Aðstandendur geðveikra gleymast Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 1. desember 2019 21:00 Nýlega var stofnaður stuðningshópur fyrir aðstandendur hjá Geðhjálp eftir margra ára hlé. Sigríður Gísladóttir bauð sig fram í stjórn með það að markmiði að efla stuðning og fræðslu til barna sem eiga foreldra með geðsjúkdóm. Sjálf ólst hún upp hjá móður með geðsjúkdóm. „Ég fékk aldrei almennilega stuðning eða fræðslu þannig að ég var einhvern veginn ein í þessu. Ég bara studdi foreldri mitt, sá um það og skammaðist mín hrikalega fyrir það sem gerðist innan veggja heimilisins. Ég bara gerði það og kláraði það en það var alveg hræðilega erfitt,“ segir Sigríður. Í Kompás lýsir Margrét Lillý Einarsdóttir svipuðum aðstæðum. Að hún hafi verið ein í heiminum, vanrækt og beitt ofbeldi án þess að nokkur í nærumhverfinu á Seltjarnarnesi skipti sér af.Í Kompás segir Margrét Lillý sögu sína. Hún segir allt samfélagið á Seltjarnarnesi hafa vitað af aðstæðum hennar og "óskar sér að einhverjum hefði ekki verið drullusama.“Vísir/VilhelmÖll æskan fór í hræðslu og kvíða Sigríður segir aukna fræðslu fyrir börn minnka skömmina og auka líkur á að þau biðji um aðstoð og það sem er mikilvægara: Að á þau sé hlustað. Mikilvægt sé að fólk grípi inn í og sýni stuðning. Umræðan sé opin um geðsjúkdóma, en ekki um aðstandendur. „Við gleymumst bara. Starf okkar er ótrúlega erfitt, sárt og stórt verkefni. Við þurfum stuðning en við gleymumst og á sama tíma gleymum við sjálfum okkur og fórnum okkar eigin heilsu. Þá sé vitað að aðstandendur séu líklegri til að þróa með sér geðsjúkdóm. „Sum hver, sem börn, búum við mikla hræðslu og alltaf í kvíða. Öll æskan mín fór í kvíða og hræðslu og þá er taugakerfið ekki gott eftir æskuna.“ Sigríður hefur því lagt áherslu á það í starfi sínu hjá Geðhjálp að efla fræðslu til barna. Að búið verði til fræðsluefni sem börnin skilji. Ef börnin skilja geðsjúkdóminn, þetta „fullorðinsvandamál“ betur þá sé líklegra að þeim líði betur og viti hvert þau eigi að leita. Einnig hafi Geðhjálp farið af stað með stuðningshópa. „Þetta er góð byrjun. Ráðgjafatímar, stuðningshópar og fyrirlestrar. Ef við tölum meira um þetta og hvaða áhrif þetta hefur á okkur þá held ég að margt sé unnið.“ Klippa: Kompás - Lokuð á heimilinu með geðveikri móður Barnavernd Heilbrigðismál Kompás Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
Nýlega var stofnaður stuðningshópur fyrir aðstandendur hjá Geðhjálp eftir margra ára hlé. Sigríður Gísladóttir bauð sig fram í stjórn með það að markmiði að efla stuðning og fræðslu til barna sem eiga foreldra með geðsjúkdóm. Sjálf ólst hún upp hjá móður með geðsjúkdóm. „Ég fékk aldrei almennilega stuðning eða fræðslu þannig að ég var einhvern veginn ein í þessu. Ég bara studdi foreldri mitt, sá um það og skammaðist mín hrikalega fyrir það sem gerðist innan veggja heimilisins. Ég bara gerði það og kláraði það en það var alveg hræðilega erfitt,“ segir Sigríður. Í Kompás lýsir Margrét Lillý Einarsdóttir svipuðum aðstæðum. Að hún hafi verið ein í heiminum, vanrækt og beitt ofbeldi án þess að nokkur í nærumhverfinu á Seltjarnarnesi skipti sér af.Í Kompás segir Margrét Lillý sögu sína. Hún segir allt samfélagið á Seltjarnarnesi hafa vitað af aðstæðum hennar og "óskar sér að einhverjum hefði ekki verið drullusama.“Vísir/VilhelmÖll æskan fór í hræðslu og kvíða Sigríður segir aukna fræðslu fyrir börn minnka skömmina og auka líkur á að þau biðji um aðstoð og það sem er mikilvægara: Að á þau sé hlustað. Mikilvægt sé að fólk grípi inn í og sýni stuðning. Umræðan sé opin um geðsjúkdóma, en ekki um aðstandendur. „Við gleymumst bara. Starf okkar er ótrúlega erfitt, sárt og stórt verkefni. Við þurfum stuðning en við gleymumst og á sama tíma gleymum við sjálfum okkur og fórnum okkar eigin heilsu. Þá sé vitað að aðstandendur séu líklegri til að þróa með sér geðsjúkdóm. „Sum hver, sem börn, búum við mikla hræðslu og alltaf í kvíða. Öll æskan mín fór í kvíða og hræðslu og þá er taugakerfið ekki gott eftir æskuna.“ Sigríður hefur því lagt áherslu á það í starfi sínu hjá Geðhjálp að efla fræðslu til barna. Að búið verði til fræðsluefni sem börnin skilji. Ef börnin skilja geðsjúkdóminn, þetta „fullorðinsvandamál“ betur þá sé líklegra að þeim líði betur og viti hvert þau eigi að leita. Einnig hafi Geðhjálp farið af stað með stuðningshópa. „Þetta er góð byrjun. Ráðgjafatímar, stuðningshópar og fyrirlestrar. Ef við tölum meira um þetta og hvaða áhrif þetta hefur á okkur þá held ég að margt sé unnið.“ Klippa: Kompás - Lokuð á heimilinu með geðveikri móður
Barnavernd Heilbrigðismál Kompás Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira