Erlendir ferðamenn sleppa oftast við hraðasektargreiðslur meðan Íslendingar greiða Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. nóvember 2019 15:00 Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifrieðaeigenda. Vísir/Baldur Félag íslenskra bifreiðaeiganda vekur athygli á að nánast allar hraðasektir sem erlendir ferðamenn fá séu felldar niður. Þannig séu um 250 milljónir á ári afskrifaðar. Framkvæmdastjórinn telur eðlilegt að tekið sé á þessu í nýjum umferðarlögum. Langflestir bílstjórar bílaleigubíla sem aka of hratt framhjá hraðamyndavélum hér á landi þurfa ekki að greiða sekt samkvæmt úttekt ríkislögreglustjóra. Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir afar mikilvægt að þessu verði breytt. „Í um 95% tilvika þegar bílaleigubílar fara framhjá hraðamyndavél þá er ekki borguð sekt. Samkvæmt svona varlegri áætlun lögreglunnar þá eru glatast um 250 milljónir á ári í sektrargreiðslur. Hins vegar greiða um 99 prósent íslenskra ríkisborgara sínar sektir,“ segir Runólfur. Hann segir jafnframt að þetta geti haft áhrif á öryggi vegfarenda. „Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni þá aka erlendir ökumenn oft mjög hratt framhjá myndavélunum og það segir sína sögu að ef 95% af þessum kröfum innheimtast ekki að þá fer forvarnargildi hraðamyndavélanna fyrir fyrir lítið þannig að það er verið að ógna öryggi annarra vegfarenda um leið og viðkomandi fer af landi brott án þess að borga krónu. Það er í raun hróplegt óréttlæti að þessu sé svona farið,“ segir Runólfur. Í frumvarpi að nýjum umferðarlögum var upphaflega gert ráð fyrir að ef bílstjóri bílaleigubíls fengi sekt myndaðist krafa á eiganda ökutækis. Þannig gætu bílaleigur rukkað bílstjórann um leið og hann skilaði bílnum að sögn Runólfs. „Bílaleigurnar og Samtök atvinnulífsins börðust gegn þessu af hörku þannig að þetta var tekið út áður en frumvarpið var samþykkt,“ segir hann. Hann segir eðlilegt að ákvæði um þetta fari í ný umferðarlög. Það þurfi ekki að vera flókið. „Þegar bílnum er skilað til bílaleigunnar er komin innheimtukrafa á samninginn þannig að þá er einfalt að ganga frá því strax,“ segir Runólfur að lokum. Bílar Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Félag íslenskra bifreiðaeiganda vekur athygli á að nánast allar hraðasektir sem erlendir ferðamenn fá séu felldar niður. Þannig séu um 250 milljónir á ári afskrifaðar. Framkvæmdastjórinn telur eðlilegt að tekið sé á þessu í nýjum umferðarlögum. Langflestir bílstjórar bílaleigubíla sem aka of hratt framhjá hraðamyndavélum hér á landi þurfa ekki að greiða sekt samkvæmt úttekt ríkislögreglustjóra. Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir afar mikilvægt að þessu verði breytt. „Í um 95% tilvika þegar bílaleigubílar fara framhjá hraðamyndavél þá er ekki borguð sekt. Samkvæmt svona varlegri áætlun lögreglunnar þá eru glatast um 250 milljónir á ári í sektrargreiðslur. Hins vegar greiða um 99 prósent íslenskra ríkisborgara sínar sektir,“ segir Runólfur. Hann segir jafnframt að þetta geti haft áhrif á öryggi vegfarenda. „Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni þá aka erlendir ökumenn oft mjög hratt framhjá myndavélunum og það segir sína sögu að ef 95% af þessum kröfum innheimtast ekki að þá fer forvarnargildi hraðamyndavélanna fyrir fyrir lítið þannig að það er verið að ógna öryggi annarra vegfarenda um leið og viðkomandi fer af landi brott án þess að borga krónu. Það er í raun hróplegt óréttlæti að þessu sé svona farið,“ segir Runólfur. Í frumvarpi að nýjum umferðarlögum var upphaflega gert ráð fyrir að ef bílstjóri bílaleigubíls fengi sekt myndaðist krafa á eiganda ökutækis. Þannig gætu bílaleigur rukkað bílstjórann um leið og hann skilaði bílnum að sögn Runólfs. „Bílaleigurnar og Samtök atvinnulífsins börðust gegn þessu af hörku þannig að þetta var tekið út áður en frumvarpið var samþykkt,“ segir hann. Hann segir eðlilegt að ákvæði um þetta fari í ný umferðarlög. Það þurfi ekki að vera flókið. „Þegar bílnum er skilað til bílaleigunnar er komin innheimtukrafa á samninginn þannig að þá er einfalt að ganga frá því strax,“ segir Runólfur að lokum.
Bílar Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira