Minni hluti stjórnarmála lagður fram Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 29. nóvember 2019 06:30 Tvær vikur eru eftir af þingstörfum þessa haustþings miðað við starfsáætlun Alþingis. Bjartsýni ríkir um jólafrí þingsins á réttum tíma. Fréttablaðið/Ernir Stjórnmál Hátt í sjötíu mál sem ráðherrar hugðust leggja fram á haustþingi ef marka má þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hafa enn ekki verið lögð fram á Alþingi en samkvæmt starfsáætlun Alþingis rennur frestur til að leggja fram mál á haustþingi út á morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að nokkur mál verði afgreidd úr ríkisstjórn í dag og að hún muni óska eftir framlagningarfundi á Alþingi áður en fresturinn rennur út. Meðal boðaðra mála sem ekki hafa verið lögð fram eru frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla sem áætlað var að leggja fram í september og frumvarp fjármálaráðherra um breytingar á erfðafjárskatti sem leggja átti fram í október.Tvísýnt um styrki til fjölmiðla Lengi hefur legið fyrir að fjölmiðlafrumvarpið hefur mælst misjafnlega fyrir, sérstaklega í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur nú kynnt ný frumvarpsdrög í þingflokkum stjórnarmeirihlutans þar sem lagt er til að styrkirnir verði lægri en fyrri drög gerðu ráð fyrir. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir styrkjum fyrir rekstrarárið 2019 og í fjárlögum sem samþykkt voru síðastliðinn miðvikudag er gert ráð fyrir 400 milljónum til að styrkja einkarekna fjölmiðla á grundvelli boðaðra laga. Frumvarpið hefur hins vegar ekki verið samþykkt í öllum þingflokkum meirihlutans og mjög óvíst hvort það verður lagt fram á þessu þingi. „Það er ekki búið að afgreiða þetta út úr þingflokknum,“ segir Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, og bætir við: „Við ætlum að fá betri kynningu á því hvað nákvæmlega ráðherrann ætlar sér og fara betur yfir þetta. En eins og ég held að öllum sé ljóst þá eru mismunandi hugmyndir uppi um það hver er besta leiðin til að koma til móts við frjálsa fjölmiðla. Þannig að þetta er enn þá á umræðustigi hjá okkur. Ég held að allir séu sammála um að styrkja stöðu frjálsra fjölmiðla en spurningin er hver er besta leiðin og hvort það sé sú sem þarna liggur fyrir.“ Bryndís segist ekki geta svarað því hve langan tíma þingflokkurinn þurfi til að fara yfir málið. „En ég get sjálf ekki séð fyrir mér að það skipti öllu máli hvort slíkt frumvarp yrði samþykkt fyrir eða eftir jól.“Erfðafjárskatturinn bíður Heimildir Fréttablaðsins herma einnig að fyrirhugað frumvarp fjármálaráðherra um breytingar á fyrirkomulagi erfðafjárskatts mælist mjög misjafnlega fyrir í þingflokki Vinstri grænna. Auk þessara mála á enn eftir að leggja fram frumvarp félagsmálaráðherra um heimild foreldra til að ákveða skipta búsetu barna, frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um endurskoðun búvörusamninga og frumvarp dómsmálaráðherra um endurupptökudómstól. Stór mál frá samgönguráðherra hafa heldur ekki enn verið lögð fram; þeirra á meðal samgönguáætlun 2020 til 2034 og frumvörp sem lúta að gjaldtöku í umferð og heimild til að fela einkaaðilum fjármögnun, framkvæmd og veghald á tilteknum hluta þjóðvega.Bótamálið á lokastigi Auk nýsamþykktra fjárlaga hafa aðeins þrjú stjórnarfrumvörp verið samþykkt á Alþingi það sem af er þessu haustþingi en þó nokkur fjöldi mála er til meðferðar í nefndum þingsins. Þeirra á meðal eru frumvarp til nýrra lyfjalaga, frumvarp til nýrra sviðslistalaga og nýrra laga um menntasjóð námsmanna; frumvörp um neyslurými, um lengingu fæðingarorlofs, um breytingar á lagaumgjörð um æruvernd, um vernd fyrir uppljóstrara, um þjóðarsjóð og um sameiningu Íbúðalánasjóðs og mannvirkjastofnunar í nýja stofnun svo nokkur séu nefnd. Nokkur mál eru lengra komin og bíða nú þriðju umræðu og lokaafgreiðslu. Þetta eru frumvörp um bætur vegna sýknudóms í Guðmundar- og Geirfinnsmálum, frumvarp til nýrra laga um skráningu einstaklinga, frumvarp um breytingar á barnabótum og frumvarp um lækkun á bankaskatti. