs í Hvassahrauni að samgöngur þaðan til borgarinnar verði góðar og ferðatíminn stuttur. Það sé gott að búið sé að tryggja flugstarfsemi á Reykjavíkurflugvelli til næstu sautján ára. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og borgarstjóri skrifuðu í gær undir samkomulag um að standa saman að rannsóknum á flugskilyrðum, vatnsbúskap og fleiru varðandi möguleika á að hætta flugstarfsemi í Vatnsmýrinni og byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni sem jafnframt þjónaði sem varaflugvöllur fyrir millilandaflugið. Ef rannsóknir á næstu tveimur árum leiða í ljós að fýsilegt er að reisa nýjan flugvöll við Hvassahraun mun á næstu fimmtán til sautján árum rísa þar nýr innanlandsflugvöllur sem tekur allt innanlandsflugið, kennslu og æfingaflug sem og einkaflug. Flugvöllurinn mun kosta um 44 milljarða króna. Á sama tímabili er reiknað með að framkvæma fyrir um 160 milljarða króna á Keflavíkurflugvelli.„Það skiptir verulega miklu máli og það er tekið fram í þessu samkomulagi, hvernig samgöngum verður háttað til og frá flugvellinum. Fimmtíu prósent okkar farþega eru að leita í og sinna erindum innan við Kringlumýrarbrautina. Vestan við hana. Það þýðir auðvitað lengingu á ferðatíma fyrir þetta fólk. Ef Það verður ekki ásættanlegur ferðatími þarna á milli skerðir það samkeppnisstöðu okkar. Þannig að það er lykilatriði að ferðatími fólks sem lendir í Hvassahrauni sé sem stystur inn í miðborgina,” segir Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Air Iceland Connect.Það tók fréttamenn um miðjan dag í dag rúmar fimmtán mínútur að aka frá gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar að nálægum stað við mögulegan framtíðarflugvöll. Hins vegar styttist fjarlægðin milli innanlandsflugvallar þar og Keflavíkurflugvallar.„Það er auðvitað kostur að tengingar milli flugvalla verði auðveldari. Það er ekki síður mikilvægt og það er tekið fram í þessari skýrslu að tengingar á milli Hvassahrauns og Keflavíkur eru mjög mikilvægar líka. Þar liggur það svolítið beint við. Þar er nú þegar tvíbreiður vegur meirihlutann af þeirri leið,” segir Árni.Til næstu ára sé gott að friður verði um Reykjavíkurflugvöll. „Það setur okkur í þægilegri stöðu hvað það varðar að geta þá planað í þennan árafjölda. Að uppbygging hér geti tekið mið af því,” segir Árni Gunnarsson.
Fréttir af flugi Reykjavík Samgöngur Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira