Namibía ljósárum á undan Íslendingum í lagalegum og stofnanalegum vörnum gegn pólitískri spillingu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. nóvember 2019 14:41 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar bar saman viðbrögð íslenskra stjórnvalda og stjórnvalda í Namibíu í skugga Samherjamálsins. Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, finnst að íslensk stjórnvöld ættu að taka Namibíu til fyrirmyndar í spillingarvörnum í „stað þess að tala landið niður eins og sumum háttvirtum þingmönnum og hæstvirtum ráðherrum hér í þessum sal hefur orðið á að gera.“ Þórhildur Sunna gerði Samherjamálið að umfjöllunarefni í ræðu sem hún hélt í dag undir liðnum störf þingsins. Hún hóf mál sitt á því rekja þær ráðstafanir sem stjórnvöld í Namibíu hafa gripið til eftir að málið kom upp. Hún bar viðbrögðin saman við viðbrögð íslenskra stjórnvalda. „Sjávarútvegsráðherra og dómsmálaráðherra hafa sagt af sér, sérstök löggæslustofnun um varnir gegn spillingu hefur hafið rannsókn og handtekið sjávarútvegsráðherra og gefið það út að öll rannsóknargögn beri það með sér að stórfelldar mútur, peningaþvætti, skattsvik og spilling hafi átt sér stað,“ segir Þórhildur Sunna. Uppljóstrarar séu verndaðir með lögum í Namibíu, ólíkt Íslandi. Það auðveldi þeim mönnum sem viti af og hafa jafnvel tekið þátt í glæpsamlegu athæfi að stíga fram og aðstoða stjórnvöld við að upplýsa um glæpastarfsemi og spillingu. „Hér er ég ekki að tala um Ísland, virðulegi forseti, heldur Namibíu, sem sumir vilja afgreiða sem vanþróað og bláfátækt þróunarríki. Namibía er þó ljósárum á undan okkur Íslendingum í lagalegum og stofnanalegum vörnum gegn pólitískri spillingu eins og frásögn mín hér ber með sér.“ Þá nefnir Þórhildur Sunna að öfugt við Ísland hafi Namibía komið á fót stofnun sem sérhæfi sig í að rannsaka spillingarbrot. „Hér heima höfum við horft upp á það ár eftir ár að uppljóstraraverndinni er ýtt út af borðinni á þinginu af óljósum ástæðum. Nú eða kannski ekki svo óljósum ef marka má umsögn Samtaka atvinnulífsins sem finnst fyrirliggjandi frumvarp hæstvirts forsætisráðherra ganga allt of langt og auka líkur á misnotkun starfsmanna sem vilja hefna sín á fyrrum vinnuveitendum. Sömu samtaka sem sögðu okkur, fyrir ekki svo löngu, í umsögn við frumvarp sama ráðherra um skráningu hagsmunavarða, eða lobbíista, með leyfi forseta að hér á landi tíðkist ekki spilling, eða það er að segja að það tíðkist ekki að spilling birtist í því að sterkir sérhagsmunaaðilar nái tangarhaldi á stjórnvöldum og hafi áhrif á þau með viðbrögðum sínum með einstökum ákvörðunum.“ Þegar Þórhildur Sunna hafði lokið við að ræða um inntak umsagnar Samtaka atvinnulífsins skellti hún upp úr. Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, finnst að íslensk stjórnvöld ættu að taka Namibíu til fyrirmyndar í spillingarvörnum í „stað þess að tala landið niður eins og sumum háttvirtum þingmönnum og hæstvirtum ráðherrum hér í þessum sal hefur orðið á að gera.“ Þórhildur Sunna gerði Samherjamálið að umfjöllunarefni í ræðu sem hún hélt í dag undir liðnum störf þingsins. Hún hóf mál sitt á því rekja þær ráðstafanir sem stjórnvöld í Namibíu hafa gripið til eftir að málið kom upp. Hún bar viðbrögðin saman við viðbrögð íslenskra stjórnvalda. „Sjávarútvegsráðherra og dómsmálaráðherra hafa sagt af sér, sérstök löggæslustofnun um varnir gegn spillingu hefur hafið rannsókn og handtekið sjávarútvegsráðherra og gefið það út að öll rannsóknargögn beri það með sér að stórfelldar mútur, peningaþvætti, skattsvik og spilling hafi átt sér stað,“ segir Þórhildur Sunna. Uppljóstrarar séu verndaðir með lögum í Namibíu, ólíkt Íslandi. Það auðveldi þeim mönnum sem viti af og hafa jafnvel tekið þátt í glæpsamlegu athæfi að stíga fram og aðstoða stjórnvöld við að upplýsa um glæpastarfsemi og spillingu. „Hér er ég ekki að tala um Ísland, virðulegi forseti, heldur Namibíu, sem sumir vilja afgreiða sem vanþróað og bláfátækt þróunarríki. Namibía er þó ljósárum á undan okkur Íslendingum í lagalegum og stofnanalegum vörnum gegn pólitískri spillingu eins og frásögn mín hér ber með sér.“ Þá nefnir Þórhildur Sunna að öfugt við Ísland hafi Namibía komið á fót stofnun sem sérhæfi sig í að rannsaka spillingarbrot. „Hér heima höfum við horft upp á það ár eftir ár að uppljóstraraverndinni er ýtt út af borðinni á þinginu af óljósum ástæðum. Nú eða kannski ekki svo óljósum ef marka má umsögn Samtaka atvinnulífsins sem finnst fyrirliggjandi frumvarp hæstvirts forsætisráðherra ganga allt of langt og auka líkur á misnotkun starfsmanna sem vilja hefna sín á fyrrum vinnuveitendum. Sömu samtaka sem sögðu okkur, fyrir ekki svo löngu, í umsögn við frumvarp sama ráðherra um skráningu hagsmunavarða, eða lobbíista, með leyfi forseta að hér á landi tíðkist ekki spilling, eða það er að segja að það tíðkist ekki að spilling birtist í því að sterkir sérhagsmunaaðilar nái tangarhaldi á stjórnvöldum og hafi áhrif á þau með viðbrögðum sínum með einstökum ákvörðunum.“ Þegar Þórhildur Sunna hafði lokið við að ræða um inntak umsagnar Samtaka atvinnulífsins skellti hún upp úr.
Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira