Enn á þeirri skoðun að Kristján Þór eigi að segja af sér Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. nóvember 2019 12:30 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vísir/Baldur Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallaði um hæfisreglur ráðherra á fundi sínum í morgun í ljósi Samherjamálsins. Fjöldi sérfræðinga kom fyrir nefndina. Á fundinum voru þeir ekki beðnir um að leggja sérstakt mat á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, vegna málsins heldur voru umræðurnar almenns eðlis, þótt Samherjamálið væri undirliggjandi tilefni fundarins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður nefndarinnar, segir að það sem fram hafi komið á fundinum hafi ekki orðið til þess að breyta þeirri afstöðu hennar að hún telji að Kristján Þór eigi að segja af sér. Meðal gesta á fundi nefndarinnar voru Jón Ólafsson prófessor í heimspeki, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir dósent við stjórnmálafræðideild, Páll Rafnar Þorsteinsson sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun og Trausti Fannar Valsson, dósent í lögfræði við Háskóla Íslands. Skoða þurfi bæði lagalegar- og siðferðislegar hliðar málsins Gestir voru beðnir að fara almennt yfir það hvernig hæfisreglur stjórnsýsluréttarins gilda gagnvart ráðherrum að sögn Þórhildar Sunnu. „Og líka kannski siðferðislegu hliðina og hliðina sem snýr að því að skapa traust á stjórnmálum og traust á Alþingi og hvernig það virki gagnvart ákvörðunum sjávarútvegsráðherra gagnvart Samherja og líka því til dæmis að hann hafi setið þennan ríkisstjórnarfund þar sem að viðbrögð við Samherjamálinu voru ákveðin,“ sagði Þórhildur Sunna í hádegisfréttum Bylgjunnar. Sjá einnig: Ríkisstjórnin ætlar að setja aukafjármagn í Samherjarannsóknir „Í fyrsta lagi þá fengum við mjög skýrt fram að til þess að meta nákvæmlega hæfi Kristjáns Þórs í ákvarðanatöku sem hefur áhrif á Samherja og félög því tengd, að þá þarfnist það töluvert meiri yfirlegu heldur en kannski náðist að fara í á þessum fundi og öflun frekari gagna heldur en að við höfum til staðar akkúrat núna,“ sagði Þórhildur Sunna.Frekari upplýsingar gætu átt eftir að koma fram í dagsljósið Aðspurð segist hún telja tilefni vera til þess að skoða hvort fara ætti í slíka úttekt og fara yfir þau gögn sem hún vísar til. „Ég á eftir að leggjast undir feld með það og ræða það við mína félaga hversu umfangsmikil slík rannsókn ætti að vera, hvort það eigi heima hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eða mögulega einhvers staðar annars staðar, þetta er bara eitthvað sem ég mun fara mjög vel yfir,“ segir Þórhildur Sunna. Í slíkri skoðun kynnu nánari upplýsingar að koma fram. „Til dæmis hvort það liggi fyrir í ráðuneytinu upplýsingar um tengd félög, félög sem tengjast Samherja og gætu ollið vanhæfi Kristjáns Þórs. Hafa þessar upplýsingar verið til, eru þær notaðar til hliðsjónar, hefur hann einhvern tímann látið meta hæfi sitt gagnvart tengdum félögum Samherja? Þetta finnst mér forvitnilegar spurningar.“ Spurð hvort afstaða hennar um að hún telji rétt að Kristján Þór segi af sér hafi eitthvað breyst eftir það sem fram kom á fundinum segir hún svo ekki vera. „Nei langt í frá,“ svarar Þórhildur Sunna. Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Sjá meira
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallaði um hæfisreglur ráðherra á fundi sínum í morgun í ljósi Samherjamálsins. Fjöldi sérfræðinga kom fyrir nefndina. Á fundinum voru þeir ekki beðnir um að leggja sérstakt mat á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, vegna málsins heldur voru umræðurnar almenns eðlis, þótt Samherjamálið væri undirliggjandi tilefni fundarins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður nefndarinnar, segir að það sem fram hafi komið á fundinum hafi ekki orðið til þess að breyta þeirri afstöðu hennar að hún telji að Kristján Þór eigi að segja af sér. Meðal gesta á fundi nefndarinnar voru Jón Ólafsson prófessor í heimspeki, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir dósent við stjórnmálafræðideild, Páll Rafnar Þorsteinsson sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun og Trausti Fannar Valsson, dósent í lögfræði við Háskóla Íslands. Skoða þurfi bæði lagalegar- og siðferðislegar hliðar málsins Gestir voru beðnir að fara almennt yfir það hvernig hæfisreglur stjórnsýsluréttarins gilda gagnvart ráðherrum að sögn Þórhildar Sunnu. „Og líka kannski siðferðislegu hliðina og hliðina sem snýr að því að skapa traust á stjórnmálum og traust á Alþingi og hvernig það virki gagnvart ákvörðunum sjávarútvegsráðherra gagnvart Samherja og líka því til dæmis að hann hafi setið þennan ríkisstjórnarfund þar sem að viðbrögð við Samherjamálinu voru ákveðin,“ sagði Þórhildur Sunna í hádegisfréttum Bylgjunnar. Sjá einnig: Ríkisstjórnin ætlar að setja aukafjármagn í Samherjarannsóknir „Í fyrsta lagi þá fengum við mjög skýrt fram að til þess að meta nákvæmlega hæfi Kristjáns Þórs í ákvarðanatöku sem hefur áhrif á Samherja og félög því tengd, að þá þarfnist það töluvert meiri yfirlegu heldur en kannski náðist að fara í á þessum fundi og öflun frekari gagna heldur en að við höfum til staðar akkúrat núna,“ sagði Þórhildur Sunna.Frekari upplýsingar gætu átt eftir að koma fram í dagsljósið Aðspurð segist hún telja tilefni vera til þess að skoða hvort fara ætti í slíka úttekt og fara yfir þau gögn sem hún vísar til. „Ég á eftir að leggjast undir feld með það og ræða það við mína félaga hversu umfangsmikil slík rannsókn ætti að vera, hvort það eigi heima hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eða mögulega einhvers staðar annars staðar, þetta er bara eitthvað sem ég mun fara mjög vel yfir,“ segir Þórhildur Sunna. Í slíkri skoðun kynnu nánari upplýsingar að koma fram. „Til dæmis hvort það liggi fyrir í ráðuneytinu upplýsingar um tengd félög, félög sem tengjast Samherja og gætu ollið vanhæfi Kristjáns Þórs. Hafa þessar upplýsingar verið til, eru þær notaðar til hliðsjónar, hefur hann einhvern tímann látið meta hæfi sitt gagnvart tengdum félögum Samherja? Þetta finnst mér forvitnilegar spurningar.“ Spurð hvort afstaða hennar um að hún telji rétt að Kristján Þór segi af sér hafi eitthvað breyst eftir það sem fram kom á fundinum segir hún svo ekki vera. „Nei langt í frá,“ svarar Þórhildur Sunna.
Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Sjá meira