Ekki verið að binda endi á drauma Akureyringa um millilandaflugvöll Andri Eysteinsson skrifar 28. nóvember 2019 20:45 Ekki er verið að binda enda á drauma Eyfirðinga um millilandaflugvöll á Akureyri með fyrirhugaðri uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar svo hann geti betur þjónað sem varaflugvöllur í millilandaflugvelli. Stýrihópur á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins skilaði í dag skýrslu um flugvallarkosti á suðvesturhorni landsins. Á fundinum í dag kom fram að ráðast eigi í tveggja milljarða króna framkvæmdir við Egilsstaðaflugvöll en ekkert slíkar áætlanir eru fyrir hendi fyrir Akureyrarflugvöll. „Það er mikill pólitískur stuðningur við að stuðla við þá stefnu ríkisstjórnarinnar um að opna fleiri gáttir inn á landið, sagði Sigurður Ingi Jóhannsson sem ræddi við Þóri Guðmundsson í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Bætti Sigurður Ingi við að sú stefna hafi gengið hvað best á Akureyri. En til þess að bæta flugöryggi sé ódýrast, skilvirkast og hagkvæmast að gera það á Egilsstöðum. „Loksins erum við komin með svör við öllum spurningunum, nú þurfum við að fá svör við því sem hefur verið haldið fram að hafi legi fyrir áður en það er ekki. Veðurfarsrannsóknir í tvö ár, rannsóknir á vatnsvernd og fleiri umhverfisþáttum, frekari flugprófanir. Á sama tíma ætlum við að gera aðra þætti eins og að kanna áhrifin af því að færa innanlandsflug í Hvassahraun. Eftir tvö ár höfum við þá öll gögn í höndunum til þess að geta tekið ákvörðun, segir Sigurður Ingi og minnir á að í skýrslunni segir að það geti tekið 15-17 ár að byggja, flugvöll. Við erum þá að segja það hér að Reykjavíkurflugvöllur verður í Vatnsmýrinni næstu 17 ár. Sigurður sagði ferlið ekki komið á þann stað að hægt sé að segja til um hvort fengið verði til erlent fyrirtæki sem sérhæfi sig í byggingu og rekstri flugvalla. Sigurður segir þá að það sé gríðarlega mikilvægt þegar tekin er ákvörðun um hvort ráðast skuli í svo miklar framkvæmdir, framkvæmdir sem geti haft svo mikil efnahagsleg áhrif, að hafa öll nauðsynleg gögn í höndunum. Skýrslan gefi allar þær upplýsingar sem til þurfi. Akureyri Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir Stefna að því að flytja flugstarfsemi úr Vatnsmýri yfir í Hvassahraun Fullyrt er í samkomulaginu að samstarfsaðilarnir séu sammála um að stefnt skuli að því að flytja núverandi flugstarfsemi út Vatnsmýrinni yfir á nýjan flugvöll í Hvassahrauni, reynist það vænlegur kostur að loknum rannsóknum. 28. nóvember 2019 17:50 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Ekki er verið að binda enda á drauma Eyfirðinga um millilandaflugvöll á Akureyri með fyrirhugaðri uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar svo hann geti betur þjónað sem varaflugvöllur í millilandaflugvelli. Stýrihópur á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins skilaði í dag skýrslu um flugvallarkosti á suðvesturhorni landsins. Á fundinum í dag kom fram að ráðast eigi í tveggja milljarða króna framkvæmdir við Egilsstaðaflugvöll en ekkert slíkar áætlanir eru fyrir hendi fyrir Akureyrarflugvöll. „Það er mikill pólitískur stuðningur við að stuðla við þá stefnu ríkisstjórnarinnar um að opna fleiri gáttir inn á landið, sagði Sigurður Ingi Jóhannsson sem ræddi við Þóri Guðmundsson í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Bætti Sigurður Ingi við að sú stefna hafi gengið hvað best á Akureyri. En til þess að bæta flugöryggi sé ódýrast, skilvirkast og hagkvæmast að gera það á Egilsstöðum. „Loksins erum við komin með svör við öllum spurningunum, nú þurfum við að fá svör við því sem hefur verið haldið fram að hafi legi fyrir áður en það er ekki. Veðurfarsrannsóknir í tvö ár, rannsóknir á vatnsvernd og fleiri umhverfisþáttum, frekari flugprófanir. Á sama tíma ætlum við að gera aðra þætti eins og að kanna áhrifin af því að færa innanlandsflug í Hvassahraun. Eftir tvö ár höfum við þá öll gögn í höndunum til þess að geta tekið ákvörðun, segir Sigurður Ingi og minnir á að í skýrslunni segir að það geti tekið 15-17 ár að byggja, flugvöll. Við erum þá að segja það hér að Reykjavíkurflugvöllur verður í Vatnsmýrinni næstu 17 ár. Sigurður sagði ferlið ekki komið á þann stað að hægt sé að segja til um hvort fengið verði til erlent fyrirtæki sem sérhæfi sig í byggingu og rekstri flugvalla. Sigurður segir þá að það sé gríðarlega mikilvægt þegar tekin er ákvörðun um hvort ráðast skuli í svo miklar framkvæmdir, framkvæmdir sem geti haft svo mikil efnahagsleg áhrif, að hafa öll nauðsynleg gögn í höndunum. Skýrslan gefi allar þær upplýsingar sem til þurfi.
Akureyri Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir Stefna að því að flytja flugstarfsemi úr Vatnsmýri yfir í Hvassahraun Fullyrt er í samkomulaginu að samstarfsaðilarnir séu sammála um að stefnt skuli að því að flytja núverandi flugstarfsemi út Vatnsmýrinni yfir á nýjan flugvöll í Hvassahrauni, reynist það vænlegur kostur að loknum rannsóknum. 28. nóvember 2019 17:50 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Stefna að því að flytja flugstarfsemi úr Vatnsmýri yfir í Hvassahraun Fullyrt er í samkomulaginu að samstarfsaðilarnir séu sammála um að stefnt skuli að því að flytja núverandi flugstarfsemi út Vatnsmýrinni yfir á nýjan flugvöll í Hvassahrauni, reynist það vænlegur kostur að loknum rannsóknum. 28. nóvember 2019 17:50