Enn á þeirri skoðun að Kristján Þór eigi að segja af sér Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. nóvember 2019 12:30 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vísir/Baldur Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallaði um hæfisreglur ráðherra á fundi sínum í morgun í ljósi Samherjamálsins. Fjöldi sérfræðinga kom fyrir nefndina. Á fundinum voru þeir ekki beðnir um að leggja sérstakt mat á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, vegna málsins heldur voru umræðurnar almenns eðlis, þótt Samherjamálið væri undirliggjandi tilefni fundarins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður nefndarinnar, segir að það sem fram hafi komið á fundinum hafi ekki orðið til þess að breyta þeirri afstöðu hennar að hún telji að Kristján Þór eigi að segja af sér. Meðal gesta á fundi nefndarinnar voru Jón Ólafsson prófessor í heimspeki, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir dósent við stjórnmálafræðideild, Páll Rafnar Þorsteinsson sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun og Trausti Fannar Valsson, dósent í lögfræði við Háskóla Íslands. Skoða þurfi bæði lagalegar- og siðferðislegar hliðar málsins Gestir voru beðnir að fara almennt yfir það hvernig hæfisreglur stjórnsýsluréttarins gilda gagnvart ráðherrum að sögn Þórhildar Sunnu. „Og líka kannski siðferðislegu hliðina og hliðina sem snýr að því að skapa traust á stjórnmálum og traust á Alþingi og hvernig það virki gagnvart ákvörðunum sjávarútvegsráðherra gagnvart Samherja og líka því til dæmis að hann hafi setið þennan ríkisstjórnarfund þar sem að viðbrögð við Samherjamálinu voru ákveðin,“ sagði Þórhildur Sunna í hádegisfréttum Bylgjunnar. Sjá einnig: Ríkisstjórnin ætlar að setja aukafjármagn í Samherjarannsóknir „Í fyrsta lagi þá fengum við mjög skýrt fram að til þess að meta nákvæmlega hæfi Kristjáns Þórs í ákvarðanatöku sem hefur áhrif á Samherja og félög því tengd, að þá þarfnist það töluvert meiri yfirlegu heldur en kannski náðist að fara í á þessum fundi og öflun frekari gagna heldur en að við höfum til staðar akkúrat núna,“ sagði Þórhildur Sunna.Frekari upplýsingar gætu átt eftir að koma fram í dagsljósið Aðspurð segist hún telja tilefni vera til þess að skoða hvort fara ætti í slíka úttekt og fara yfir þau gögn sem hún vísar til. „Ég á eftir að leggjast undir feld með það og ræða það við mína félaga hversu umfangsmikil slík rannsókn ætti að vera, hvort það eigi heima hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eða mögulega einhvers staðar annars staðar, þetta er bara eitthvað sem ég mun fara mjög vel yfir,“ segir Þórhildur Sunna. Í slíkri skoðun kynnu nánari upplýsingar að koma fram. „Til dæmis hvort það liggi fyrir í ráðuneytinu upplýsingar um tengd félög, félög sem tengjast Samherja og gætu ollið vanhæfi Kristjáns Þórs. Hafa þessar upplýsingar verið til, eru þær notaðar til hliðsjónar, hefur hann einhvern tímann látið meta hæfi sitt gagnvart tengdum félögum Samherja? Þetta finnst mér forvitnilegar spurningar.“ Spurð hvort afstaða hennar um að hún telji rétt að Kristján Þór segi af sér hafi eitthvað breyst eftir það sem fram kom á fundinum segir hún svo ekki vera. „Nei langt í frá,“ svarar Þórhildur Sunna. Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallaði um hæfisreglur ráðherra á fundi sínum í morgun í ljósi Samherjamálsins. Fjöldi sérfræðinga kom fyrir nefndina. Á fundinum voru þeir ekki beðnir um að leggja sérstakt mat á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, vegna málsins heldur voru umræðurnar almenns eðlis, þótt Samherjamálið væri undirliggjandi tilefni fundarins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður nefndarinnar, segir að það sem fram hafi komið á fundinum hafi ekki orðið til þess að breyta þeirri afstöðu hennar að hún telji að Kristján Þór eigi að segja af sér. Meðal gesta á fundi nefndarinnar voru Jón Ólafsson prófessor í heimspeki, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir dósent við stjórnmálafræðideild, Páll Rafnar Þorsteinsson sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun og Trausti Fannar Valsson, dósent í lögfræði við Háskóla Íslands. Skoða þurfi bæði lagalegar- og siðferðislegar hliðar málsins Gestir voru beðnir að fara almennt yfir það hvernig hæfisreglur stjórnsýsluréttarins gilda gagnvart ráðherrum að sögn Þórhildar Sunnu. „Og líka kannski siðferðislegu hliðina og hliðina sem snýr að því að skapa traust á stjórnmálum og traust á Alþingi og hvernig það virki gagnvart ákvörðunum sjávarútvegsráðherra gagnvart Samherja og líka því til dæmis að hann hafi setið þennan ríkisstjórnarfund þar sem að viðbrögð við Samherjamálinu voru ákveðin,“ sagði Þórhildur Sunna í hádegisfréttum Bylgjunnar. Sjá einnig: Ríkisstjórnin ætlar að setja aukafjármagn í Samherjarannsóknir „Í fyrsta lagi þá fengum við mjög skýrt fram að til þess að meta nákvæmlega hæfi Kristjáns Þórs í ákvarðanatöku sem hefur áhrif á Samherja og félög því tengd, að þá þarfnist það töluvert meiri yfirlegu heldur en kannski náðist að fara í á þessum fundi og öflun frekari gagna heldur en að við höfum til staðar akkúrat núna,“ sagði Þórhildur Sunna.Frekari upplýsingar gætu átt eftir að koma fram í dagsljósið Aðspurð segist hún telja tilefni vera til þess að skoða hvort fara ætti í slíka úttekt og fara yfir þau gögn sem hún vísar til. „Ég á eftir að leggjast undir feld með það og ræða það við mína félaga hversu umfangsmikil slík rannsókn ætti að vera, hvort það eigi heima hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eða mögulega einhvers staðar annars staðar, þetta er bara eitthvað sem ég mun fara mjög vel yfir,“ segir Þórhildur Sunna. Í slíkri skoðun kynnu nánari upplýsingar að koma fram. „Til dæmis hvort það liggi fyrir í ráðuneytinu upplýsingar um tengd félög, félög sem tengjast Samherja og gætu ollið vanhæfi Kristjáns Þórs. Hafa þessar upplýsingar verið til, eru þær notaðar til hliðsjónar, hefur hann einhvern tímann látið meta hæfi sitt gagnvart tengdum félögum Samherja? Þetta finnst mér forvitnilegar spurningar.“ Spurð hvort afstaða hennar um að hún telji rétt að Kristján Þór segi af sér hafi eitthvað breyst eftir það sem fram kom á fundinum segir hún svo ekki vera. „Nei langt í frá,“ svarar Þórhildur Sunna.
Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira