Hæstiréttur stöðvar afhendingu skattskýrslna Trump tímabundið Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2019 12:45 Bæði nefnd fulltrúadeildarinnar og saksóknarar kröfðust þess að fá skattskýrslur Trump frá endurskoðunarfyrirtækinu Mazars. Báðar kröfurnar á upplýsingum um greiðslu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Trump, til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. AP/Patrick Semansky Hæstiréttur Bandaríkjanna kom í gær tímabundið í veg fyrir að meðlimir stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings fái aðgang að skattskýrslu Donald Trump, forseta. Þetta þýðir ekki að Hæstiréttur muni ekki taka málið fyrir. Samkvæmt fjölmiðlum ytra þykir það líklegra en ekki og yrði það þá tilkynnt á næstu vikum. Úrskurður myndi þá liggja fyrir í júní.Saksóknarar í Manhattan eru sömuleiðis að reyna að koma höndum yfir skattskýrslur forsetans og líklegt þykir að málin tvö verði tekin til skoðunar samtímis. Dómur Hæstaréttar í málunum gæti haft gífurleg áhrif á samband framkvæmda- og löggjafavaldsins og á aðkomu Hæstaréttar að því sambandi og aðgreiningu ríkisvalds í Bandaríkjunum. Bæði nefnd fulltrúadeildarinnar og saksóknarar kröfðust þess að fá skattskýrslur Trump frá endurskoðunarfyrirtækinu Mazars. Báðar kröfurnar á upplýsingum um greiðslu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Trump, til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Fyrirtæki Trump endurgreiddi Cohen, sem hefur síðan þá verið dæmdur í fangelsi. Í báðum tilfellum höfðaði Trump mál til að koma í veg fyrir afhendingu skattskýrslnanna og í báðum tilfellum úrskurðuðu alríkisdómarar að forsetinn gæti ekki stöðvað afhendinguna. Lögmenn nefndarinnar segja þó að skýrslurnar myndu einnig nýtast í rannsókn þingsins á því hvort Trump hafi brotið af sér í starfi. Því væri betra að Hæstiréttur myndi ekki taka málið fyrir og leyfa úrskurði neðri dómstigs að standa. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Hæstiréttur Bandaríkjanna kom í gær tímabundið í veg fyrir að meðlimir stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings fái aðgang að skattskýrslu Donald Trump, forseta. Þetta þýðir ekki að Hæstiréttur muni ekki taka málið fyrir. Samkvæmt fjölmiðlum ytra þykir það líklegra en ekki og yrði það þá tilkynnt á næstu vikum. Úrskurður myndi þá liggja fyrir í júní.Saksóknarar í Manhattan eru sömuleiðis að reyna að koma höndum yfir skattskýrslur forsetans og líklegt þykir að málin tvö verði tekin til skoðunar samtímis. Dómur Hæstaréttar í málunum gæti haft gífurleg áhrif á samband framkvæmda- og löggjafavaldsins og á aðkomu Hæstaréttar að því sambandi og aðgreiningu ríkisvalds í Bandaríkjunum. Bæði nefnd fulltrúadeildarinnar og saksóknarar kröfðust þess að fá skattskýrslur Trump frá endurskoðunarfyrirtækinu Mazars. Báðar kröfurnar á upplýsingum um greiðslu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Trump, til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Fyrirtæki Trump endurgreiddi Cohen, sem hefur síðan þá verið dæmdur í fangelsi. Í báðum tilfellum höfðaði Trump mál til að koma í veg fyrir afhendingu skattskýrslnanna og í báðum tilfellum úrskurðuðu alríkisdómarar að forsetinn gæti ekki stöðvað afhendinguna. Lögmenn nefndarinnar segja þó að skýrslurnar myndu einnig nýtast í rannsókn þingsins á því hvort Trump hafi brotið af sér í starfi. Því væri betra að Hæstiréttur myndi ekki taka málið fyrir og leyfa úrskurði neðri dómstigs að standa.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira