Þorsteinn Már hættir í stjórn tveggja breskra félaga Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. nóvember 2019 17:30 Þorsteinn Már Baldvinsson steig tímabundið til hliðar sem forstjóri Samherja. Hann hefur nú hætt í stjórn tveggja breskra félaga. Vísir/vilhelm Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi forstjóri Samherja, hefur sagt sig úr stjórn tveggja breskra sjávarútvegsfélaga, annars vegar Seagold og hins vegar UK Fisheries. Frá þessu greinir norski miðillinn Intrafish sem sérhæfir sig í fréttum um sjávarútveg. Þar kemur fram að útgerðarfyrirtækið Samherji eigi helmingshlut í UK Fisheries á móti hollenska félaginu Parlevliet van der Plas. Seagold er félag í eigu Samherja sem sér um markaðssetningu og sölu á vörum dótturfélags Samherja, Ice-Fresh Seafood, í Bretlandi en fyrr í dag greindi Undercurrent News frá því að breska verslunarkeðjan Sainsbury's sé hætt að kaupa frosinn fisk af umræddu dótturfélagi Samherja í Bretlandi. Ákvörðunin er ekki sögð tengjast Samherjamálinu og en hún var tekin áður en málið kom upp, að því er fram kemur í fréttinni. Þar kemur einnig fram að tveir kínverskir framleiðendur hafi komið í stað Ice Fresh Seafood. Verslunarkeðjan fái nú þorsk, ýsu, ufsa og lax frá þeim. Fyrr í mánuðinum greindi Þorsteinn Már frá því að hann ætlaði að stíga til hliðar tímabundið sem forstjóri Samherja en Björgólfur Jóhannsson tók við sem settur forstjóri útgerðarfyrirtækisins. Áður hefur verið sagt frá því að breskir stórkaupendur á íslenskum fiski fylgist náið með Samherjamálinu. Þannig var sagt frá því í fréttum Stöðvar 2 fyrr í mánuðinum að talsmaður Marks & Spencer krefjist þess af birgjum sínum að þeir stundi viðskipti á siðferðislegan og löglegan hátt. Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherjamenn undirbúa varnirnar Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa minnst fjórir forystumenn Samherja ráðið lögmenn til að undirbúa varnir vegna ásakana á hendur fyrirtækinu um mútubrot og skattaundanskot. 26. nóvember 2019 06:15 Þorsteinn Már segir sig úr stjórn norskrar útgerðar Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja hefur sagt sig úr stjórn norska útgerðarfyrirtækisins Nergård. 22. nóvember 2019 19:17 Sainsbury's hætt að kaupa fisk af Samherja Ákvörðunin tengist ekki Samherjamálinu og var tekin áður en það kom upp að því er kemur fram á sjávarútvegsfréttavefnum Undercurrent News. 26. nóvember 2019 13:20 Þorsteinn Már segir af sér sem stjórnarformaður Framherja Þorsteinn Már Baldvinsson, einn stærsti eigandi útgerðarfyrirtækisins Samherja og fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, hefur sagt af sér sem stjórnarformaður útgerðarfélagsins Framherja í Færeyjum. 18. nóvember 2019 14:01 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi forstjóri Samherja, hefur sagt sig úr stjórn tveggja breskra sjávarútvegsfélaga, annars vegar Seagold og hins vegar UK Fisheries. Frá þessu greinir norski miðillinn Intrafish sem sérhæfir sig í fréttum um sjávarútveg. Þar kemur fram að útgerðarfyrirtækið Samherji eigi helmingshlut í UK Fisheries á móti hollenska félaginu Parlevliet van der Plas. Seagold er félag í eigu Samherja sem sér um markaðssetningu og sölu á vörum dótturfélags Samherja, Ice-Fresh Seafood, í Bretlandi en fyrr í dag greindi Undercurrent News frá því að breska verslunarkeðjan Sainsbury's sé hætt að kaupa frosinn fisk af umræddu dótturfélagi Samherja í Bretlandi. Ákvörðunin er ekki sögð tengjast Samherjamálinu og en hún var tekin áður en málið kom upp, að því er fram kemur í fréttinni. Þar kemur einnig fram að tveir kínverskir framleiðendur hafi komið í stað Ice Fresh Seafood. Verslunarkeðjan fái nú þorsk, ýsu, ufsa og lax frá þeim. Fyrr í mánuðinum greindi Þorsteinn Már frá því að hann ætlaði að stíga til hliðar tímabundið sem forstjóri Samherja en Björgólfur Jóhannsson tók við sem settur forstjóri útgerðarfyrirtækisins. Áður hefur verið sagt frá því að breskir stórkaupendur á íslenskum fiski fylgist náið með Samherjamálinu. Þannig var sagt frá því í fréttum Stöðvar 2 fyrr í mánuðinum að talsmaður Marks & Spencer krefjist þess af birgjum sínum að þeir stundi viðskipti á siðferðislegan og löglegan hátt.
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherjamenn undirbúa varnirnar Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa minnst fjórir forystumenn Samherja ráðið lögmenn til að undirbúa varnir vegna ásakana á hendur fyrirtækinu um mútubrot og skattaundanskot. 26. nóvember 2019 06:15 Þorsteinn Már segir sig úr stjórn norskrar útgerðar Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja hefur sagt sig úr stjórn norska útgerðarfyrirtækisins Nergård. 22. nóvember 2019 19:17 Sainsbury's hætt að kaupa fisk af Samherja Ákvörðunin tengist ekki Samherjamálinu og var tekin áður en það kom upp að því er kemur fram á sjávarútvegsfréttavefnum Undercurrent News. 26. nóvember 2019 13:20 Þorsteinn Már segir af sér sem stjórnarformaður Framherja Þorsteinn Már Baldvinsson, einn stærsti eigandi útgerðarfyrirtækisins Samherja og fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, hefur sagt af sér sem stjórnarformaður útgerðarfélagsins Framherja í Færeyjum. 18. nóvember 2019 14:01 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Samherjamenn undirbúa varnirnar Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa minnst fjórir forystumenn Samherja ráðið lögmenn til að undirbúa varnir vegna ásakana á hendur fyrirtækinu um mútubrot og skattaundanskot. 26. nóvember 2019 06:15
Þorsteinn Már segir sig úr stjórn norskrar útgerðar Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja hefur sagt sig úr stjórn norska útgerðarfyrirtækisins Nergård. 22. nóvember 2019 19:17
Sainsbury's hætt að kaupa fisk af Samherja Ákvörðunin tengist ekki Samherjamálinu og var tekin áður en það kom upp að því er kemur fram á sjávarútvegsfréttavefnum Undercurrent News. 26. nóvember 2019 13:20
Þorsteinn Már segir af sér sem stjórnarformaður Framherja Þorsteinn Már Baldvinsson, einn stærsti eigandi útgerðarfyrirtækisins Samherja og fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, hefur sagt af sér sem stjórnarformaður útgerðarfélagsins Framherja í Færeyjum. 18. nóvember 2019 14:01