Fór inn um dyr beint á móti lögreglustöðinni á Ísafirði Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. nóvember 2019 09:15 Maðurinn sem braust inn í Hamraborg á Ísfirði, aðfaranótt sunnudags, hefði allt eins getað verið frá tóbaksvarnarráði að sögn Gísla Úlfarssonar, annars eigenda Hamraborgarinnar. Hann hafi sópað upp hverri einustu sígarettu í versluninni og áætlar Gísli að það muni kosta hann um 600 þúsund krónur að endurnýja lagerinn eftir innbrotið. Lögreglan á Vestfjörðum birti í gærmorgun myndir af þjófnum sem fengnar eru úr eftirlitsmyndavél Hamraborgar, þar sem hann sést svartklæddur og skeggjaður. Myndirnar verða að teljast nokkuð skýrar og ekki ætti að fara á milli mála hver umræddur þjófur er. Hann má jafnframt sjá í myndbrotinu hér að ofan. Það er því ekki nema von að þjófurinn hafi verið aðalumræðuefnið á kaffistofum Ísafjarðarbæjar í gær að sögn Gísla. „Það vill þannig til að hann er svo líkur mörgum á Ísafirði,“ segir Gísli. Þannig hafi samstarfskonur hans þulið upp „fullt af nöfnum“ á mögulegum sökudólgum í bæjarfélaginu eftir að þær mættu til vinnu í gærmorgun. Við nánari athugun telji þau þó nokkuð ljóst að þjófurinn sé utanbæjarmaður - „ekki lókall,“ eins og Gísli orðar það og skrifar hann þá niðurstöðu á góða yfirsýn Ísfirðinga.Sjá einnig: Lögreglan leitar manns í tengslum við innbrot á Ísafirði„Ég hef heimildir fyrir því að hann hafi verið á öldurhúsi þarna um nóttina, þar sem hann þóttist vera Finni,“ segir Gísli. Öðrum bargestum hafi þó ekki þótt það trúlegt og því verði þjóðerni þjófsins ennþá að teljast óráðið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum hafa borist margar ábendingar um þjófinn. Nú sé unnið úr því að greina þær, en annars sé lítið að segja um rannsóknina á þessari stundu. Grunur leikur á að þjófurinn hafi komist inn um hurð bakatil, sem talið er að starfsmaður á kvöldvakt hafi gleymt að læsa. Umrædd hurð ætti þó alla jafna að vera vel vöktuð, enda snýr hún beint að lögreglustöðinni á Ísafirði. „Það er bara einn garður á milli,“ útskýrir Gísli. „Og það er kannski helsta ástæðan fyrir því að maður er ekki ennþá búinn að kaupa rándýrt þjófavarnarkerfi.“ Aðspurður hvort Ísfirðingar hafi fengið nikótínfráhvörf á sunnudag, enda Hamraborgin tóbakslaus eftir innbrotið um nóttina, segist Gísli ekki hafa orðið var við það. Þvert á móti hafi keppinautar hans í bæjarfélaginu hlaupið undir bagga með Hamraborginni og lánað honum nokkur karton af sígarettum. „Við förum nú ekki að pína fólk að óþörfu,“ segir Gísli. Ísafjarðarbær Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan leitar manns í tengslum við innbrot á Ísafirði Lögreglan á Vestfjörðum hefur lýst eftir karlmanni í tengslum við rannsókn á innbroti í verslunina Hamraborg á Ísafirði, sem varð aðfaranótt sunnudagsins 24. nóvember síðastliðinn. 26. nóvember 2019 10:53 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Maðurinn sem braust inn í Hamraborg á Ísfirði, aðfaranótt sunnudags, hefði allt eins getað verið frá tóbaksvarnarráði að sögn Gísla Úlfarssonar, annars eigenda Hamraborgarinnar. Hann hafi sópað upp hverri einustu sígarettu í versluninni og áætlar Gísli að það muni kosta hann um 600 þúsund krónur að endurnýja lagerinn eftir innbrotið. Lögreglan á Vestfjörðum birti í gærmorgun myndir af þjófnum sem fengnar eru úr eftirlitsmyndavél Hamraborgar, þar sem hann sést svartklæddur og skeggjaður. Myndirnar verða að teljast nokkuð skýrar og ekki ætti að fara á milli mála hver umræddur þjófur er. Hann má jafnframt sjá í myndbrotinu hér að ofan. Það er því ekki nema von að þjófurinn hafi verið aðalumræðuefnið á kaffistofum Ísafjarðarbæjar í gær að sögn Gísla. „Það vill þannig til að hann er svo líkur mörgum á Ísafirði,“ segir Gísli. Þannig hafi samstarfskonur hans þulið upp „fullt af nöfnum“ á mögulegum sökudólgum í bæjarfélaginu eftir að þær mættu til vinnu í gærmorgun. Við nánari athugun telji þau þó nokkuð ljóst að þjófurinn sé utanbæjarmaður - „ekki lókall,“ eins og Gísli orðar það og skrifar hann þá niðurstöðu á góða yfirsýn Ísfirðinga.Sjá einnig: Lögreglan leitar manns í tengslum við innbrot á Ísafirði„Ég hef heimildir fyrir því að hann hafi verið á öldurhúsi þarna um nóttina, þar sem hann þóttist vera Finni,“ segir Gísli. Öðrum bargestum hafi þó ekki þótt það trúlegt og því verði þjóðerni þjófsins ennþá að teljast óráðið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum hafa borist margar ábendingar um þjófinn. Nú sé unnið úr því að greina þær, en annars sé lítið að segja um rannsóknina á þessari stundu. Grunur leikur á að þjófurinn hafi komist inn um hurð bakatil, sem talið er að starfsmaður á kvöldvakt hafi gleymt að læsa. Umrædd hurð ætti þó alla jafna að vera vel vöktuð, enda snýr hún beint að lögreglustöðinni á Ísafirði. „Það er bara einn garður á milli,“ útskýrir Gísli. „Og það er kannski helsta ástæðan fyrir því að maður er ekki ennþá búinn að kaupa rándýrt þjófavarnarkerfi.“ Aðspurður hvort Ísfirðingar hafi fengið nikótínfráhvörf á sunnudag, enda Hamraborgin tóbakslaus eftir innbrotið um nóttina, segist Gísli ekki hafa orðið var við það. Þvert á móti hafi keppinautar hans í bæjarfélaginu hlaupið undir bagga með Hamraborginni og lánað honum nokkur karton af sígarettum. „Við förum nú ekki að pína fólk að óþörfu,“ segir Gísli.
Ísafjarðarbær Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan leitar manns í tengslum við innbrot á Ísafirði Lögreglan á Vestfjörðum hefur lýst eftir karlmanni í tengslum við rannsókn á innbroti í verslunina Hamraborg á Ísafirði, sem varð aðfaranótt sunnudagsins 24. nóvember síðastliðinn. 26. nóvember 2019 10:53 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Lögreglan leitar manns í tengslum við innbrot á Ísafirði Lögreglan á Vestfjörðum hefur lýst eftir karlmanni í tengslum við rannsókn á innbroti í verslunina Hamraborg á Ísafirði, sem varð aðfaranótt sunnudagsins 24. nóvember síðastliðinn. 26. nóvember 2019 10:53