Þorsteinn Már segir sig úr stjórn norskrar útgerðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. nóvember 2019 19:17 Þorsteinn Már Baldvinsson steig tímabundið til hliðar sem forstjóri Samherja í síðustu viku. Vísir/vilhelm Þorsteinn Már Baldvinsson hefur sagt sig úr stjórn norska útgerðarfyrirtækisins Nergård. Samherji eignaðist 40% hlut í fyrirtækinu árið 2017. Greint er frá málinu á vef norska miðilsins E24. Haft er eftir Tommy Torvanger forstjóra Nergård að Þorsteinn hafi hætt í stjórninni. Frekari breytingar á stjórninni hafi þó ekki orðið. Þannig muni Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins, sitja áfram í stjórninni sem nú er skipuð fjórum stjórnarmönnum í stað fimm. Þegar Torvanger var inntur eftir viðbrögðum við Samherjamálinu í síðustu viku sagði hann í samtali við E24 að hann þekkti Þorstein af góðu einu. Þorsteinn hafi verið mikilvægur fyrirtækinu en fylgst verði náið með framgangi mála. Þá mun eignarhlutur Samherja í Nergård eftir sem áður verða um 40%, að sögn Torvangers. Þorsteinn hefur setið í stjórn Nergård síðan árið 2014, sama ár og Samherji keypti fyrst hlut í fyrirtækinu. Þorsteinn steig til hliðar sem forstjóri Samherja eftir að fréttaskýringaþátturinn Kveikur greindi frá því að vísbendingar væru um að fyrirtækið hefði greitt embættismönnum í Namibíu milljónir í mútur í skiptum fyrir ódýran fiskveiðikvóta. Björgólfur Jóhannesson tók við starfi forstjóra tímabundið. Þorsteinn sagði einnig af sér sem stjórnarformaður útgerðarfélagsins Framherja í Færeyjum og hætti auk þess sem stjórnarformaður Síldarvinnslunar vegna málsins. Noregur Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Áhættumat banka Samherja til skoðunar Fjármálaeftirlitið hefur farið fram á það við íslensk fjármálafyrirtæki, sem hafa verið í viðskiptum við Samherja og félög tengd fyrirtækinu, að þau veiti eftirlitinu upplýsingar um áhættumat þeirra gagnvart útgerðarrisanum og eins hvernig reglubundnu eftirliti hafi verið háttað. 21. nóvember 2019 06:00 Ormagryfja spillingar og rangláts kerfis hafi afhjúpast Katrín Oddsdóttir, lögmaður og formaður Stjórnarskrárfélagsins, segir Íslendinga vera góða í að knýja fram breytingar þegar nógu margir standa saman. Það hafi sýnt sig í búsáhaldabyltingunni. Nú sé verið að gera annað áhlaup á eigið kerfi í þeim tilgangi að skapa réttlátt samfélag. 22. nóvember 2019 14:33 Heinaste kyrrsett í Namibíu Risatogarinn Heineste sem er í eigu Esju Holding, sem Samherji á stóran hlut í, hefur verið kyrrsettur að kröfu yfirvalda í Namibíu. 22. nóvember 2019 12:12 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Þorsteinn Már Baldvinsson hefur sagt sig úr stjórn norska útgerðarfyrirtækisins Nergård. Samherji eignaðist 40% hlut í fyrirtækinu árið 2017. Greint er frá málinu á vef norska miðilsins E24. Haft er eftir Tommy Torvanger forstjóra Nergård að Þorsteinn hafi hætt í stjórninni. Frekari breytingar á stjórninni hafi þó ekki orðið. Þannig muni Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins, sitja áfram í stjórninni sem nú er skipuð fjórum stjórnarmönnum í stað fimm. Þegar Torvanger var inntur eftir viðbrögðum við Samherjamálinu í síðustu viku sagði hann í samtali við E24 að hann þekkti Þorstein af góðu einu. Þorsteinn hafi verið mikilvægur fyrirtækinu en fylgst verði náið með framgangi mála. Þá mun eignarhlutur Samherja í Nergård eftir sem áður verða um 40%, að sögn Torvangers. Þorsteinn hefur setið í stjórn Nergård síðan árið 2014, sama ár og Samherji keypti fyrst hlut í fyrirtækinu. Þorsteinn steig til hliðar sem forstjóri Samherja eftir að fréttaskýringaþátturinn Kveikur greindi frá því að vísbendingar væru um að fyrirtækið hefði greitt embættismönnum í Namibíu milljónir í mútur í skiptum fyrir ódýran fiskveiðikvóta. Björgólfur Jóhannesson tók við starfi forstjóra tímabundið. Þorsteinn sagði einnig af sér sem stjórnarformaður útgerðarfélagsins Framherja í Færeyjum og hætti auk þess sem stjórnarformaður Síldarvinnslunar vegna málsins.
Noregur Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Áhættumat banka Samherja til skoðunar Fjármálaeftirlitið hefur farið fram á það við íslensk fjármálafyrirtæki, sem hafa verið í viðskiptum við Samherja og félög tengd fyrirtækinu, að þau veiti eftirlitinu upplýsingar um áhættumat þeirra gagnvart útgerðarrisanum og eins hvernig reglubundnu eftirliti hafi verið háttað. 21. nóvember 2019 06:00 Ormagryfja spillingar og rangláts kerfis hafi afhjúpast Katrín Oddsdóttir, lögmaður og formaður Stjórnarskrárfélagsins, segir Íslendinga vera góða í að knýja fram breytingar þegar nógu margir standa saman. Það hafi sýnt sig í búsáhaldabyltingunni. Nú sé verið að gera annað áhlaup á eigið kerfi í þeim tilgangi að skapa réttlátt samfélag. 22. nóvember 2019 14:33 Heinaste kyrrsett í Namibíu Risatogarinn Heineste sem er í eigu Esju Holding, sem Samherji á stóran hlut í, hefur verið kyrrsettur að kröfu yfirvalda í Namibíu. 22. nóvember 2019 12:12 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Áhættumat banka Samherja til skoðunar Fjármálaeftirlitið hefur farið fram á það við íslensk fjármálafyrirtæki, sem hafa verið í viðskiptum við Samherja og félög tengd fyrirtækinu, að þau veiti eftirlitinu upplýsingar um áhættumat þeirra gagnvart útgerðarrisanum og eins hvernig reglubundnu eftirliti hafi verið háttað. 21. nóvember 2019 06:00
Ormagryfja spillingar og rangláts kerfis hafi afhjúpast Katrín Oddsdóttir, lögmaður og formaður Stjórnarskrárfélagsins, segir Íslendinga vera góða í að knýja fram breytingar þegar nógu margir standa saman. Það hafi sýnt sig í búsáhaldabyltingunni. Nú sé verið að gera annað áhlaup á eigið kerfi í þeim tilgangi að skapa réttlátt samfélag. 22. nóvember 2019 14:33
Heinaste kyrrsett í Namibíu Risatogarinn Heineste sem er í eigu Esju Holding, sem Samherji á stóran hlut í, hefur verið kyrrsettur að kröfu yfirvalda í Namibíu. 22. nóvember 2019 12:12