Heildartekjur spilakassa 12,2 milljarðar í fyrra Birgir Olgeirsson skrifar 25. nóvember 2019 21:00 Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ákveðið að taka mál fíkilsins fyrir en lögmaður mannsins segir málið einfalt, þeir vilja fá spilakassa bannaða hér á landi. Vísir/Baldur Heildartekjur af spilakössum hér á landi voru 12,2 milljarðar í fyrra sem lögmaður segir fengnar frá spilafíklum. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ákveðið að taka mál fíkilsins fyrir en lögmaður mannsins segir málið einfalt, þeir vilja fá spilakassa bannaða hér á landi. Íslenska ríkið var sýknað af kröfu Guðlaugs Jakobs Karlsson um skaða- og miskabætur upp á 77 milljónir króna árið 2017. Var því ákveðið að fara með málið fyrir Mannréttindadómstólinn á þeim forsendum að ríkið mismuni honum. „Þetta er þjóðþrifamál. Það þarf að minnka aðgengi að spilakössum. Eina ráðið sem eftir var, var að fara með þetta til Mannréttindadómstólsins. Aðalmarkmiðið er að stöðva þessi spilakassastarfsemi hér á landi. Niðurstaðan í Evrópu getur haft þau áhrif að málið verði tekið aftur upp. Guðlaugur er sviptur frelsi til mannhelgi. Þegar hann kemur inn á spilastað missir hann alla stjórn á sínum gjörðum og hættir ekki fyrr en hann er búinn að tapa öllum peningunum. Þetta er ekki rétt gagnvart öðrum þegnum sem eiga ekki við þessa fíkn að etja. Íslenska ríkið setti lög árið 1994 sem heimilar þetta á kostnað þessara veiku aðila. Spilafíkn er talinn mjög alvarlegur sjúkdómur og hefur stundum verið líkt við heróínfíkn,“ segir lögmaður Guðlaugs, Þórður Sveinsson. Almenn hegningarlög banna fjárhættuspil en ríkið veitir Happdrætti Háskóla Íslands og Íslandsspilum undanþágu til að reka spilakassa.Heildartekjur af spilakössum eru gífurlegar. Árið 2018 voru þær 12,2 milljarðar króna.„Þetta er gríðarlegt vandamál. Það er verið að tala um að þetta séu á bilinu 10 til 14 þúsund manns sem eru ánetjaðir spilafíkn. Af þeim eru ungmenni á aldrinum 16 til 20 ára fjögur til fimm þúsund af þeim. Það er sagt að 95 prósent spilafíkla sem halda uppi þessum tekjum,“ segor Þórður. Hann segir Guðlaug hafa tapað gríðarlega miklu í spilakössum. Yfirlit af bankareikningi hans hafi sýnt að hann hafi tekið út um 29 milljónir á þessum stöðum sem starfrækja spilakassa. Er það upphæð sem nær yfir fjölda ára. „En tap hans er miklu meira. Hann hefur tapað 700 þúsund krónum á einum degi. Þó svo að íslenska ríkinu yrði bannað að heimila rekstur spilakassa yrði engu að síður mikið framboð af fjárhættuspili, t.d bara á netinu. Þórður segir bannið eiga þó eftir að breyta miklu. „Það mun breyta öllu. Að mati umbjóðanda míns, sem hefur góða reynslu af þessum málum, hann telur að ef settar verða á fót spilahallir, þar sem hver og einn spilafíkill fengi kort í hendur til að spila fyrir, þá væri hægt að hafa miklu betra eftirlit með þessu. En í dag er ekkert eftirlit með þessu og margir spilastaðir úti um allt land.“ Fjárhættuspil Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
Heildartekjur af spilakössum hér á landi voru 12,2 milljarðar í fyrra sem lögmaður segir fengnar frá spilafíklum. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ákveðið að taka mál fíkilsins fyrir en lögmaður mannsins segir málið einfalt, þeir vilja fá spilakassa bannaða hér á landi. Íslenska ríkið var sýknað af kröfu Guðlaugs Jakobs Karlsson um skaða- og miskabætur upp á 77 milljónir króna árið 2017. Var því ákveðið að fara með málið fyrir Mannréttindadómstólinn á þeim forsendum að ríkið mismuni honum. „Þetta er þjóðþrifamál. Það þarf að minnka aðgengi að spilakössum. Eina ráðið sem eftir var, var að fara með þetta til Mannréttindadómstólsins. Aðalmarkmiðið er að stöðva þessi spilakassastarfsemi hér á landi. Niðurstaðan í Evrópu getur haft þau áhrif að málið verði tekið aftur upp. Guðlaugur er sviptur frelsi til mannhelgi. Þegar hann kemur inn á spilastað missir hann alla stjórn á sínum gjörðum og hættir ekki fyrr en hann er búinn að tapa öllum peningunum. Þetta er ekki rétt gagnvart öðrum þegnum sem eiga ekki við þessa fíkn að etja. Íslenska ríkið setti lög árið 1994 sem heimilar þetta á kostnað þessara veiku aðila. Spilafíkn er talinn mjög alvarlegur sjúkdómur og hefur stundum verið líkt við heróínfíkn,“ segir lögmaður Guðlaugs, Þórður Sveinsson. Almenn hegningarlög banna fjárhættuspil en ríkið veitir Happdrætti Háskóla Íslands og Íslandsspilum undanþágu til að reka spilakassa.Heildartekjur af spilakössum eru gífurlegar. Árið 2018 voru þær 12,2 milljarðar króna.„Þetta er gríðarlegt vandamál. Það er verið að tala um að þetta séu á bilinu 10 til 14 þúsund manns sem eru ánetjaðir spilafíkn. Af þeim eru ungmenni á aldrinum 16 til 20 ára fjögur til fimm þúsund af þeim. Það er sagt að 95 prósent spilafíkla sem halda uppi þessum tekjum,“ segor Þórður. Hann segir Guðlaug hafa tapað gríðarlega miklu í spilakössum. Yfirlit af bankareikningi hans hafi sýnt að hann hafi tekið út um 29 milljónir á þessum stöðum sem starfrækja spilakassa. Er það upphæð sem nær yfir fjölda ára. „En tap hans er miklu meira. Hann hefur tapað 700 þúsund krónum á einum degi. Þó svo að íslenska ríkinu yrði bannað að heimila rekstur spilakassa yrði engu að síður mikið framboð af fjárhættuspili, t.d bara á netinu. Þórður segir bannið eiga þó eftir að breyta miklu. „Það mun breyta öllu. Að mati umbjóðanda míns, sem hefur góða reynslu af þessum málum, hann telur að ef settar verða á fót spilahallir, þar sem hver og einn spilafíkill fengi kort í hendur til að spila fyrir, þá væri hægt að hafa miklu betra eftirlit með þessu. En í dag er ekkert eftirlit með þessu og margir spilastaðir úti um allt land.“
Fjárhættuspil Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira