Morðhjúum sleppt úr haldi og þau send til heimalanda sinna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 28. nóvember 2019 08:15 Elisabeth Haysom játaði aðild sína að morðunum á foreldrunum hennar en sagði Jens Söring hafa framið ódæðið. Ralph Northam, ríkisstjóri Virginíufylkis, úrskurðaði á mánudag að fyrrverandi elskendur, Elizabeth Haysom og Jens Söring, yrðu látin laus úr fangelsi og vísað til sinna heimalanda. Þau voru hins vegar ekki náðuð fyrir morðin á foreldrum Haysom sem þau frömdu árið 1985. Málið vakti mikla athygli þegar það kom upp á sínum tíma, en þau voru þá nemendur við Virginíuháskóla. Haysom var 20 ára og Soering aðeins 18. Haysom er nú 55 ára gömul. Hún er kanadískur ríkisborgari, fædd í borginni Salisbury í Ródesíu, nú Harare í Simbabve. Söring, 53 ára, er sonur þýsks ríkiserindreka og fæddur í Bangkok í Taílandi. Þau kynntust í skólanum og urðu ástfangin. Þann 3. apríl árið 1985 fundust foreldrar Haysom, stálmógúllinn Derek og stjúpmóðirin og listamaðurinn Nancy, látin á heimili sínu í bænum Boonsboro í vesturhluta Virginíu. Þau höfðu verið stungin og skorin með eggvopni margítrekað. Líkin voru illa útleikin, nánast afhöfðuð, og fundust ekki fyrr en nokkrum dögum eftir morðin. Söring og Haysom voru þá í Washington og lágu ekki undir grun. Hálfu ári eftir morðin ferðuðust Haysom og Söring til London og voru þar handtekin fyrir ávísanafölsun. Skyndilega fór lögregluna að gruna að ekki væri allt með felldu og morðrannsóknin beindist að þeim. Haysom játaði strax aðild að morðinu en sagði að Söring hefði framið verknaðinn. Hlaut hún 90 ára fangelsisdóm. Söring háði baráttu gegn framsali en að lokum var réttað yfir honum í Virginíu árið 1990. Var það eftir að ríkisstjóri hafði heitið því að ekki yrði krafist dauðarefsingar yfir honum. Var hann loks fundinn sekur og dæmdur í lífstíðarfangelsi. Ýmsar ástæður hafa verið tíundaðar fyrir morðunum. Foreldrum Haysom líkaði aldrei vel við Söring, Haysom sjálfri mislíkaði framkoma stjúpmóður sinnar gagnvart sér og taldi að foreldrar hennar væru of stjórnsamir. Saman espuðu Haysom og Söring hvort annað upp í reiði. Haysom og Söring hafa bæði hagað sér vel í fangavistinni en engu að síður gat reynslulausnarnefnd ekki fallist á náðun og mælti ekki með henni. Eftir að þeim hefur verið vísað til heimalanda sinna munu þau ekki fá að stíga á bandaríska grundu framar. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana Sjá meira
Ralph Northam, ríkisstjóri Virginíufylkis, úrskurðaði á mánudag að fyrrverandi elskendur, Elizabeth Haysom og Jens Söring, yrðu látin laus úr fangelsi og vísað til sinna heimalanda. Þau voru hins vegar ekki náðuð fyrir morðin á foreldrum Haysom sem þau frömdu árið 1985. Málið vakti mikla athygli þegar það kom upp á sínum tíma, en þau voru þá nemendur við Virginíuháskóla. Haysom var 20 ára og Soering aðeins 18. Haysom er nú 55 ára gömul. Hún er kanadískur ríkisborgari, fædd í borginni Salisbury í Ródesíu, nú Harare í Simbabve. Söring, 53 ára, er sonur þýsks ríkiserindreka og fæddur í Bangkok í Taílandi. Þau kynntust í skólanum og urðu ástfangin. Þann 3. apríl árið 1985 fundust foreldrar Haysom, stálmógúllinn Derek og stjúpmóðirin og listamaðurinn Nancy, látin á heimili sínu í bænum Boonsboro í vesturhluta Virginíu. Þau höfðu verið stungin og skorin með eggvopni margítrekað. Líkin voru illa útleikin, nánast afhöfðuð, og fundust ekki fyrr en nokkrum dögum eftir morðin. Söring og Haysom voru þá í Washington og lágu ekki undir grun. Hálfu ári eftir morðin ferðuðust Haysom og Söring til London og voru þar handtekin fyrir ávísanafölsun. Skyndilega fór lögregluna að gruna að ekki væri allt með felldu og morðrannsóknin beindist að þeim. Haysom játaði strax aðild að morðinu en sagði að Söring hefði framið verknaðinn. Hlaut hún 90 ára fangelsisdóm. Söring háði baráttu gegn framsali en að lokum var réttað yfir honum í Virginíu árið 1990. Var það eftir að ríkisstjóri hafði heitið því að ekki yrði krafist dauðarefsingar yfir honum. Var hann loks fundinn sekur og dæmdur í lífstíðarfangelsi. Ýmsar ástæður hafa verið tíundaðar fyrir morðunum. Foreldrum Haysom líkaði aldrei vel við Söring, Haysom sjálfri mislíkaði framkoma stjúpmóður sinnar gagnvart sér og taldi að foreldrar hennar væru of stjórnsamir. Saman espuðu Haysom og Söring hvort annað upp í reiði. Haysom og Söring hafa bæði hagað sér vel í fangavistinni en engu að síður gat reynslulausnarnefnd ekki fallist á náðun og mælti ekki með henni. Eftir að þeim hefur verið vísað til heimalanda sinna munu þau ekki fá að stíga á bandaríska grundu framar.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana Sjá meira