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segist bjartsýnn á að unnt verði að ljúka þingstörfum annan föstudag eins og starfsáætlun þingsins gerir ráð fyrir. Það sé mikið gleðiefni að tekist hafi að ljúka afgreiðslu fjárlaga svona tímanlega en það megi meðal annars þakka breytingum á samkomudegi þingsins fyrr að hausti og nýjum lögum um opinber fjármál.Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIRStjórnarliðar hafi slugsað í allt haust „Við erum auðvitað búin að klára fjárlögin mjög tímanlega núna. En það er ekkert skrýtið við það vegna þess að innan við helmingur boðaðra stjórnarmála sem áttu að koma fram í september og október skilaði sér. Núna á síðustu dögum hafa verið að koma inn risamál eins og menntasjóður námsmanna, fæðingarorlofsmálið, sameining Íbúðalánasjóðs og Mannvirkjastofnunar og úrvinnsla eigna- og skuldasafns Íbúðalánasjóðs. Síðan hafa þau látið glitta í fleiri mál eins og fjölmiðlafrumvarpið. Með öðrum orðum eru þau búin að slugsa í allt haust og geta bara einfaldlega ekki krafist þess að þessi mál klárist án mikillar umræðu hér í þinginu. Þannig að ég reikna nú ekkert með að við förum neitt sérstaklega tímanlega heim í jólafrí og engin ástæða til. Ef fjaðrirnar fara nú að reytast af stjórnarmeirihlutanum í meiri mæli en orðið hefur í þessari viku, þá fer nú að þyngjast undir fæti.Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata.FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓRÞinginu haldið gangandi með þingmannamálum Þarna eru auðvitað dagsetningarmál að koma fram rosalega seint eins og fæðingarorlofið til dæmis. Þetta er mjög skrýtið, hér er búið að vera lítið að gera og eiginlega engin ríkisstjórnarmál að koma inn. Búið að setja fullt af þingmannamálum á dagskrá sem er spurning hvort afgreiðist út úr nefndunum. En við erum búin að vera að halda þinginu gangandi með þingmannamálum af því að ríkisstjórnarmálin eru að koma svo seint fram. Þetta gerist of oft að málin eru að koma mjög seint fram og þá kemur þrýstingur á okkur að afgreiða hlutina fljótt. Það gerir það að verkum að mistök eru gerð og út úr þessu kemur allt of oft óvönduð lagasetning. Það er það sem ég hef mestar áhyggjur af. Þetta eru svo slæm vinnubrögð. Þetta eru auðvitað ólíkir flokkar í ríkisstjórninni og það er að koma meira og meira í ljós hvað þeir í raun og veru ganga ekki í takt.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.Fréttablaðið/StefánVorum hæg í gang Það er alveg ljóst að þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar var metnaðarfull og við vorum hæg í gang. Ég er búin að skoða þingmálaskrár aftur í tímann og mér sýnist besti árangurinn hafa verið í fyrra. Við erum ekki að ná því meti núna þótt við höfum tekið verulegan kipp núna síðustu daga. Stór hluti mála er kominn í ferli á Alþingi og starfið í nefndum gengur vel.Hlutfallslega flest mál frá Flokki fólksins Þingmenn hafa sjálfir lagt fram 177 mál það sem af er þessu haustþingi. Flokkur fólksins á langflest þeirra miðað við höfðatölu en þingmenn flokksins sem eru tveir hafa lagt fram 19 þingmál. Enginn þingflokkur hefur lagt fram fleiri mál en Píratar sem lagt hafa fram 17 frumvörp og 11 þingsályktunartillögur, samtals 28 mál. Það eru 4,7 mál á hvern þingmann flokksins. Þingflokkur Viðreisnar leggur að sama skapi fram mörg mál en fjórir þingmenn flokksins hafa lagt fram samtals 18 mál. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Sjá meira
Stjórnmál Hátt í sjötíu mál sem ráðherrar hugðust leggja fram á haustþingi ef marka má þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hafa enn ekki verið lögð fram á Alþingi en samkvæmt starfsáætlun Alþingis rennur frestur til að leggja fram mál á haustþingi út á morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að nokkur mál verði afgreidd úr ríkisstjórn í dag og að hún muni óska eftir framlagningarfundi á Alþingi áður en fresturinn rennur út. Meðal boðaðra mála sem ekki hafa verið lögð fram eru frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla sem áætlað var að leggja fram í september og frumvarp fjármálaráðherra um breytingar á erfðafjárskatti sem leggja átti fram í október.Tvísýnt um styrki til fjölmiðla Lengi hefur legið fyrir að fjölmiðlafrumvarpið hefur mælst misjafnlega fyrir, sérstaklega í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur nú kynnt ný frumvarpsdrög í þingflokkum stjórnarmeirihlutans þar sem lagt er til að styrkirnir verði lægri en fyrri drög gerðu ráð fyrir. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir styrkjum fyrir rekstrarárið 2019 og í fjárlögum sem samþykkt voru síðastliðinn miðvikudag er gert ráð fyrir 400 milljónum til að styrkja einkarekna fjölmiðla á grundvelli boðaðra laga. Frumvarpið hefur hins vegar ekki verið samþykkt í öllum þingflokkum meirihlutans og mjög óvíst hvort það verður lagt fram á þessu þingi. „Það er ekki búið að afgreiða þetta út úr þingflokknum,“ segir Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, og bætir við: „Við ætlum að fá betri kynningu á því hvað nákvæmlega ráðherrann ætlar sér og fara betur yfir þetta. En eins og ég held að öllum sé ljóst þá eru mismunandi hugmyndir uppi um það hver er besta leiðin til að koma til móts við frjálsa fjölmiðla. Þannig að þetta er enn þá á umræðustigi hjá okkur. Ég held að allir séu sammála um að styrkja stöðu frjálsra fjölmiðla en spurningin er hver er besta leiðin og hvort það sé sú sem þarna liggur fyrir.“ Bryndís segist ekki geta svarað því hve langan tíma þingflokkurinn þurfi til að fara yfir málið. „En ég get sjálf ekki séð fyrir mér að það skipti öllu máli hvort slíkt frumvarp yrði samþykkt fyrir eða eftir jól.“Erfðafjárskatturinn bíður Heimildir Fréttablaðsins herma einnig að fyrirhugað frumvarp fjármálaráðherra um breytingar á fyrirkomulagi erfðafjárskatts mælist mjög misjafnlega fyrir í þingflokki Vinstri grænna. Auk þessara mála á enn eftir að leggja fram frumvarp félagsmálaráðherra um heimild foreldra til að ákveða skipta búsetu barna, frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um endurskoðun búvörusamninga og frumvarp dómsmálaráðherra um endurupptökudómstól. Stór mál frá samgönguráðherra hafa heldur ekki enn verið lögð fram; þeirra á meðal samgönguáætlun 2020 til 2034 og frumvörp sem lúta að gjaldtöku í umferð og heimild til að fela einkaaðilum fjármögnun, framkvæmd og veghald á tilteknum hluta þjóðvega.Bótamálið á lokastigi Auk nýsamþykktra fjárlaga hafa aðeins þrjú stjórnarfrumvörp verið samþykkt á Alþingi það sem af er þessu haustþingi en þó nokkur fjöldi mála er til meðferðar í nefndum þingsins. Þeirra á meðal eru frumvarp til nýrra lyfjalaga, frumvarp til nýrra sviðslistalaga og nýrra laga um menntasjóð námsmanna; frumvörp um neyslurými, um lengingu fæðingarorlofs, um breytingar á lagaumgjörð um æruvernd, um vernd fyrir uppljóstrara, um þjóðarsjóð og um sameiningu Íbúðalánasjóðs og mannvirkjastofnunar í nýja stofnun svo nokkur séu nefnd. Nokkur mál eru lengra komin og bíða nú þriðju umræðu og lokaafgreiðslu. Þetta eru frumvörp um bætur vegna sýknudóms í Guðmundar- og Geirfinnsmálum, frumvarp til nýrra laga um skráningu einstaklinga, frumvarp um breytingar á barnabótum og frumvarp um lækkun á bankaskatti. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segist bjartsýnn á að unnt verði að ljúka þingstörfum annan föstudag eins og starfsáætlun þingsins gerir ráð fyrir. Það sé mikið gleðiefni að tekist hafi að ljúka afgreiðslu fjárlaga svona tímanlega en það megi meðal annars þakka breytingum á samkomudegi þingsins fyrr að hausti og nýjum lögum um opinber fjármál.Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIRStjórnarliðar hafi slugsað í allt haust „Við erum auðvitað búin að klára fjárlögin mjög tímanlega núna. En það er ekkert skrýtið við það vegna þess að innan við helmingur boðaðra stjórnarmála sem áttu að koma fram í september og október skilaði sér. Núna á síðustu dögum hafa verið að koma inn risamál eins og menntasjóður námsmanna, fæðingarorlofsmálið, sameining Íbúðalánasjóðs og Mannvirkjastofnunar og úrvinnsla eigna- og skuldasafns Íbúðalánasjóðs. Síðan hafa þau látið glitta í fleiri mál eins og fjölmiðlafrumvarpið. Með öðrum orðum eru þau búin að slugsa í allt haust og geta bara einfaldlega ekki krafist þess að þessi mál klárist án mikillar umræðu hér í þinginu. Þannig að ég reikna nú ekkert með að við förum neitt sérstaklega tímanlega heim í jólafrí og engin ástæða til. Ef fjaðrirnar fara nú að reytast af stjórnarmeirihlutanum í meiri mæli en orðið hefur í þessari viku, þá fer nú að þyngjast undir fæti.Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata.FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓRÞinginu haldið gangandi með þingmannamálum Þarna eru auðvitað dagsetningarmál að koma fram rosalega seint eins og fæðingarorlofið til dæmis. Þetta er mjög skrýtið, hér er búið að vera lítið að gera og eiginlega engin ríkisstjórnarmál að koma inn. Búið að setja fullt af þingmannamálum á dagskrá sem er spurning hvort afgreiðist út úr nefndunum. En við erum búin að vera að halda þinginu gangandi með þingmannamálum af því að ríkisstjórnarmálin eru að koma svo seint fram. Þetta gerist of oft að málin eru að koma mjög seint fram og þá kemur þrýstingur á okkur að afgreiða hlutina fljótt. Það gerir það að verkum að mistök eru gerð og út úr þessu kemur allt of oft óvönduð lagasetning. Það er það sem ég hef mestar áhyggjur af. Þetta eru svo slæm vinnubrögð. Þetta eru auðvitað ólíkir flokkar í ríkisstjórninni og það er að koma meira og meira í ljós hvað þeir í raun og veru ganga ekki í takt.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.Fréttablaðið/StefánVorum hæg í gang Það er alveg ljóst að þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar var metnaðarfull og við vorum hæg í gang. Ég er búin að skoða þingmálaskrár aftur í tímann og mér sýnist besti árangurinn hafa verið í fyrra. Við erum ekki að ná því meti núna þótt við höfum tekið verulegan kipp núna síðustu daga. Stór hluti mála er kominn í ferli á Alþingi og starfið í nefndum gengur vel.Hlutfallslega flest mál frá Flokki fólksins Þingmenn hafa sjálfir lagt fram 177 mál það sem af er þessu haustþingi. Flokkur fólksins á langflest þeirra miðað við höfðatölu en þingmenn flokksins sem eru tveir hafa lagt fram 19 þingmál. Enginn þingflokkur hefur lagt fram fleiri mál en Píratar sem lagt hafa fram 17 frumvörp og 11 þingsályktunartillögur, samtals 28 mál. Það eru 4,7 mál á hvern þingmann flokksins. Þingflokkur Viðreisnar leggur að sama skapi fram mörg mál en fjórir þingmenn flokksins hafa lagt fram samtals 18 mál.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Sjá meira