Sigraðist á áfenginu með fuglaljósmyndun Kristinn Haukur Guðnason skrifar 25. nóvember 2019 06:15 Mandarínuöndin sem kveikti ljósmyndaáhugann. Mynd/Aðalsteinn Pétur Aðalsteinn Pétur Bjarkason er rúmlega fertugur Austfirðingur, fæddur í Breiðdalnum en býr nú á Djúpavogi. Hann hefur starfað við ýmislegt, til dæmis byggingarvinnu víða á Norðurlandi. Aðalsteinn segir að áfengisneysla hafi verið mikið vandamál í mörg ár og einnig hafi hann leiðst út í fíkniefnanotkun. „Árið 2017 fór allt til fjandans, ég skildi og vinnan var að sliga mig. Á þessum tíma var áfengið kvöldmaturinn. Ég drakk mikið hvern einasta dag, “ segir hann. „Ég fann að ég réð ekki við þetta. Klukkan þrjú var ég kominn með skjálfta.“ Í stað þess að fara í meðferð ákvað Aðalsteinn að fara í sveitina til móður sinnar. Það var 4. febrúar og Aðalsteinn dvaldi þar í mánuð. Hefur hann ekki snert áfengi síðan. Eftir þá dvöl fór hann til Húsavíkur að vinna og keypti sér góða myndavél. „Þar sá ég þessar mandarínendur, sem voru nýkomnar til Húsavíkur. Ég náði að fanga þær með myndavélinni úr tveggja metra fjarlægð og eftir það hefur dellan verið óstöðvandi,“ segir hann. En endurnar voru merktar og höfðu sloppið úr safni í Bretlandi.Aðalsteinn Pétur Bjarkason.Aðalsteinn hefur síðan elt uppi fugla, bæði algenga og fágæta flækinga, og tekur einnig landslagsmyndir og fleira. Hann segir þetta hjálpa til við að halda sér á beinu brautinni. „Þegar félagarnir hringja og spyrja hvort ég vilji koma á barinn, þá fer ég frekar eitthvað út fyrir bæinn og tek myndir.“ Segist hann hafa unað af því að fylgjast með hegðun fuglanna, smáatriðum sem fæstir taka eftir. Aðspurður um fallegasta fuglinn segir Aðalsteinn ekkert toppa rjúpuna í vetrarbúningi. Af farfuglunum heillar krían hann mest. Sú var þó tíðin að hann óttaðist fugla, sem má rekja til þess þegar aligæsir réðust á hann sem barn á sveitaheimilinu. „Í dag get ég staðið í miðju kríuvarpi og myndað,“ segir hann. Á ferðum sínum segist Aðalsteinn taka eftir fjölgun flækingsfugla. „Á mánudag myndaði ég grákráku á Hornafirði og um daginn voru silkitoppur á Fáskrúðsfirði sem ég elti í þrjá tíma og tók 800 myndir.“ Aðalsteinn hefur enn ekki sett upp sýningu en hann segir að það sé á framtíðarplaninu. Hann ætli til dæmis að setja upp sýningu fyrir fólkið sem býr á dvalarheimilinu á staðnum. Auk þess að hafa barist við fíkn berst Aðalsteinn enn þá við þunglyndi og hefur meðal annars leitað aðstoðar sálfræðings. Hann segir að útiveran og ljósmyndaáhuginn hafi einnig hjálpað sér í þeirri baráttu. Hann segist einnig hafa fengið góðan stuðning við að sjá dóttur sína og vinkonu hennar, sem eru 19 ára, vinna stórt verkefni um fíkn í Verkmenntaskólanum á Akureyri sem fjallað hefur verið um á sjónvarpsstöðinni N4. „Þetta byggir mig upp,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Djúpivogur Dýr Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Samskipti hjólreiðamanna og ökumanna ekki upp á marga fiska Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Sjá meira
Aðalsteinn Pétur Bjarkason er rúmlega fertugur Austfirðingur, fæddur í Breiðdalnum en býr nú á Djúpavogi. Hann hefur starfað við ýmislegt, til dæmis byggingarvinnu víða á Norðurlandi. Aðalsteinn segir að áfengisneysla hafi verið mikið vandamál í mörg ár og einnig hafi hann leiðst út í fíkniefnanotkun. „Árið 2017 fór allt til fjandans, ég skildi og vinnan var að sliga mig. Á þessum tíma var áfengið kvöldmaturinn. Ég drakk mikið hvern einasta dag, “ segir hann. „Ég fann að ég réð ekki við þetta. Klukkan þrjú var ég kominn með skjálfta.“ Í stað þess að fara í meðferð ákvað Aðalsteinn að fara í sveitina til móður sinnar. Það var 4. febrúar og Aðalsteinn dvaldi þar í mánuð. Hefur hann ekki snert áfengi síðan. Eftir þá dvöl fór hann til Húsavíkur að vinna og keypti sér góða myndavél. „Þar sá ég þessar mandarínendur, sem voru nýkomnar til Húsavíkur. Ég náði að fanga þær með myndavélinni úr tveggja metra fjarlægð og eftir það hefur dellan verið óstöðvandi,“ segir hann. En endurnar voru merktar og höfðu sloppið úr safni í Bretlandi.Aðalsteinn Pétur Bjarkason.Aðalsteinn hefur síðan elt uppi fugla, bæði algenga og fágæta flækinga, og tekur einnig landslagsmyndir og fleira. Hann segir þetta hjálpa til við að halda sér á beinu brautinni. „Þegar félagarnir hringja og spyrja hvort ég vilji koma á barinn, þá fer ég frekar eitthvað út fyrir bæinn og tek myndir.“ Segist hann hafa unað af því að fylgjast með hegðun fuglanna, smáatriðum sem fæstir taka eftir. Aðspurður um fallegasta fuglinn segir Aðalsteinn ekkert toppa rjúpuna í vetrarbúningi. Af farfuglunum heillar krían hann mest. Sú var þó tíðin að hann óttaðist fugla, sem má rekja til þess þegar aligæsir réðust á hann sem barn á sveitaheimilinu. „Í dag get ég staðið í miðju kríuvarpi og myndað,“ segir hann. Á ferðum sínum segist Aðalsteinn taka eftir fjölgun flækingsfugla. „Á mánudag myndaði ég grákráku á Hornafirði og um daginn voru silkitoppur á Fáskrúðsfirði sem ég elti í þrjá tíma og tók 800 myndir.“ Aðalsteinn hefur enn ekki sett upp sýningu en hann segir að það sé á framtíðarplaninu. Hann ætli til dæmis að setja upp sýningu fyrir fólkið sem býr á dvalarheimilinu á staðnum. Auk þess að hafa barist við fíkn berst Aðalsteinn enn þá við þunglyndi og hefur meðal annars leitað aðstoðar sálfræðings. Hann segir að útiveran og ljósmyndaáhuginn hafi einnig hjálpað sér í þeirri baráttu. Hann segist einnig hafa fengið góðan stuðning við að sjá dóttur sína og vinkonu hennar, sem eru 19 ára, vinna stórt verkefni um fíkn í Verkmenntaskólanum á Akureyri sem fjallað hefur verið um á sjónvarpsstöðinni N4. „Þetta byggir mig upp,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Djúpivogur Dýr Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Samskipti hjólreiðamanna og ökumanna ekki upp á marga fiska Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Sjá meira