Saga norskra jólatrjáa á Íslandi nálgast endi Björn Þorfinnsson skrifar 28. nóvember 2019 06:30 Óslóartréð eru komið ofan úr Heiðmörk á Austurvöll. Fréttablaðið/Anton Sú var tíðin að hin ýmsu sveitarfélög landsins fengu glæsilegt jólatré að gjöf frá norskum vinabæjum sínum og voru ljósin á þeim tendruð með viðhöfn í byrjun hátíðahaldsins. Sá siður er smátt og smátt að leggjast af. Segja má að þessi þróun hafi byrjað þegar Reykjavíkurborg og Ósló ákváðu í sameiningu árið 2016, af umhverfisástæðum, að leggja af þann sið að norska höfuðborgin sendi Reykvíkingum tré að gjöf. Í dag er jólatré borgarinnar hoggið í Heiðmörk þó að enn verði tréð kallað Óslóartréð. Í október sagði Fréttablaðið frá því að sams konar vinagjöf milli Garðabæjar og norska bæjarins Asker hefði af umhverfisástæðum verið lögð niður. Asker hafði þá gefið Garðbæingum íburðarmikið tré í 49 ár þar til sveitarfélögin ákváðu í sameiningu að leggja siðinn af. Á laugardaginn verða ljósin á vinabæjarjólatré frá Kristiansand tendruð í 58. sinn í Reykjanesbæ. Í tilkynningu um viðburðinn kemur þó fram að þetta sé í hinsta sinn sem gjöfin berst. Ástæðan er sú að Kristiansand sameinaðist á þessu ári tveimur nágrannasveitarfélögum. Í kjölfarið var alþjóðlegt samstarf hins nýja sveitarfélags endurskoðað og formlegu vinabæjarsamstarfi við Reykjanesbæ og nokkra aðra vinabæi slitið. Þó er tekið fram að enn sé hlýtt á milli bæjaryfirvalda Reykjanesbæjar og Kristiansand. Í Stykkishólmi er einnig löng hefð fyrir því að jólatré berist að gjöf frá vinabænum Drammen í Noregi. Sú hugmynd kom frá bæjaryfirvöldum í Stykkishólmi að fara að fordæmi annarra og leggja siðinn af vegna umhverfisástæðna. Þegar erindið barst til yfirvalda í Drammen hafði tré fyrir Hólmara þegar verið fellt. Niðurstaðan varð því sú að siðurinn verður lagður af á næsta ári. Það fer því að verða sjaldgæfara að Íslendingar í jólaskapi geti fundið ljúfa angan af norskum barrtrjám. Enn virðast þó jólatré berast frá öðrum löndum. Þannig munu Akureyringar brátt tendra ljós á glæsilegu jólatré frá vinabænum Randers í Danmörku og sama munu Hafnfirðingar gera fljótlega þegar jólatré frá Cuxhaven í Þýskalandi verður vígt. Birtist í Fréttablaðinu Jól Noregur Umhverfismál Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Sjá meira
Sú var tíðin að hin ýmsu sveitarfélög landsins fengu glæsilegt jólatré að gjöf frá norskum vinabæjum sínum og voru ljósin á þeim tendruð með viðhöfn í byrjun hátíðahaldsins. Sá siður er smátt og smátt að leggjast af. Segja má að þessi þróun hafi byrjað þegar Reykjavíkurborg og Ósló ákváðu í sameiningu árið 2016, af umhverfisástæðum, að leggja af þann sið að norska höfuðborgin sendi Reykvíkingum tré að gjöf. Í dag er jólatré borgarinnar hoggið í Heiðmörk þó að enn verði tréð kallað Óslóartréð. Í október sagði Fréttablaðið frá því að sams konar vinagjöf milli Garðabæjar og norska bæjarins Asker hefði af umhverfisástæðum verið lögð niður. Asker hafði þá gefið Garðbæingum íburðarmikið tré í 49 ár þar til sveitarfélögin ákváðu í sameiningu að leggja siðinn af. Á laugardaginn verða ljósin á vinabæjarjólatré frá Kristiansand tendruð í 58. sinn í Reykjanesbæ. Í tilkynningu um viðburðinn kemur þó fram að þetta sé í hinsta sinn sem gjöfin berst. Ástæðan er sú að Kristiansand sameinaðist á þessu ári tveimur nágrannasveitarfélögum. Í kjölfarið var alþjóðlegt samstarf hins nýja sveitarfélags endurskoðað og formlegu vinabæjarsamstarfi við Reykjanesbæ og nokkra aðra vinabæi slitið. Þó er tekið fram að enn sé hlýtt á milli bæjaryfirvalda Reykjanesbæjar og Kristiansand. Í Stykkishólmi er einnig löng hefð fyrir því að jólatré berist að gjöf frá vinabænum Drammen í Noregi. Sú hugmynd kom frá bæjaryfirvöldum í Stykkishólmi að fara að fordæmi annarra og leggja siðinn af vegna umhverfisástæðna. Þegar erindið barst til yfirvalda í Drammen hafði tré fyrir Hólmara þegar verið fellt. Niðurstaðan varð því sú að siðurinn verður lagður af á næsta ári. Það fer því að verða sjaldgæfara að Íslendingar í jólaskapi geti fundið ljúfa angan af norskum barrtrjám. Enn virðast þó jólatré berast frá öðrum löndum. Þannig munu Akureyringar brátt tendra ljós á glæsilegu jólatré frá vinabænum Randers í Danmörku og sama munu Hafnfirðingar gera fljótlega þegar jólatré frá Cuxhaven í Þýskalandi verður vígt.
Birtist í Fréttablaðinu Jól Noregur Umhverfismál Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Sjá meira