Kínverskir sjónvarpsþættir teknir upp víða um Ísland Björn Þorfinnsson skrifar 28. nóvember 2019 06:23 Kínversku raunveruleikastjörnurnar fengu viðurkenningar afhentar við hátíðlega athöfn í Hörpu í lok ferðarinnar. Í síðustu viku lauk tökum á nýjum kínverskum raunveruleikaþáttum á Íslandi. Sjötíu manna teymi kom að gerð þáttanna og því var umfang verkefnisins stórt. Fjórar kínverskar raunveruleikastjörnur ferðuðust um Ísland og var ábyrg ferðamennska í forgrunni. „Þættirnir munu heita The Protectors og eins og nafnið gefur til kynna munu þeir fjalla um umhverfisvernd og ábyrga ferðahegðun,“ segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu. Til marks um það hófu kínversku stórstjörnurnar ferðina á því að sverja að halda loforðin átta um ábyrga ferðahegðun, Icelandic Pledge, við komuna til landsins. „Icelandic Pledge er verkefni sem við ákváðum að gefa aukinn kraft í árið 2018 til að skora á ferðamenn að sýna ábyrga hegðun hérlendis. Verkefnið er unnið undir merkjum Inspired by Iceland. Það segir ýmislegt um efni þáttanna að þetta skuli vera upphafsatriðið,“ segir hún. Í lok ferðarinnar var síðan haldinn viðburður í Hörpu þar sem ferðamálaráðherra og sendiherra Kína fluttu erindi og síðan fengu stjörnurnar afhenta sérstaka Icelandic Pledge viðurkenningu.Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu.Fréttablaðið/StefánAð sögn Ingu Hlínar voru kínversku þáttagerðarmennirnir afar ánægðir með upplifunina hérlendis. „Þeim leið afar vel hér á landi og það sýnir sig í því að Ísland fær mikið vægi í þáttunum. Þeir heimsækja einnig önnur lönd, til dæmis Noreg. Okkur skilst að ferðalagið um Ísland taki þrjá þætti á meðan Noregur fær einn þátt,“ segir hún. Það sem af er ári hefur kínverskum ferðamönnum fjölgað hérlendis um 11 prósent miðað við árið 2018. Þá greindi Fréttablaðið frá því að kínverska flugfélagið Juneyao Air hygðist hefja áætlunarflug til Íslands tvisvar í viku næsta vor og sagði talsmaður fyrirtækisins við Fréttablaðið að flugfélagið gerði ráð fyrir mikilli aukningu kínverskra ferðamanna til Íslands á næstu árum. Það má því segja að hinir kínversku þættir komi á frábærum tíma. „Þetta er næststærsta sjónvarpsstöð Kína sem stendur að framleiðslunni og því má búast við því að tugmilljónir manna horfi á þættina. Þetta verður afar verðmæt landkynning með ábyrgð að leiðarljósi,“ segir Inga Hlín. Hún bendir á að kínverskir ferðamenn séu um margt ólíkir þeim vestrænu. „Kínverjar hafa mikinn áhuga á íslenska vetrinum og sérstaklega norðurljósunum. Eitt helsta ferðatímabilið þeirra er í febrúar í tengslum við kínverska nýárið og því eru kínverskir ferðamenn líklegir til að koma hér líka utan háannatíma sem er eitt af þeim markmiðum sem við höfum í ferðaþjónustunni. Þeir eru því afar verðmæt viðbót,“ segir Inga Hlín. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Íslandsvinir Kína Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Í síðustu viku lauk tökum á nýjum kínverskum raunveruleikaþáttum á Íslandi. Sjötíu manna teymi kom að gerð þáttanna og því var umfang verkefnisins stórt. Fjórar kínverskar raunveruleikastjörnur ferðuðust um Ísland og var ábyrg ferðamennska í forgrunni. „Þættirnir munu heita The Protectors og eins og nafnið gefur til kynna munu þeir fjalla um umhverfisvernd og ábyrga ferðahegðun,“ segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu. Til marks um það hófu kínversku stórstjörnurnar ferðina á því að sverja að halda loforðin átta um ábyrga ferðahegðun, Icelandic Pledge, við komuna til landsins. „Icelandic Pledge er verkefni sem við ákváðum að gefa aukinn kraft í árið 2018 til að skora á ferðamenn að sýna ábyrga hegðun hérlendis. Verkefnið er unnið undir merkjum Inspired by Iceland. Það segir ýmislegt um efni þáttanna að þetta skuli vera upphafsatriðið,“ segir hún. Í lok ferðarinnar var síðan haldinn viðburður í Hörpu þar sem ferðamálaráðherra og sendiherra Kína fluttu erindi og síðan fengu stjörnurnar afhenta sérstaka Icelandic Pledge viðurkenningu.Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu.Fréttablaðið/StefánAð sögn Ingu Hlínar voru kínversku þáttagerðarmennirnir afar ánægðir með upplifunina hérlendis. „Þeim leið afar vel hér á landi og það sýnir sig í því að Ísland fær mikið vægi í þáttunum. Þeir heimsækja einnig önnur lönd, til dæmis Noreg. Okkur skilst að ferðalagið um Ísland taki þrjá þætti á meðan Noregur fær einn þátt,“ segir hún. Það sem af er ári hefur kínverskum ferðamönnum fjölgað hérlendis um 11 prósent miðað við árið 2018. Þá greindi Fréttablaðið frá því að kínverska flugfélagið Juneyao Air hygðist hefja áætlunarflug til Íslands tvisvar í viku næsta vor og sagði talsmaður fyrirtækisins við Fréttablaðið að flugfélagið gerði ráð fyrir mikilli aukningu kínverskra ferðamanna til Íslands á næstu árum. Það má því segja að hinir kínversku þættir komi á frábærum tíma. „Þetta er næststærsta sjónvarpsstöð Kína sem stendur að framleiðslunni og því má búast við því að tugmilljónir manna horfi á þættina. Þetta verður afar verðmæt landkynning með ábyrgð að leiðarljósi,“ segir Inga Hlín. Hún bendir á að kínverskir ferðamenn séu um margt ólíkir þeim vestrænu. „Kínverjar hafa mikinn áhuga á íslenska vetrinum og sérstaklega norðurljósunum. Eitt helsta ferðatímabilið þeirra er í febrúar í tengslum við kínverska nýárið og því eru kínverskir ferðamenn líklegir til að koma hér líka utan háannatíma sem er eitt af þeim markmiðum sem við höfum í ferðaþjónustunni. Þeir eru því afar verðmæt viðbót,“ segir Inga Hlín.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Íslandsvinir Kína Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira