Nick Tomsick var hetja Stjörnunnar í síðustu viku er hann tryggði liðinu þriggja sigur á Þór Akureyri, 104-101, en þetta er ekki í fyrsta skipti sem Króatinn er hetjan.
Þetta er í sjötta skiptið á síðustu tveimur tímabilum sem Tomsick er hetjan en hann lék með Þór Þorlákshöfn á síðustu leiktíð þar sem hann var drjúgur.
Farið yfir sigurkörfur Tomsick á síðustu árum en einnig farið yfir þá staðreynd að Króatinn hafi verið veikur í leiknum. Samt sem áður skoraði hann ellefu þriggja stiga körfur.
Birtar voru lifandi myndir af ælandi Tomsick.
„Þetta er eins og fyrir utan B5 á góðu kvöldi,“ skrifaði Hermann Hauksson, einn spekingurinn, í kaldhæðnislegum tón en B5 er skemmtistaður í miðbæ Reykjavíkur.
Allar sigurkörfur Tomsick sem og umræðuna má sjá í glugganum hér að neðan.
„Þetta er eins og fyrir utan B5 á góðu kvöldi“
Tengdar fréttir

Hetja Stjörnunnar á Akureyri ældi á gólfið í hálfleik
Ældi í hálfleik en skoraði sigurkörfuna.

Sigurkarfa Tomsick sem bjargaði Stjörnunni | Myndband
Nick Tomsick reyndist hetja Stjörnunnar er þeir unnu þriggja stiga sigur á Þór Akureyri, 104-101, í spennutrylli norðan heiða í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. - Stjarnan 101-104 | Garðbæingar sluppu með skrekkinn
Stjarnan jafnaði Keflavík á toppi deildarinnar með ótrúlegum og naumum sigri á botnliðinu.

Sportpakkinn: Veikur Tomsick örlagavaldurinn
Stjarnan vann nauman sigur á Þór Ak. fyrir norðan.