Aflið fær átján milljónir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. nóvember 2019 13:08 Verkefnisstjóri Aflsins segir samningur við ríkið sé árlegur bardagi. Án aðkomu ríkisins sé ljóst að ekki sé hægt að halda úti starfseminni. Stjórnarráðið „Án aðkomu ríkisins gætum við ekki haldið úti starfseminni,“ segir Sigurbjörg Harðardóttir, verkefnisstjóri Aflsins, samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, á Akureyri um átján milljóna króna framlag sem samtökin hljóta til að standa straum af starfseminni. Um helgina undirrituðu Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra og Sigubjörg samning sem byggir á samþykkt fjárlaganefndar Alþingis og gildir til 31. desember á næsta ári. „Þessi samningur gerir okkur kleift að halda úti þeirri grunnþjónustu sem við höfum veirð að bjóða uppá, sem eru einstaklingsviðtölin og sjálfshjálparhópar,“ segir Sigurbjörg. Aflið var stofnað árið 2002 í framhaldi af tilraunastarfsemi Stígamóta og Jafnréttisstöðu til að tryggja brotaþolum á Norðurlandi þjónustu. Sigurbjörg segir að allar götur síðan hafi farið mikil vinna og orka í að reyna að tryggja starfseminni rekstrargrundvöll. „Þetta er í rauninni búinn að vera árlegur bardagi. Á hverju ári höfum við þurft að sækjast eftir þessum samningi. Við höfum reynt síðustu árin að komast á föst fjárlög en það hefur ekki gengið eftir. Við höfum verið að fá í gegnum fjárlaganefndina þessa árssamninga sem samt eru gríðarlega mikilvægir fyrir okkur, náttúrulega, en við erum að gera okkur vonir um að á næsta ári, jafnvel, komumst við á föst fjárlög og tryggjum þannig áframhaldandi uppbyggingu.“ Aðspurð hvort það sé nauðsynlegt til geta öðlast framtíðarsýn og stöðuleika fyrir samtökin svarar Sigurbjörg játandi. „Það er algjörlega það sem okkur finnst vanta. Á hverju ári – alveg þangað til núna – vitum við ekki hvort við náum að reka samtökin á næsta ári. Það fer augljóslega mjög mikil vinna í þetta og orka. Draumsýnin okkar er að geta verið á föstum fjárlögum og geta þannig unnið að framtíðarverkefnum og uppbyggingu, enn frekar.“ Sigurbjörg segir að stærstur hluti skjólstæðinga Aflsins sé frá Akureyri en starfsfólk Aflsins þjónustar einnig fólk frá Hvammstanga, Sauðárkróki, Húsavík og frá nærliggjandi bæjum á Norðurlandi. „Enda erum við einu svona samtökin á landsbyggðinni, þannig að við náum til margra og í ljósi þess þyrfti enn frekar að reyna að tryggja starfseminni öruggan rekstrargrundvöll.“ Akureyri Alþingi Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Óttast að Aflið gleymist í asa við fjárlagagerðina Verkefnastjóri Aflsins á Akureyri óttast að samtökin gleymist við gerð fjárlaga. Samtökunum hefur á síðustu tvennum fjárlögum verið bjargað fyrir horn í lok fjárlagagerðar. 9. desember 2017 06:00 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
„Án aðkomu ríkisins gætum við ekki haldið úti starfseminni,“ segir Sigurbjörg Harðardóttir, verkefnisstjóri Aflsins, samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, á Akureyri um átján milljóna króna framlag sem samtökin hljóta til að standa straum af starfseminni. Um helgina undirrituðu Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra og Sigubjörg samning sem byggir á samþykkt fjárlaganefndar Alþingis og gildir til 31. desember á næsta ári. „Þessi samningur gerir okkur kleift að halda úti þeirri grunnþjónustu sem við höfum veirð að bjóða uppá, sem eru einstaklingsviðtölin og sjálfshjálparhópar,“ segir Sigurbjörg. Aflið var stofnað árið 2002 í framhaldi af tilraunastarfsemi Stígamóta og Jafnréttisstöðu til að tryggja brotaþolum á Norðurlandi þjónustu. Sigurbjörg segir að allar götur síðan hafi farið mikil vinna og orka í að reyna að tryggja starfseminni rekstrargrundvöll. „Þetta er í rauninni búinn að vera árlegur bardagi. Á hverju ári höfum við þurft að sækjast eftir þessum samningi. Við höfum reynt síðustu árin að komast á föst fjárlög en það hefur ekki gengið eftir. Við höfum verið að fá í gegnum fjárlaganefndina þessa árssamninga sem samt eru gríðarlega mikilvægir fyrir okkur, náttúrulega, en við erum að gera okkur vonir um að á næsta ári, jafnvel, komumst við á föst fjárlög og tryggjum þannig áframhaldandi uppbyggingu.“ Aðspurð hvort það sé nauðsynlegt til geta öðlast framtíðarsýn og stöðuleika fyrir samtökin svarar Sigurbjörg játandi. „Það er algjörlega það sem okkur finnst vanta. Á hverju ári – alveg þangað til núna – vitum við ekki hvort við náum að reka samtökin á næsta ári. Það fer augljóslega mjög mikil vinna í þetta og orka. Draumsýnin okkar er að geta verið á föstum fjárlögum og geta þannig unnið að framtíðarverkefnum og uppbyggingu, enn frekar.“ Sigurbjörg segir að stærstur hluti skjólstæðinga Aflsins sé frá Akureyri en starfsfólk Aflsins þjónustar einnig fólk frá Hvammstanga, Sauðárkróki, Húsavík og frá nærliggjandi bæjum á Norðurlandi. „Enda erum við einu svona samtökin á landsbyggðinni, þannig að við náum til margra og í ljósi þess þyrfti enn frekar að reyna að tryggja starfseminni öruggan rekstrargrundvöll.“
Akureyri Alþingi Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Óttast að Aflið gleymist í asa við fjárlagagerðina Verkefnastjóri Aflsins á Akureyri óttast að samtökin gleymist við gerð fjárlaga. Samtökunum hefur á síðustu tvennum fjárlögum verið bjargað fyrir horn í lok fjárlagagerðar. 9. desember 2017 06:00 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Óttast að Aflið gleymist í asa við fjárlagagerðina Verkefnastjóri Aflsins á Akureyri óttast að samtökin gleymist við gerð fjárlaga. Samtökunum hefur á síðustu tvennum fjárlögum verið bjargað fyrir horn í lok fjárlagagerðar. 9. desember 2017 06:00